Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 18
18 12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Á heimasíðu ÚTÓN birtust í vikunni niðurstöður könnunar um veltu vegna komu erlendra ferðamanna á Ice- land Airwaves-hátíðina. Fyrir utan menn- ingarlegt gildi hátíðarinnar skapast heil- mikil hagræn og samfélagsleg verðmæti. Í könnuninni kemur meðal annars fram að velta erlendra gesta hefur aukist um 55% frá árinu 2010 og nemur upp undir 700 milljónum ef reiknaður er ferða- kostnaður gestanna og eyðsla. Árið 2007 þegar ÚTÓN tók til starfa beitti skrifstofan sér fyrir því að gerður yrði listi yfir allar tónlistarhátíðir á land- inu sem starfað höfðu samfleytt í meira en þrjú ár. Reyndust þær um 30 talsins. Síðan hefur ÚTÓN átt í samstarfi við Íslandsstofu og ferðamála geirann um að bjóða blaðamönnum, listrænum stjórn- endum og kaupendum á hátíðir og við- burði. Í starfi þessu kemur í ljós að tilfinnanlegur skortur er á markvissri fjárfestingu í kynningar málum og vöru- þróun á þessu sviði. Iceland Airwaves byrjaði sem lítið partí árið 1999 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Áhugi útlend- inga á að koma til Íslands og upplifa tónlistarviðburði er mikill enda hafa íslenskir tónlistarmenn og tónhöfundar kveikt í ástríðufullum tónlistarunnendum um allan heim með sköpunarkrafti sínum og elju. Það er fyrir þeirra tilstilli að tengslanet og þekking hefur skapast til að þróa viðburði sem varið er í. Airwaves er einungis eitt dæmi um hversu mikil verð- mæti er hægt að skapa í samstarfi tón- listar- og ferðamálageirans. Það er hins vegar mikilvægt að þekking tónlistar- geirans á vöruþróun í þessum efnum sé viðurkennd. Margt hefur áunnist frá því að Airwaves hóf göngu sína og frá því að byrjað var að benda á nytsemi hátíða til að bjóða heim fólki að utan. Ákveðin sýn á þessum málaflokki var fest í viðamik- illi stefnumótun skrifstofunnar sem fram fór sumarið 2010 og hefur verið kynnt víða. En betur má ef duga skal. Stjórnvöld og bæjaryfirvöld víðs vegar þurfa að fjár- festa markvisst í því að tónlistartengd ferðaþjónusta fái svigrúm til að þróast þannig að hún nýtist bæði sem öflugt tæki til að kynna íslenska tónlist og það umhverfi sem hún á heima í. Hugmyndir, tillögur og þekking er til staðar og um leið mælingar á árangri eins og Iceland Airwaves könnunin sýnir. Tónlistartengd ferðamennska Menning Anna Hildur Hildibrands- dóttir útgáfustjóri ÚTÓN Má ég vera memm? Gunnar Bjarni Sveinsson er sár. Og móðgaður. Ástæðan er sú að stjórn- endur þeirra þátta Ríkisútvarpsins sem fjalla um stjórnmál hafa ekki séð ástæðu til að bjóða honum í þættina. „Ekki einn. Þó er ég fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi og formaður þingflokks fram- sóknarmanna!“ segir hann í grein í Morgunblaðinu. Um leið og aulahrollurinn hríslast um mann verður að dást að Gunnari Braga fyrir hreinskilnina. Hann er einfaldlega sár því hann fær ekki að vera memm. Helsta baráttumálið Margir hafa orðið til þess að gagnrýna borgaryfirvöld sem hafa þurft að grípa til ýmissa ráðstafana í kreppunni. Því er athyglisvert að sjá hvað það er sem Jón Gnarr lýsti á DV sem sínu helsta baráttumáli. Aðspurður hverju hann mundi breyta í borginni gæti hann breytt hverju sem er sagði hann: „Mitt helsta baráttumál er að fá Héraðsdóm burt af Lækjar- torgi.“ Þá er nú varla mikið að í borginni. Skrattinn og amman Jón var í beinni línu hjá DV og einn þeirra sem baunaði á hann var Þráinn Bertelsson sem spurði: „Hvort kemur þú þjóðinni að meira gagni sem heitt- elskaður leikari og skemmtikraftur eða sem umdeildur stjórnmálamaður með einkabílstjóra?“ Jón svaraði: „Ég er ekki með einkabílstjóra, Þráinn. Hvort kemur þú þjóðinni meira að gagni sem heittelskaður leikstjóri eða vægast sagt umdeildur pólitíkus?“ Þar hitti skrattinn ömmu sína. kolbeinn@frettabladid.is www.ru.is MEISTARAVARNIR Í TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD FIMMTUDAGINN 12. JANÚAR: Kl. 14:00 í stofu V307 Steindór Hjartarson: Utilization of Supercritical Geothermal Fluid. Nýting jarðgufu frá djúpborunarholu við Kröflu. Leiðbeinendur: Guðrún Sævarsdóttir, Kristinn Ingason, Halldór Pálsson, Bjarni Pálsson. Prófdómari er Geir Þórólfsson. Kl. 15:00 í stofu V307 Haraldur Sigurðsson: Quantifying Water Saturation in Steel Pipes using X-Rays. Notkun röntgentækni til að mæla mettunarhlutfall vatns í stálröri. Leiðbeinendur: Haraldur Auðunsson, Guðrún Sævarsdóttir, María S. Guðjónsdóttir. Prófdómari er Gissur Örlygsson. F angabúðir Bandaríkjamanna í bandarísku flotastöðinni við Gvantanamóflóa á Kúbu hafa nú verið við lýði í ára- tug. Jafnlengi hafa þar verið framin svívirðileg mannrétt- indabrot á þeim föngum sem þangað hafa verið hnepptir. Nokkrir þeirra fanga sem hafa verið í Gvantanamó voru yngri en átján ára þegar þeir voru sendir þangað, sá yngsti fjórtán ára. Frá upphafi hafa nærri 780 fangar verið í búðunum og nú tíu árum eftir að fyrstu 20 fangarnir voru fluttir þangað er þar 171 fangi. Sumir þeirra hafa verið í varðhaldi frá því skömmu eftir að búðirnar voru settar á laggirnar og fæstir þeirra hafa verið ákærðir og óvíst er að réttað verði yfir þeim nokkru sinni. Það er erfitt að ímynda sér þá algeru einangrun sem fangarnir í Gvantanamó búa við. Þeir munu eiga rétt á tveimur símtölum á ári og einungis frá allra nánustu fjöl- skyldu. Alþjóðlegi Rauði krossinn eru einu samtökin sem hleypt hefur verið inn í búðirnar en gegn algerri þagnarskyldu og fáeinir lögmenn, læknar og sálfræðingar sem hafa játast undir alls kyns skilyrði hafa einnig komið í búðirnar en vitanlega enginn blaða- maður. Aðbúnaður fanga í Gvantanamó er á engan hátt í samræmi við þau viðmið sem þjóðir heims hafa komið sér saman um að gildi um meðferð fanga. Grimmilegum pyndingum hefur verið beitt við yfir- heyrslur í gegnum árin enda lýsti Georg Bush, fyrrum Bandaríkja- forseti, því yfir strax árið 2002 að Genfarsáttmálinn, sem meðal annars bannar pyndingar og annars konar niðurlægingu fanga, ætti ekki við talibana, Alkaída-liða og aðra þá sem teknir væru höndum í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Frá upphafi hafa búðirnar í Gvantanamó verið gagnrýndar harð- lega og eftir því sem dregin hefur verið upp skýrari mynd af því sem fram fer í flotastöðinni á Kúbu hefur gagnrýnin harðnað. Lokun fangabúðanna í Gvantanamó var meðal kosningaloforða Baracks Obama og fyrir tveimur árum gaf hann út tilskipun þess efnis að loka skyldi búðunum. Sú tilskipun var hins vegar ógilt af meirihluta þingsins í Washington og þar við situr. Búðirnar sem í upphafi var litið á sem tilraun hafa öðlast sess sem ein af táknmyndunum „stríðsins gegn hryðjuverkum“ og margir óttast að Bandaríkjamenn munu ekki í bráð hætta að halda mönnum föngnum án allra réttinda í þágu þess stríðs og að Gvantanamó- búðirnar séu komnar til að vera. Fangabúðirnar í Gvantanamó eru ekki aðeins skömm Bandaríkja- manna, þær eru alþjóðasamfélaginu öllu til háborinnar skammar. Mannréttindasamtök hafa vissulega verið ötul við að minna á tilvist fanganna í Gvantanamóbúðunum, ekki síst Amnesty Inter- national. Á heimasíðu Amnesty á Íslandi má nú skrifa undir áskorun til Bandaríkjaforseta um að binda enda á varðhaldsvist fanganna í flotastöðinni í Gvantanamó. Á tíu árum hafa tæplega 780 fangar verið í fangabúðum við Gvantanamóflóa. Sekir þar til sak- leysi er sannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.