Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 58
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is HANDBOLTI Serbneski handbolta- markvörðurinn Dane Sijan hélt því fram í viðtali við TV2 í Dan- mörku um helgina að Ísland hefði reynt að kaupa sig fyrir 2-3 árum. Sijan, sem leikur með Viborg í Danmörku og var áður hjá Flens- burg í Þýskalandi, sagðist hafa fengið freistandi tilboð frá Íslandi en hefði hafnað því þar sem hann nennti ekki að bíða í þrjú ár eftir því að spila næst landsleik. Það er sá tími sem þarf að líða þegar menn skipta um ríkisfang. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segist ekkert skilja í þessum yfirlýsingum Serbans. „Þetta er bara brandari. HSÍ hefur aldrei talað við þennan mann og myndi ekki fara í slíkar aðgerðir. Hann hefði þurft að flytja hingað og búa í þrjú ár áður en hann gæti spilað með landslið- inu. Þetta er fáránlegt og ég fór að hlæja er ég sá þetta,“ sagði Einar ákveðinn. „Við höfum ekki einu sinni getu til þess að bjóða svona lagað og þess utan vinnum við ekki á þenn- an hátt.“ Arnar Freyr Theodórsson er umboðsmaður Sijan og hann segir að rangt hafi verið haft eftir skjólstæðingi sínum á TV2. „Það var maður ótengdur HSÍ sem viðraði þessa hugmynd við Dane árið 2005 eða 2006. Sá maður ræddi einnig óform- lega við þáverandi umboðsmann Dane. Þar við sat. Aldrei var rætt um neinar peningaupphæðir eða annað. Þetta mál fór aldrei á alvarlegt stig,” sagði Arnar. - hbg Einar um ummæli Sijan: Þetta er bara brandari DANE SIJAN Fagnar hér í leik með þýska liðinu Flensburg. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Iceland Express-d. kvenna KR - Njarðvík 88-95 (e. framlengingu) KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 25, Erica Prosser 18, Helga Einarsdóttir 13, Bryndís Guðmunds dóttir 12, Margrét Kara Sturludóttir 10, Anna María Ævarsdóttir 6, Hafrún Hálfdánadóttir, 4 Njarðvík: Shanae Baker 33, Petrúnella Skúladóttir 25,Lele Hardy 19, Ásdís Vala Freysdóttir 12, Aníta Carter Kristmundardóttir 4, Erna Hákonardóttir 2. Valur - Fjölnir 62-67 (27-29) Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Melissa Leic- hlitner 10, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 10, Lacey Katrice Simpson 7, Þórunn Bjarnadóttir 6, Berglind Karen Ingvarsdóttir 5, María Björnsdóttir 4. Fjölnir: Brittney Jones 26, Katin Mandylaris 21, Birna Eiríksdóttir 9, Erla Sif Kristinsdóttir 6, Bergdís Ragnarsdóttir 3, Eva María Emilsdóttir 2. Haukar - Snæfell 67-60 Hamar - Keflavík 61-79 STAÐAN Keflavík 16 13 3 1262-1112 26 Njarðvík 16 12 4 1354-1206 24 KR 16 9 7 1207-1124 18 Haukar 16 9 7 1182-1152 18 Snæfell 16 8 8 1101-1136 16 Valur 16 6 10 1117-1186 12 Fjölnir 16 5 11 1151-1284 10 Hamar 16 2 14 1061-1235 4 Enska úrvalsdeildin Tottenham - Everton 2-0 1-0 A. Lennon (35.), 2-0 B. Assou-Ekotto (62.). Enski deildabikarinn Manchester City - Liverpool 0-1 0-1 Steven Gerrard, víti (13.) ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnulið- sins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugð- ist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslands- meistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálf- um mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann,“ segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin fest- ist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann aftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfing- ar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum,“ segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór út af í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikj- um. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leik- irnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda,“ segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvæg- ur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálp- ar okkur að teygja varnir mót- herjanna,“ segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka,“ sagði Teitur að lokum. - óój Teitur Örlygsson óttast að Jovan Zdravevski verði ekkert meira með Stjörnuliðinu á þessu tímabili: Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér JOVAN ZDRAVEVSKI Hefur aðeins spilað í tæpar 62 mínútur í deildinni í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍSLAND hefur aðeins einu sinni tapað fyrir Noregi á stórmóti en það var þegar Norðmenn unnu 36-33 sigur á Íslandi í lokaleiknum á EM í Sviss 2006. Kjetil Strand skoraði 19 mörk (8 víti) í leiknum. Íslenska liðið er í riðli með Noregi á EM í Serbíu og fær því tækifæri til að vinna Norðmenn á þriðja stórmótinu í röð. Ísland vann 29-22 sigur á Noregi á HM í Svíþjóð 2011 og 35-34 sigur á Noregi á EM í Austurríki 2010. EM í handbolta 2012 5 DAGAR Sjá einnig á www.isi.is Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun! 1. stig alm. hluta hefst 6. feb. Opið öllum með grunnskólapróf og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Skráning á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Nánari uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is GOLF Tinna Jóhannsdóttir úr GK tryggði sér í gær keppnis- rétt á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumóta- röðina í golfi. Hún hafnaði í 13.-15. sæti á úrtökumóti sem lauk í gær en 35 efstu kylfingarnir komust áfram á lokamótið sem fer fram á Spáni í næstu viku. Tinna lék reyndar sinn lakasta hring í gær en hún skilaði sér inn á 78 höggum, sex höggum yfir pari. Samtals lék hún á fimm höggum yfir pari á mótinu. - esá Evrópumótaröðin í golfi: Tinna komst á lokamótið TINNA JÓHANNSDÓTTIR SNORRI STEINN Hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Í gær var gengið frá bókun á flugmiða fyrir Snorra Stein Guðjónsson frá Kaupmanna- höfn til Íslands en óvíst er hvort hann verði um borð í flugvélinni. Landslið Íslands er nú að búa sig undir Evrópumeistaramótið sem hefst í Serbíu á sunnudaginn. Ísland á fyrsta leik á mánudags- kvöldið. Snorri Steinn hefur ekkert tekið þátt í undirbúningi landsliðsins þar sem hann hefur verið heima í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni. Ástæðan er sú að kona hans, Marín Sörens Madsen, átti von á sér og eignuðust þau dóttur nú um helgina. „Það er ekki hundrað prósent að ég komi heim á morgun [í dag],“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Ég er með flugmiða en hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort ég komi.“ Honum er illa við að fara frá fjölskyldu sinni svo stuttu eftir fæðingu barnsins og ætlar að taka ákvörðun um framhaldið í sam- vinnu við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara. „Út frá handboltanum væri auð- vitað best að koma heim á morg- un og ná síðustu æfingum fyrir mótið,“ bætir hann við en Ísland mætir Finnlandi í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni á föstudags- kvöldið. Liðið spilaði á æfingamóti á Jótlandi í Danmörku um helgina en Snorri Steinn spilaði vitanlega ekkert með liðinu þá. „Undirbúningurinn er að mestu leyti farinn í vaskinn hjá mér hvort eð er. Guðmundur verður að eiga lokaorðið um hvort ég eigi að hoppa beint út í keppnina í Serbíu. Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir hann,“ segir Snorri. Vil auðvitað vera með „Auðvitað vill maður alltaf vera með og það kitlar mikið að fá að taka þátt í stórmóti,“ segir Snorri. „Ég hef verið að fylgjast með umræðunni heima í gegn- um netið og það er alltaf mikil og góð stemning í kringum stórmót í handbolta.“ Sagði mér að fara En hann segir að það verði að vera á réttum forsendum. „Því miður get ég ekki gefið nein betri svör eins og er. Þrátt fyrir allt er manni illa við að fara frá fjölskyldunni á þessari stundu þó svo að konan hafi nánast sagt mér að fara bara,“ segir hann og hlær. „Þetta er því bara ákvörðun sem ég þarf að taka og verður hún ekki auðveld.“ En þó svo að Snorri Steinn kæmi ekki heim í dag er enn möguleiki á því að hann spili með liðinu í Serbíu. „Ef ég kem ekki heim á morgun verðum við Guðmundur þjálfari að taka ákvörðun saman um framhaldið.“ Landsliðið tók sér frí frá æfing- um í gær en æfir í dag og á morg- un auk þess að spila leikinn við Finna á föstudaginn. Hópurinn heldur svo utan á laugardagsmorg- un. eirikur@frettabladid.is Verður afar erfið ákvörðun Snorri Steinn Guðjónsson á bókað flugfar heim til Íslands í dag en óvíst er hvort hann verði með um borð. Hann þarf að velja á milli þess að vera konu sinni og nýfæddri dóttur innan handar eða missa af stórmóti með íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir allt er manni illa við að fara frá fjölskyldunni á þessari stundu. SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON LANDSLIÐSMAÐUR Í HANDBOLTA HANDBOLTI Hægt verður að horfa á leiki Evrópumeistaramótsins í handbolta í beinni útsendingu á Youtube í flestum löndum heims á meðan keppninni stendur. Þetta var tilkynnt í gær. Þó verður ekki hægt að horfa á beinar útsendingar í ákveðnum löndum þar sem sjónvarpsréttur hefur verið seldur – til að mynda á Íslandi, Norðurlöndunum, Þýskalandi og Frakklandi. Nánar um þetta á Vísi. EM í handbolta: Leikir í beinni á YouTube FAGNAÐ Steven Gerrard tryggði Liver- pool sigur á Manchester City í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.