Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 30
2 •
TÓNLEIKAR
„ÉG MYNDI FÁ
MÉR BJÓR MEÐ
STELPUNUM
OG LÁTA ORRA
TROMMARA SJÁ
UM ÞETTA.“
SÍÐA 6
POPP er tónlistarblað og kemur
út annan hvern fimmtudag.
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf.
Umsjón: Atli Fannar Bjarkason
Forsíðumynd: Stefán
Auglýsingar: Benedikt Freyr
Jónsson benediktj@365.is
Popp, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík,
sími 512 500
ÞÆR ÓVÆNTU FRÉTTIR
BÁRUST Í SÍÐUSTU VIKU
AÐ RAGNAR SÓLBERG
HEFÐI GENGIÐ TIL LIÐS VIÐ
SÆNSKU HLJÓM SVEITINA
PAIN OF SALVATION, SEM
ER NOKKUÐ STÓR Í SÍNUM
GEIRA. RAGNAR ER Á LEIÐ-
INNI Í TÓNLEIKAFERÐALAG
MEÐ HLJÓMSVEITINNI UM
EVRÓPU OG ER GRÍÐAR-
LEGA SPENNTUR.
„Þetta er ekki beinlínis draumur að rætast
því að ég hefði aldrei vogað mér að láta
mig dreyma um að byrja í þessu bandi,“
segir Ragnar Sólberg, forsprakki hljóm-
sveitarinnar Sign og nýráðinn gítarleikari
sænsku proggmetalhljómsveitarinnar Pain of
Salvation. „Ég hef alltaf litið á þá sem algjört
súperband og á miklu æðra plani en allt sem
ég geri. En ég hef hins vegar látið mig dreyma
og sagt að einn daginn ætli ég að hita upp
fyrir þá!“
Ragnar æfir nú að kappi ásamt meðlimum
Pain of Salvation fyrir væntanlegt tónleika-
ferðalag hljómsveitarinnar um Evrópu. Hljóm-
sveitin fór sérstaka leið til að finna gítar-
leikara og auglýsti starfið laust. Hátt
í hundrað sóttu um, en Ragnar sótti
hins vegar ekki sjálfur um starfið.
„Sóley, elskulega kærastan mín,
sótti um án þess að ég vissi af
og sagði mér svo ekkert frá því
fyrr en að við fengum svar frá
Daniel, söngvara sveitarinnar,
um að þeim hafi litist vel á
og vildu að ég kæmi í prufu
tveimur dögum seinna ef
ég gæti,“ segir Ragnar. „Ég
átti ekki til orð, hélt fyrst að
einhver væri bara að gera
rosadýrt prakkarastrik.
En ég sat sveittur þessa
tvo daga og lærði lögin.
Og mætti svo svitnandi
og skjálfandi ì prufu-
tímann.“
Ragnar er búinn
að vera harður
aðdáandi Pain of
Salvation í áratug
og segist hafa verið óþreytandi í að fá vini og
kunningja til að hlusta á hljómsveitina. „Það
er alveg ótrúleg tilfinning að fá að spila og
syngja sum þessara laga sem eru búin að vera
í uppáhaldi í mörg ár,“ segir Ragnar. Hann
veit ekki hvernig hlutirnir þróast eftir
tónleikaferðalagið og lítur á það
sem bónus ef hann fær að koma
að lagasmíðum á næstu plötu
Pain of Salvation. „Ég er mjög
spenntur fyrir túrnum, sér-
staklega að fara til staðanna
sem ég hef ekki heimsótt áður.
Á sama tíma er alltaf erfitt að
vera í burtu frá fjölskyldunni
minni, en það eru allir í
bandinu miklir reglumenn
og á sömu fjölskyldubylgju-
lengd. Þannig að ég held
að þetta eigi eftir að fara
mjög þægilega fram
allt saman.“
- afb
RAGNAR SÓLBERG
SVITNAÐI OG SKALF
ELDAR
FJARLÆG NÁLÆGÐ ★★★
Keflvíkingarnir
Valdimar Guð-
mundsson, sá
afbragðsflinki
og blæbrigða-
ríki söngvari,
og Björgvin
Ívar Guðmunds-
son, úr gæðasveitinni Lifun og fleiri
böndum, kynntu dúettinn Elda og
þessa fínu plötu sem hliðarverkefni
samhliða öðrum störfum fyrir jólin,
sem sýnir sig kannski helst í því að
hvorki er verið að finna upp hjólið
né reyna of mikið á þolgæði þess.
Stúdíóseta félaganna (ásamt
góðu aðstoðarfólki, meðal annarra
söngkvennanna Fríðu Dísar og
Védísar Hervarar sem eiga frá-
bæra spretti í röddum) á Siglufirði
hefur skilað ljúfri og heimilislegri
afurð, þar sem þjóðlagakennd
kassagítarrólegheit eru í fyrirrúmi
og yfir fáu sem engu er að kvarta
varðandi allan flutning. Nokkur
laganna eru gullfalleg (t.d. Ófæri
vegur og Dropi í hafi) þar sem
söngurinn ræður ríkjum, meðan
fáar aðrar (Saga og Elskaðu mig)
ná tæplega blindflugi, virðast líða
vegna hugmyndaskorts og draga
plötuna örlítið niður. Heilt yfir
leyna textarnir, fullir af sársauka,
á sér og verða betri við hverja
hlustun.
Sem sagt: Ljúf og falleg rólyndis-
plata frá miklu hæfileikafólki. - kg
Á morgun: Gruggveislu verður
slegið upp á Gauki á Stöng.
Hljómsveit leikur lög eftir hljóm-
sveitirnar Pearl Jam, Alice In
Chains, Nirvana, Smashing
Pumpkins og Stone Temple Pilots.
Húsið opnar klukkan 22.
Nýir hljómsveitar-
félagar Ragnars
Sólbergs eru reglu-
menn eins og hann.
Ragnar Sólberg er
nýr gítarleikari Pain
of Salvation
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR
(KUNG FU) S k e i f a n 3 j | S í m i 5 5 3 8 2 8 2 | w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s
Kínversk hugræn
teygjleikfimi
-WU SHU ARTKUNG FU
Tai Chi
Qi Gong
FYRIR BÖRN OG
UNGLINGA
fyrir líkama
og sál
15%
afsláttur af
heilsumeðferð
þegar þú kaupir
leikfimikort