Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 12
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR12 Tvö ár eru liðin síðan mannskæður jarðskjálfti skók Haítí Tvö ár eru liðin frá því að öflugur jarðskjálfti reið yfir Haítí og kostaði á þriðja hundrað þúsund mannslífa. Uppbyggingar- starfið hefur gengið hægt en UNICEF segir mikil tækifæri til langtíma- þróunar samfélagsins. Í dag eru tvö ár liðin frá því að geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir Haítí, en talið er að hátt í 300 þús- und manns hafi látist af völdum hans, auk þess sem eignatjón var gríðarlegt og 1,6 milljónir manna misstu heimili sín. Íbúar Haítí eru um 10 milljónir. Síðan þá hafa hjálparstofnanir og alþjóðasamtök aðstoðað við endur- reisn og umbætur samfélagsins, en Haítí var jafnvel fyrir hamfarirnar fátækasta land á vesturhveli jarðar. Sem stendur hefst rúmlega hálf milljón manna enn við í neyðarskýl- um víða um höfuðborgina Port-au- Prince og illdeilur á stjórnmála- sviðinu, milli forseta og þings, hafa tafið nauð- synleg verkefni, líkt og uppbygg- ingu íbúðarhúsa og atvinnulífs. Þá gekk þar ill- vígur kóleru- faraldur í fyrra, sem hefur sýkt um 500 þúsund manns og kostað sjö þúsund lífið. Þó hefur mikið unnist á þessum tíma þar sem skólastofur hafa verið reistar fyrir tugi þúsunda barna og milljónir rúmmetra af húsarústum hafa verið fjarlægðar. Sigríður Víðis Jónsdóttir, starfs- maður UNICEF á Íslandi, tekur í svipaðan streng en hún fór til Haítí í október síðastliðnum. „Mannlífið heldur áfram - mark- aðir eru opnir og börn ganga í skóla. Það eru þess vegna einkenni- legar andstæður á milli borgarinn- ar sem er enn í sárum eftir skjálft- ann og svo iðandi mannlífsins.“ Hún segir neyðina í tjaldbúðun- um þó enn mikla. „Þetta er einmitt fólkið sem er berskjaldaðast, fátækast og það fólk sem bjó áður við illan kost.“ Sigríður segir starf UNICEF, sem er meðal annars fjármagnað með framlögum heimsforeldra á Íslandi, sé á mörgum sviðum. Þau hafi komið börnum í skóla, jafnvel þeim sem ekki höfðu áður tækifæri til að setjast á skólabekk, unnið gegn vannæringu og vatns- skorti og síðast en ekki síst unnið að barnavernd. „Á því sviði höfum við unnið mikið og gott starf, í samstarfi við stjórnvöld, til dæmis við að kortleggja barnaheimili og mun- aðarleysingjahæli landsins og hinn mikla fjölda barna sem var á sínum tíma sendur burt í vist vegna fátæktar heima við.“ Þrátt fyrir óstöðugleika í stjórn- málalífi landsins segir Sigríður að náin samvinna við stjórnvöld sé lykilatriði. „Við látum slíkt ekki hafa of mikil áhrif á starfið. Samvinna er eina leiðin þegar hugsað er til lengri tíma. Nú er neyðaraðstoð að miklu leyti lokið en við megum ekki stoppa. Það er mjög mikilvægt að halda áfram að vinna frekar að langtímaaðstoð og þróunarsam- vinnu.“ Sigríður segir að þrátt fyrir hörmungarnar sem riðu yfir Haítí sé nú tækifæri til að færa þjóðina áfram. „Vegna hamfaranna kom fjár- magn inn í landið og nú er mögu- leiki á að laga hlutina almennilega til langs tíma. Sérstaklega mál- efni barna sem voru í lamasessi. UNICEF vill skila bjartri framtíð fyrir þessi hundruð þúsunda barna og nú er tækifærið.“ „Mannlífið heldur áfram – markaðir eru opnir og börn ganga í skóla“ Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is SIGRÍÐUR VÍÐIS JÓNSDÓTTIR Michel Martelly var kjörinn forseti Haítí á síðasta ári. Mestallur tími hans í embætti hefur einkennst af deilum við þingið og tilheyrandi töfum á aðgerðum til að bæta ástandið. Meðal annars sakaði þingið Martelly um að hafa handtekið andstæðing sinn á þinginu í trássi við lög. Í kjölfarið beittu þingmenn sér gegn öllum hans ákvörðunum og meðal annars tók það forsetann hálft ár að fá þingið til að samþykkja þann sem hann tilnefndi til forsætisráðherra. Stjórnmáladeilur tefja endurreisn: ■ Styrkur jarðskjálftans sem olli hörmungunum var 7 á Richter- kvarðanum. Upptök hans voru um 25 km frá Port-au-Prince. ■ Meira en 200.000 manns létust. ■ Rúmlega 300.000 manns slösuðust. ■ Um 300.000 hús eyðilögðust eða skemmdust í skjálftanum. ■ 300 milljörðum hefur þegar verið varið til uppbyggingarinnar. 7 á Richter-kvarða Á SKÓLABEKK Hundruð þúsunda barna á Haítí hafa fengið tækifæri til að halda áfram skólagöngu sinni fyrir tilstilli hjálparsam- taka eins og UNICEF. MYND/SIGRÍÐUR VÍÐIS JÓNSDÓTTIR IÐANDI MANNLÍF Lífið heldur áfram hjá Íbúum Port-au-Prince. Hér sést margmenni á markaði í höfuðborginni. NORDICPHOTOS/AFP HREINSUNARSTARF Aðstaðan í tjaldbúðunum þar sem þessi maður safnar sorpi til endurvinnslu er afar óhrjáleg en rúm milljón manna hefur þó þegar verið flutt úr slíkum búðum í varanlegri híbýli. ALGER EYÐILEGGING Svona var aðkoman víða fyrir réttum tveimur árum þegar þessi mynd var tekin. Heilu borgarhlutarnir hrundu til grunna, en nú hefur um helmingur rústanna verið fjarlægður. NORDICPHOTOS/AFP Nú er neyðaraðstoð að miklu leyti lokið en við megum ekki stoppa. SIGRÍÐUR VÍÐIS JÓNSDÓTTIR STARFSMAÐUR UNICEF Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.