Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 12. janúar 2012
Viðskiptaráð kynnti nýlega úttekt sína á skattkerfis-
breytingum sem hafa átt sér stað
á Íslandi eftir hrun en þar tiltaka
þeir 100 skattkerfisbreytingar.
Boðskapur úttektarinnar á að
heita skýr og vakti hann talsverða
athygli. Búið er að ganga of langt
í skattheimtu og merki þess farin
að sjást í hagkerfinu. Lausnin á
vandanum er svo gamalkunnug
en hún er að leyfa gróðanum að
njóta sín þannig að hagkerfið fái
súrefni til að dafna aftur.
Vandinn við þessa mynd Við-
skiptaráðs er þó margvíslegur
en aðallega sá að hún er einföld-
un. Ýmsa skatta er búið að hækka
en aðra skatta er búið að lækka.
Margar þær skattabreytingar
sem ráðið tiltekur hafa snúist um
að halda krónutölusköttum í takti
við verðlag. Svo eru aðrir mögu-
leikar til. Fyrirtæki sem vilja
fjárfesta á Íslandi geta fest sig í
ákveðinni skattprósentu til langs
tíma og varið sig þannig gegn
mögulegum skattahækkunum.
Sömu aðilar geta jafnframt notað
ýmsa skattaafslætti eða fengið
önnur gjöld niðurfelld.
Sum fyrirtæki, líkt og Elkem,
hafa ekki borgað tekjuskatt í
mörg ár. Álverin borguðu undir
300 milljónir í tekjuskatt fyrir-
tækja árið 2009. Sjávarútvegur-
inn, sem er stærsta atvinnugrein
landsins, borgaði í heild 1,4 millj-
arða króna í tekjuskatt fyrirtækja
árið 2010. Er það íþyngjandi?
Nýsköpunarfyrirtæki hafa
síðan 2009 notið skattaafslátta til
að styðja sérstaklega við rekstr-
arskilyrði þeirra. Gagnaver á
Íslandi njóta sérstaklega skatta-
kjara – raunar svo ríkulegra að
ESA hefur ákveðið að taka þau
kjör til skoðunar. Endurgreiðsla
á sköttum vegna kvikmyndagerð-
ar hefur aldrei verið hærri en á
árinu 2011. Átakið „Allir vinna“
snerist um að endurgreiða skatta
vegna framkvæmda. Gjöld af
umhverfisvænum bílum hafa
lækkað. Búið hefur verið til frí-
tekjumark fyrir vaxtatekjur.
Skattbyrði lægstu launa hefur
lækkað eftir hrun. Persónuaf-
sláttur hefur verið hækkaður og
hafið er að lækka tryggingar-
gjaldið. Skatttekjur ríkissjóðs,
sem hlutfall af landsframleiðslu,
eru svipaðar nú og þær hafa iðu-
lega verið í venjulegu árferði.
Almennir fyrirtækjaskattar á
Íslandi og Írlandi eru enn í dag
með þeim lægstu í Evrópu.
Við eigum það líka sameigin-
legt með frændum okkur Írum að
hafa fylgt hugmyndafræðilegri
pólitík Viðskiptaráðs í skattlagn-
ingu um árabil. Og bæði löndin
enduðu á sama stað í efnahags-
legu tilliti með froðuhagkerfi sem
hrundu á einni nóttu.
Raunar var hrun Íslands til
sérstakrar umfjöllunar í heim-
ildarmyndinni „Inside Job“ en
eitt leiðarstefið í þeirri mynd er
hvernig þrýstihópar útbólgnir
af fjármagni hafa áhrif á stjórn-
málamenn, fræðisamfélag og
umhverfið almennt til að tryggja
hagsmuni sína. Sem dæmi studd-
ust höfundar myndarinnar við
skýrslur sem Viðskiptaráð keypti
af fræðimönnum fyrir hrunið
til að veita útrásar-Íslandi heil-
brigðisvottorð. Niðurstaðan var
að við Íslendingar lifðum líkleg-
ast í besta mögulega heimi allra
heima. Skýrslurnar voru fokdýr-
ar enda þurfti mikið hugvit í slíka
raunveruleikasmíði korteri áður
en besta kerfið hrundi.
En það var ekki kjánaskapur
sem rak slíka skýrslugerð áfram
heldur þurfti ríka réttlætingu til
að láta kerfið halda áfram. Ísland
fyrir hrun er nefnilega dæmi um
samfélag þar sem hinir sterk-
efnuðu borguðu minna til sam-
félagsins en hinir efnaminni. Með
bellibrögðum tókst að sannfæra
fólk um að ákjósanlegt væri að
hlífa auðfólki við skattlagningu
en venjulegir borgarar skyldu
standa undir kerfinu. Þess vegna
gátu þessir aðilar fengið rappar-
ann 50 cent sjálfan í afmælið sitt
eða Elton John í stað þess að láta
DVD diskinn nægja. Fjármagn
var með pólitískri leiðsögn flutt
frá samfélaginu til auðmanna og
völdin fylgdu með.
Og á meðan lánsféð streymdi
um íslenskt hagkerfi var hægt að
telja almenningi trú um góðæri.
En þrátt fyrir einhverja lægstu
skatta á auðmagn og fyrirtæki
og klæðskerasaumaða auðmanna-
löggjöf um eignarhaldsfélög flúðu
víkingarnir land. Félög þeirra
enduðu á stöðum með framandi
nöfnum eins og Tortóla í flóknum
viðskiptafléttum sem nú er búið
að eyða fúlgum fjár í að rann-
saka. Þetta kerfi misskiptingar
vörðu margir fleiri en Viðskipta-
ráð og það alveg fram á síðasta
dag.
Skattkerfisbreytingar á alltaf
að ræða enda þarf að vera skýr
réttlæting fyrir hvers kyns skatt-
heimtu. Framlag Viðskiptaráðs er
þó ekki framlag til umræðu um
skatta heldur lymskulegt áróðurs-
bragð til að drepa umræðunni á
dreif og vinna málstaði fylgis er
gengur út á að hlífa ákveðnum
aðilum við skattheimtu.
Þó sýnir reynslan okkur að
aðilar tengdir ráðinu hafa ekki
verið hógværir í kröfum sínum
á skattfé þegar í harðbakkann
slær. Mörgum þeirra fannst ekki
einu sinni nóg þegar Seðlabanki
Íslands var búinn að nota yfir 190
milljarða króna á árinu 2008 til
að reyna að bjarga því fjármála-
kerfi sem Viðskiptaráð taldi að
væri grunnurinn að velsældinni.
Skattkerfisbreytingar á alltaf að ræða
enda þarf að vera skýr réttlæting fyrir
hvers kyns skattheimtu. Framlag Við-
skiptaráðs er þó ekki framlag til umræðu um skatta
heldur lymskulegt áróðursbragð til að drepa um-
ræðunni á dreif og vinna málstaði fylgis er gengur út
á að hlífa ákveðnum aðilum við skattheimtu.
Margt það merkilegasta fer undarlega hljótt. Þrátt
fyrir allt, og öfugt við það sem
margir halda, býr mannfólkið nú
á tímum líklega við meiri frið og
minna ofbeldi en nokkru sinni
fyrr í sögu þess. Ofbeldi innan
flestra samfélaga hefur sannan-
lega minnkað. Stríðum á milli
þeirra hefur greinilega fækkað.
Og stríðin nú höggva ekki sem
fyrr í þjóðir. Þessu trúa líklega
ekki margir sem fylgjast með
fréttum. En tölfræðin á bak við
þetta er þekkt, sumpart raunar
umdeild, en þó í heildina sann-
færandi. Þetta hefur kanadíski
fræðimaðurinn Steven Pinker
nýlega rætt í frægri bók.
Enginn veit
Rök Pinkers um ástæðurnar
fyrir þessari heimssögulegu
þróun eru minna sannfærandi
en tölfræðin sem hann notar.
Breski fræðimaðurinn John
Gray er einn þeirra sem gagn-
rýnir ályktanir Pinkers en Gray
er heimsþekktur fyrir óþægi-
lega skýr rök um að maðurinn
sjálfur geti lítið skánað. Það
þýðir þó ekki að mannleg sam-
félög geti ekki batnað. Það hafa
þau ljóslega víðast gert. Stóra
myndin er að ofbeldi í heimin-
um er miklu minna en áður þótt
menn skilji ekki vel ástæðurnar
fyrir því.
Kvenlegri heimur
Ef til vill má nota samlíkingu
sem flestum er töm og segja að
heimurinn hafi orðið kvenlegri.
Þróun frá ofbeldi hófst hins
vegar fyrr en barátta nútímans
fyrir jafnrétti kynjanna. Minnk-
andi ofbeldi skýrist því ekki
með kvenfrelsi heldur gæti sam-
hengið verið öfugt. Hættir sem
oft eru kvenkenndir og eiga hér
við eru til dæmis þeir að sækja
frekar í samtöl en slagsmál og
frekar í mýkt en hörku. Líka að
vilja frekar skilja fólk og vinna
með því en að sýna því vald sitt
og stöðu. Auðvelt er að sjá þýð-
ingu þessara hluta fyrir stöðu
og árangur þjóða í alþjóðlegu
samfélagi.
Slagsmál og spuni
Yfirgangssemi er síður líkleg
til árangurs í alþjóðakerfinu en
áður. Rembingur í nafni þjóða
hefur líka orðið að aðhlátursefni
frekar en uppsprettu virðingar.
Fæstum þykir núorðið flottur sá
háttur víkinga að slást á daginn
og grobba á kvöldin. Bjartur í
Sumarhúsum minnir líka frek-
ar á Norður-Kóreu en Norður-
lönd. Frá slíkum hugmyndum
og háttum eru þjóðir að hverfa.
Fyrir stærri ríki þýðir þetta
að hervald, kúgun, hótanir og
mútur reynast ekki eins vel og
áður. Fyrir minni þjóðir þýðir
þetta að ekki er nóg að tylla sér
á tá, hafa hátt og grobba um
eigið ágæti. Þróun frá ofbeldi og
mannalátum til hins kvenlega er
enn meira fagnaðarefni litlum
þjóðum en stórum.
Mjúkt vald
Sá hefur vald sem getur fengið
aðra til að lúta vilja sínum. Hart
vald er getan til að skipa fyrir.
Mjúkt vald er getan til að ná því
sama án þess að beita þvingun,
hótun eða greiðslu sagði banda-
ríski fræðimaðurinn Joseph Nye
en hann var fyrstur manna til að
nota hugtakið með kerfisbundn-
um hætti í greiningu á alþjóða-
málum. Sá hefur mest mjúkt
vald sem fær aðra til að vilja það
sem hann vill að þeir vilji.
Rök eða rígur
Núorðið er þorri samskipta ríkja
án árekstra og öllum til akks.
Sífellt fleiri viðfangsefni ríkja
eru alþjóðlegs eðlis. Þjóðir ná
líka æ síður árangri með því
að streitast upp á sitt eindæmi.
Jafnvel sterkustu ríki sjá sér
hag í víðtækri samvinnu. Um
leið eru áhrif í alþjóðamálum
sífellt minna sprottin af hörðu
valdi þeirra sterkustu. Í sam-
starfi þjóða ræður oft mýkra
vald frá degi til dags. Upp-
sprettu áhrifa er æ oftar að
finna í siðferði, hugmyndum,
lífsmynstri, kunnáttu og í færni
í samstarfi. Áhrifin er sífellt
sjaldnar að finna í skriðdrekum
og sprengjum eða í rembingi og
ríg.
Hörð og veik
Sovétríkin áttu yfirþyrmandi
herstyrk en lítið af mjúku valdi.
Bandaríkin styrktust í heim-
inum með því að sýna sitt opna
eðli og velja son afrísks mús-
lima sem forseta. Þúsund nýjar
herþotur hefðu skipt minna
máli. ESB er veikt af vopnum
en sterkt af mjúku valdi sem
það sækir í mikla menningu álf-
unnar og í virðingu sína fyrir
mannréttindum og vilja til upp-
byggilegs samstarfs. Það mun
miklu ráða um þróun alþjóða-
mála hvort Kínverjar ná að þróa
mjúkt vald til jafns við efna-
hagsmátt sinn og herstyrk. Enn
hafa þeir lítið af sigrandi mýkt.
Opin, mjúk og sterk
Hin sterka mýkt sprettur úr
jarðvegi opinna samfélaga,
frjórrar menningar, kunnáttu-
semi, vitsmuna og siðferðis-
kenndar. Þetta vald sprettur af
orðspori þess sem gerir hluti
með aðlaðandi, sönnum og trú-
verðugum hætti. Eins og til
dæmis Svíar gera í jafnréttis-
málum, Norðmenn í friðar-
gæslu, Þjóðverjar með víðtæk-
um samstarfsvilja, Frakkar og
Bretar með framlagi til heims-
menningar, Svisslendingar með
ábyggilegheitum og Bandaríkin
með Hollywood og Harvard.
Þræðir
Slíkt vald verður til með þráðum
sem liggja frá milljónum stofn-
ana og fyrirtækja af öllu tagi
til ótölulegs fjölda af alls kyns
miðstöðvum þar sem hlutir
koma saman. Þar skiptir kunn-
áttusemi tíðum meira máli en
peningar, skynsemi iðulega
meira máli en skriðdrekaeign
og vilji til samstarfs oftast
meira máli en rembingur.
Þetta er flóknari heimur en sá
gamli. Hann krefst meiri hugs-
unar og færri skotgrafa. Fyrir
þjóðir sem kunna að fóta sig í
flóknum og fjölþættum veru-
leika er hann opnari og tæki-
færin fleiri og fínni.
Hið mjúka vald
Í DAG
Jón Ormur
Halldórsson
dósent
Í samstarfi þjóða ræður oft mýkra vald frá degi til dags. Uppsprettu
áhrifa er æ oftar að finna í siðferði, hugmyndum, lífsmynstri, kunn-
áttu og í færni í samstarfi. Áhrifin er sífellt sjaldnar að finna í skrið-
drekum og sprengjum eða í rembingi og ríg.
Viðskiptaráð og skattar – listin að láta aðra borga
Skattamál
Huginn Freyr
Þorsteinsson
fyrrum aðstoðarmaður
fjármálaráðherra
afsláttur
af umgjörðum
fimmtudag
föstudag
laugardag
Dömu Vintage á
kr. 5.000