Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 16
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna 386 Bílvélar geta eyðilagst af rakamyndun, sóti og kæli- vökva. Niðurstaða þýskrar rannsóknar leiddi í ljós að fjórði hver bíll í umferð var annaðhvort með of litla eða of mikla vélarolíu. Olían var jafnframt oft orðin svo léleg að stórhætta var á að vélin eyðilegðist. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Félagi íslenskra bifreiða- eigenda (FÍB), segir ekkert benda til að ástandið sé öðruvísi hér. Í rannsókn á vegum þýsku stofn- unarinnar Gesellschaft für Technische Überwachung var olíustaða og ástand olíunnar mælt í 700 bílum sem komu inn á skoð- unarstöðvar til árlegrar öryggis- skoðunar. Olíusýnin reyndust góð úr rúmlega öðrum hverjum bíl eða 56,1 prósenti. 38,2 prósent reynd- ust vera í meðallagi en 5,7 prósent sýnanna reyndust hættulega léleg. Eigendum 22 prósenta bílanna var bent á að skipta þyrfti um olíu strax, að því er segir á vef FÍB. Þar segir jafnframt að það sem mest rýri smureiginleika olíunnar sé sót, vatn sem kemur frá raka- myndum sem síðan blandast olíunni, eldsneyti og frostlögur sem komist hefur í olíuna. „Þegar við notum bílana í snatti í þéttbýli hitnar vélin ekki almennilega. Loftrakinn þéttist þá inni í vélinni og fellur saman við olíuna. Þegar vatnsinnihald- ið er orðið of hátt rýrnar smur- gildi olíunnar, slitfletir vélarinn- ar slitna hraðar og hætta eykst á ryðmyndun og ryðútfellingum,“ segir Stefán Ásgrímsson, rit- stjóri hjá FÍB. Hann getur þess að útfellingar verði einnig vegna sóts þegar bensín eða dísilolía brenn- ur. Kælivatn í olíu er merki um að heddpakkning sé að bila. Þá þarf að skipta um hana í snatri áður en verra hlýst af, að því er Stefán greinir frá. Hann mælir með því að skipt sé um olíu á 5 þúsund km fresti sé bíl ekið í þéttbýli. Þá sé miðað við hágæðaolíu sem endist betur en jarðolía. Á vef FÍB eru bílstjórar varað- ir við því að aka á fullri ferð út í vatnsaga sem myndast í asahláku. Stórhætta sé á að vatn komist inn í bílvélar og brunahólf þeirra sé það gert. Slíkt geti valdið mjög miklum og dýrum skemmdum á vélunum. Bent er á að komist vatn í bruna- hólfin þýði það oftast að eitthvað verði undan að láta. Vatnið „fjaðri“ ekki eins og loftið sem þangað sog- ast inn. Þess vegna bogni stimpil- stangir eða brotni. Sérstaklega mikil hætta er á þessu sé um dísil- bíl að ræða. Bílvélar geta eyðilagst komist vatn inn á þær HÆTTA Á SKEMMDUM Sé ekið á fullri ferð út í risapolla er hætta á vatn komist inn í bílvélar og brunahólf þeirra. Slíkt getur valdið miklum skemmdum á vélunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA ætlar að reisa gististað fyrir starfsmenn og ferðamenn í nágrenni við höfuðstöðvar sínar í suðurhluta Malmö í Svíþjóð, að því er kemur fram á vefnum www.turisti.is sem vitnar í danska miðilinn Berlingske. Greint er frá því að ekki sé ljóst hvort innanstokks- munirnir verði eingöngu sóttir í búðina við hliðina. Jafnframt er þess getið að hótelið í Malmö verði ekki eini gististaður IKEA- veldisins því í Smálöndunum, í suðurhluta Svíþjóðar, standi enn mótelið sem byggt var við fyrstu verslunina í Älmhult. - ibs ■ Nýr gististaður í Malmö: IKEA opnar hótel fyrir ferðamenn Neytendastofa hefur skoðað yfir 40 merki sem seld hafa verið sem endur- skinsmerki auk þess sem Vegagerðin hefur kannað endurskin merkjanna. Á vef Neytendastofu segir að endurskinsmerki sem ekki uppfylli kröfur um endurskin veiti falskt öryggi. Bent er á að endurskinsmerki verði meðal annars að vera með CE-merki og merkt með númerinu EN 13356 eða ÍST EN 13356. Slík merking tákni að fram- leiðandinn hafi látið prófa vöruna og staðfest að hún sé í lagi. Einnig verði að fylgja leiðbeiningar á íslensku um hvort merkin þoli þvott og hvernig eigi að festa þau þannig að þau veiti öryggi. - ibs ■ Könnun Neytendastofu: Endurskinsmerki eiga að vera CE-merkt GÓÐ HÚSRÁÐ - Jólaserían Áður en seríunni er pakkað niður Þegar seríur eru teknar niður er mikilvægt að taka þær fyrst úr sambandi og láta þær kólna vel áður en þeim er pakkað niður í kassa. Gott er því að taka seríuna úr sambandi deginum áður en henni er pakkað niður svo hún hafi nægan tíma til að kólna. Þannig geturðu komið í veg fyrir að serían ofhitni í kassanum og skemmist. Einnig er gott að setja hverja seríu fyrir sig í plastpoka, þá er auðveldara að eiga við þær þar sem seríurnar flækjast ekki saman. NEYTENDUR Neytendasamtökunum bárust alls 8.828 erindi á síðasta ári. Flest erindanna voru vegna húsaleigu eða 1.048, þar af 817 eftir að samningur við velferðar- ráðuneytið tók gildi 1. maí síðast- liðinn. Í nóvember bárust að meðal- tali um átta erindi á dag vegna húsaleigu. Algengast var að fyrirspurnir leigjenda snerust um viðhald og ástand eignar auk upp- sagnar á leigusamningi. Heimsóknir á nýja heimasíðu Neytendasamtakanna, www.leigj- endur.is, voru hátt í fimm þúsund frá því að hún var opnuð í október síðastliðnum. Næstflest erindi komu vegna fjármála- og innheimtufyrirtækja, raftækja og fjarskiptatækja, að því er segir í tilkynningu frá Neyt- endasamtökunum. Hlutfallsleg aukning var mest í erindum vegna verðlags og verð- merkinga og einnig húsaleigu. Samtökin greina frá því að kvörtunarþjónustan hafi haft milligöngu í 176 kvörtunarmál- um á árinu, flest vegna Evrópsku neytendaaðstoðarinnar, ENA. Langflest málin sem bárust ENA sneru að ferðamálum. Hlut- verk ENA er að aðstoða neytend- ur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. - ibs Neytendasamtökin fengu níu þúsund erindi 2011: Þúsund erindi bár- ust vegna húsaleigu HÚSNÆÐI Flest erindanna sem bárust Neytendasamtökunum voru vegna húsaleigu. KRÓNUR var meðalverðið á einu kílói af heilhveitibrauði í nóvember síðastliðnum samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands. Verðið hefur hækkað um 30 prósent frá árinu 2007 þegar meðalverðið var 296 krónur. Beint samhengi er á milli hversu mikið magn gosdrykkja ungmenni drekka og fitumagns í lifur þeirra, vöðvum, blóði og búk, að því er niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Árósaháskóla sýna. „Fitan safnast upp á röngum stöðum í líkamanum. Hún safnast ekki í venjulegum fituvef heldur þar sem fita er almennt ekki velkomin,“ sagði Bjørn Richelsen prófessor í viðtali við danska ríkisútvarpið. Vísindamennirnir rannsökuðu hóp ungra Dana sem drukku daglega hálfan lítra af kóladrykk í hálft ár. Samanburðarhópur var látinn drekka vatn, undanrennu og light-gosdrykk. Aukið fitumagn fannst aðeins hjá þeim sem drukku gosdrykk með venjulegu sykurmagni. - ibs ■ Rannsókn í Danmörku: Gosþamb veldur fitu í lifur „Það er mikil gróska og áhugi á skráningu“, segir Páll Harðar- son, forstjóri Kauphallarinnar, í nýjasta þættinum af Klinkinu á viðskiptavef Vísis. Í viðtalinu fer Páll yfir skráningu bankanna í Kauphöllina, skráningu orku- og sjávarútvegsfyrirtækja, eftirlitshlutverk Kauphallarinnar fyrir hrun, afléttingu gjald eyrishafta og valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum, svo eitthvað sé nefnt. Á þriðja tug félaga á leið í Kauphöllina Nýjasta þáttinn af Klinkinu má nú finna á Visir.is/vidskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.