Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 62
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR46 BESTI BITINN Í BÆNUM Alls bárust 98 verk til Eddunnar, íslensku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunanna. Þetta eru ögn fleiri verk en bárust í fyrra að sögn Brynhildar Ólafsdóttur, nýráðins framkvæmdastjóra Eddunnar. Brynhildur var um árabil fréttamaður á Stöð 2, var síðan upplýs- ingafulltrúi hjá Saga Capital en hefur að undanförnu unnið fyrir framleiðslufyrirtækið Saga Film og verið leiðsögumaður. Brynhildur, sem tók við starfinu í síðustu viku, segir þar mestu muna um sjónvarpsverk. Í fyrra bárust 36 verk í þeim flokki en í ár eru þau 63 eða um 75 prósentum fleiri. „Þarna er auðvitað um að ræða bæði leikið efni og svo alla aðra sjónvarpsþætti, lífs- stílsþætti, frétta- og viðtalsþætti, skemmtiþætti og annað í þeim dúr,“ segir Brynhildur en nú taka fjórar valnefndir til starfa sem velja það besta úr hverjum flokki fyrir sig. Þær skila sínum tilnefningum 3. febrúar en verðlaunin sjálf verða afhent rúmum hálfum mánuði síðar, laugardaginn 18. febrúar í Gamla bíói í beinni útsendingu Stöðvar 2. Að sögn Brynhildar berjast níu kvikmyndir um hylli valnefndarinnar. Aðeins þrjár hljóta hins vegar náð fyrir augum nefndarinnar og því ljóst að barátt- an um þá tilnefningu verður ansi hörð. „Reglurnar eru þær að ef myndirnar eru fleiri en tíu þá eru fimm tilnefndar. Ef þær eru hins vegar færri þá eru þrjár tilnefndar,“ útskýrir Brynhildur. - fgg Brynhildur stýrir Eddunni Tökur á nýju tónlistarmyndbandi með norsku poppstjörnunni Atle Pettersen og hinum upprennandi Rex hefjast í Reykjanesbæ á morgun. „Umboðsmaðurinn hans Rex er hálfíslenskur. Hann hafði lengi langað að vinna á Íslandi,“ segir Elísabet Thoroddsen, deildar- stjóri kvikmyndadeildar Pipar/ TBWA, sem annast framleiðsl- una. Umboðsmaðurinn sem um ræðir heitir Daniel Hamnes. Atle Pettersen er sjóðheitur í Noregi um þessar mundir. Hann hefur átt mörg lög á vinsælda- listum og varð hlutskarpastur í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. Áður hafði hann lent í öðru sæti í X-Factor þar í landi. Lagið sem þeir Rex syngja í myndbandinu heitir Amazing og leikstjóri verður Gus Ólafsson, sem hefur starfað mikið úti í Los Angeles. Listrænn stjórnandi verð- ur popparinn Haffi Haff. Upp- tökurnar fara fram í Atlantic Studios á Ásbrú í Keflavík, sem er kvikmyndaver í gömlum húsa- kynnum herflugvéla bandaríska hersins. Að sögn Elísabetar er umboðsskrifstofan sem Daniel vinnur hjá á meðal þeirra fimm stærstu í Noregi. „Það er mikill áhugi fyrir Íslandi úti. Þeim finnst þetta dálítið framandi að koma hingað og vinna. Það er fullt af listamönnum sem hafa áhuga á að koma hingað og þetta myndband gæti orðið farvegur fyrir einhver fleiri skemmtileg og stór verkefni.“ - fb Norskar poppstjörnur á Íslandi TIL ÍSLANDS Norska poppstjarnan Atle Pettersen tekur upp sitt nýjasta mynd- band á Íslandi. Í NÝRRI STÖÐU Brynhildur Ólafsdóttir er nýr framkvæmda- stjóri Eddunnar en alls bárust 98 verk til íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON REX Rex er upprenn- andi stjarna í Noregi um þessar mundir. LA BOHÈME GIACOMO PUCCINI HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR GISSUR PÁLL GISSURARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON HRÓLFUR SÆMUNDSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON MIÐASALAN HEFST Í DAG KL. 12 Í SÍMA 528 5050 OG Á HARPA.IS FRUMSÝNING 16. MARS KL. 20 ÚTSALA ENN MEIRI AFSLÁTTUR Kr in gl an s ím i: 53 3 17 40 // S m ár al in d sí m i: 53 4 17 40 // w w w .k ar en m ill en .c om 50 70% afsláttur „Ég fer á alla sveittustu staðina þegar ég kem heim. Efstir á blaði eru yfirleitt Bæjarins bestu og svo Skýlisloka hjá Skýlinu.“ Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta. „Það eru ansi margir umsækj- endur í ár en við höfum svo sem séð álíka háar tölur áður. Þetta er hins vegar góð þróun og gott að aðsóknin í listina fari hækk- andi með hverju ári,“ segir Stefán Jónsson, leikari og fagstjóri leik- listardeildar Listaháskóla Íslands, en í ár bárust um 173 umsóknir í leiklistardeild skólans. Þónokkur handagangur er í öskjunni innan skólans þessa dag- ana en nú fara fram hin margum- töluðu inntökupróf í leiklistar- deild Listaháskólans og vongóðir umsækjendur bíða í röðum. Inn- tökuprófin fara fram á tveggja ára fresti og eru umsækjendur á aldursbilinu 19-25 ára. Fyrsta þrepi umsóknarferlisins lauk í gær og í gærkvöldi fengu umsækjendur að vita hverjir færu áfram á annað þrepið en inntöku- prófunum í skólann er skipt niður í þrjú þrep. Um 60 komast áfram í annað þrep og að lokum eru 20 manns í síðasta þrepinu en 8-10 manns fá að lokum inngöngu í skólann. Inntökuprófið samanstendur af líkams-, radd- og dansæfingum, viðtölum, einleikjum og hópverk- efnum. Einnig fær hver og einn umsækjandi viðtal með dóm- nefndinni. „Þetta gengur sinn vanagang og inntökuferlið er ávallt í föst- um skorðum,“ segir Stefán en hann situr ekki í dómnefnd að þessu sinni. „Ég er búinn að vera í þessu svo mörgum sinnum og svo dregur maður sig í hlé ef maður hefur einhverjar nánar tengingar inn í umsækjendahópinn,“ segir Stefán en vill ekki fara nánar út í þau mál. Dómnefndina að þessu sinni skipa Steinunn Knútsdóttir, deild- arforseti leiklistardeildar, Una Þorleifsdóttir aðjúnkt sviðslistar, Guðjón Pedersen, fyrrum leikhús- STEFÁN JÓNSSON: UNGA FÓLKIÐ TEKUR LISTIR FRAM YFIR FJÁRMÁL Hátt í tvö hundruð keppa um tíu sæti í leiklistarnámi GLEÐST YFIR GÓÐRI AÐSÓKN Hátt í 200 umsóknir bárust í leik- listardeild Listaháskólans en þessa dagana fara fram inntökupróf. Stefán Jónsson, fagstjóri deildarinnar, gleðst yfir miklum áhuga. Umsóknarferlið skiptist í þrjú þrep og lýkur í lok mánaðarins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N stjóri í Borgarleikhúsinu, Snorri Engilbertsson, fulltrúi nemenda, og Ragnar Bragason kvikmynda- leikstjóri. Umsóknarferlinu lýkur í lok mánaðarins og verður þá ljóst hvaða einstaklingar komast inn í þetta eftirsótta nám. Há tala umsækjenda í ár viðist vera í takt við þá þróun sem hefur verið undan farið en árið 2010 voru umsækjendur 164 talsins. „Ég vil meina að þessi tala sé í takt við það sem hefur verið að gerast í kjölfar kreppunnar, fólk sækir frekar á náðir háskólanna. Einnig vona ég að þetta sé kannski ávísun um að gildismatið í sam- félaginu sé að breytast, að unga fólkið sé nú að taka listirnar fram yfir fjármálamenntunina.“ alfrun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.