Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 54
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR34
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Þetta verður meira bland í poka
núna en þetta var síðast,“ segir
Gunnlaugur Helgason, stjórnandi
þáttarins Gulli byggir sem var
sýndur á RÚV í fyrra.
Tökur á annarri þáttaröð
standa nú sem hæst og eru þeir
væntanlegir á skjáinn í vor. Að
þessu sinni verður fylgst með
þrem til fjórum fasteignum í
stað einnar eins og gert
var síðast.
Meðfram fasteignunum
verða tekin fyrir ýmis
atriði sem geta nýst
fólki vel í endurbótum,
til dæmis hvernig sé
best að mála hurðir eða
hvernig eigi að taka eld-
húsinnréttinguna í gegn á
ódýran máta. Fjöldi fólks
kemur að þáttunum að
þessu sinni, en mikið
verður lagt upp úr því
að endurnýta hluti.
Fyrstu þáttaröðinni var einstak-
lega vel tekið og fékk 37 prósenta
áhorf þegar mest var. „Það verður
erfitt að toppa það, en maður reynir
auðvitað sitt besta,“ segir Gulli.
Í síðustu þáttaröð gleymd-
ist að sækja um formlegt
leyfi fyrir ákveðnum fram-
kvæmdum og vakti það tals-
verða athygli. Ætli búið sé
að ganga frá öllum til-
skyldum leyfum í
þetta skipti? „Já það
er allt á hreinu núna.
Við dettum nú ekki í
sama drullupollinn
aftur,“ segir Gulli
og hlær, greinilega
vel stemmdur fyrir
nýrri þáttaröð. - trs
Erfitt að toppa
síðustu þáttaröð
Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir hefur fengið góða
dóma erlendis fyrir nýjustu plötu sína Long Pair Bond.
Tveir afar jákvæðir dómar birtust um plötuna á djass-
síðunni Allboutjass.com auk þess sem hún fékk fimm
stjörnur í austurríska blaðinu Concerto. Long Pair Bond
kom út fyrir síðustu jól og er tilnefnd til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna sem verða afhent í Hörpu 29. febrúar.
Fernir tónleikar eru eftir af stífu ferðalagi elektró
poppsveitarinnar Bloodgroup um Evrópu og verða þeir
síðustu haldnir í London og Nottingham á Englandi í
næstu viku. Alls verða tónleikarnir 23 talsins, þar af fimm-
tán í Þýskalandi. Tónleikaferðin hófst 21. janúar og hefur
hljómsveitin spilað á hverju kvöldi fyrir aðdáendur sína. Ragnar
Láki og félagar í Bloodgroup verða því væntanlega hvíldinni
fegnir þegar þeir koma aftur heim til Íslands. - fb
FRÉTTIR AF FÓLKI
GULLI BYGGIR Tökur
standa nú yfir á annarri
þáttaröðinni.
Haldið verður upp á fjörutíu ára
afmæli hljómsveitarinnar Svan-
fríðar með tónleikum í Austurbæ
17. apríl.
Hinn sálugi Pétur Kristjáns-
son, sem hefði orðið sextugur
á þessu ári, var söngvari Svan-
fríðar en í hans fjarveru munu
Eiríkur Hauksson, Pétur Örn
Guðmundsson og hinn efnilegi
Elvar Örn Friðriksson syngja
með sveitinni á tónleikunum.
Svanfríður var stofnuð í árs-
byrjun 1972 í kjölfar þess að
hljómsveitin Náttúra leystist upp
en hætti störfum sumarið 1973.
Birgir Hrafnsson, Gunnar
Hermannsson, Sigurður Karls-
son og Sigurður Rúnar Jóns-
son, sem léku á plötunni What‘s
Hidden There, ætla að heiðra
minningu Péturs á tónleikunum.
Rifjuð verða upp nokkur þeirra
tökulaga sem nutu hvað mestra
vinsælda í flutningi Svanfríðar
auk þess sem öll lögin af What‘s
Hidden There? verða leik-
in. Gítarleikarinn Þórður
Árnason og Pétur Hjalte-
sted hljómborðsleikari
taka einnig þátt í tón-
leikunum. Miðasala
hefst á mánudaginn.
Fagna 40 ára afmæli
Svanfríðar
Í MINNINGU PÉTURS
Hljómsveitin Svan-
fríður kemur saman í
minningu Péturs Krist-
jánssonar. Eiríkur
Hauksson
syngur með.
„Þetta er á teikniborðinu. Okkur
langar til að gera þetta með
hækkandi sól,“ segir tónlistar-
maðurinn Karl Örvarsson.
Hann og hljómsveit hans,
Kóngulærnar frá Mars, hyggja
á útrás með tónleikana sem þeir
hafa haldið hér á landi til heiðurs
uppáhaldstónlistarmanni hans,
David Bowie.
„Núna langar okkur að fara til
útlanda með þetta,“ segir Karl og
nefnir Ósló, Stavangur og Kaup-
mannahöfn sem hugsanlega við-
komustaði seinna á árinu. „Við
erum að líta í kringum okkur
eftir góðum söngvurum þar sem
eru á einhverjum stalli og við
viljum bjóða þeim að taka þátt í
þessu með okkur.“ Hann bætir
við að Eiríkur Hauksson hafi
þegar tekið vel í fyrirspurn hans
um að syngja með Köngulónum í
Noregi.
„Ég held að David Bowie sé
markaðsvara og að „tribute-ið“
hans sé markaðsvara líka. Við
erum kokhraustir með þetta og
þetta er líka búið að fá það góðar
undirtektir hérna heima.“
Karl hefur tröllatrú á hljóm-
sveitinni sinni sem er skipuð
reynsluboltum úr poppbransan-
um. „Ég held að ef Bowie myndi
heyra í þessu bandi yrði hann
snöggur að stela því undan mér og
ég stæði eftir hljómsveitarlaus.“
Karl Örvars og Kóngulærn-
ar frá Mars spila næst á Græna
hattinum á Akureyri í kvöld. Þar
munu þeir spila lög sem spanna
feril Bowie allt frá Ziggy Star-
dust til Absolute Beginners. Tón-
leikarnir verða teknir upp á þrjár
myndavélar og búið verður til
kynningarmyndband sem verð-
ur kynnt erlendis.
Kemstu nokkuð með tærnar
þar sem Bowie hefur hælana?
„Ég ber kannski ekki alveg latex-
búninginn hans gamla. Eigum við
ekki að segja að sterkasta teng-
ingin er sú að við erum fæddir
sama dag. Ég er alla vega ekki
búinn að fá mér bláa linsu í annað
augað en ég ætti kannski að drífa
í því,“ segir Karl léttur og held-
ur áfram: „En þetta hefur gengið
ákaflega vel og mér finnst liggja
mjög vel fyrir mér að syngja
Bowie.“ freyr@frettabladid.is
KARL ÖRVARSSON: VIÐ ERUM KOKHRAUSTIR MEÐ ÞETTA
Spila til heiðurs David
Bowie á Norðurlöndunum
„Ég viðurkenni að ég hef verið hressari en er öll
að skána núna. Ég var frekar slöpp á tímabili,“
segir tónlistarkonan Hafdís Huld sem er komin
rúma fjóra mánuði á leið með sitt fyrsta barn og
á því von á sér í byrjun júlí.
Barnsfaðir Hafdísar er tónlistarmaðurinn
Alisdair Wright og eru þau í óða önn að flytja í
nýtt hús í Mosfellsdal. „Maður verður að koma
sér almennilega fyrir áður en erfinginn kemur í
heiminn. Þetta er flott hús með risagarði. Það er
í nógu að snúast þessa dagana og því gott að ég
er að hressast.“
Hafdís er ekki viss hvort hún ætlar að fá að
vita kynið á frumburðinum en ef svo er muni
hún halda því leyndu. Ásamt því að vera á fullu
í flutningum ætlar Hafdís að halda tónleika
í tengslum við Safnanótt en hún kemur fram
ásamt Wright á Gljúfrasteini í kvöld klukkan 21.
„Ég er heppin ef ég næ að koma mér úr máln-
ingargallanum fyrir tónleikana. Það er alltaf
meira mál en maður heldur að flytja,“ segir Haf-
dís og lofar heimilislegu andrúmslofti á Gljúfra-
steini í kvöld.
„Ég er að vinna að nýrri plötu með vöggu-
vísum og tek nokkur lög af henni í kvöld. Það
hittir svo á að platan kemur út í byrjun sumars,
eða á svipuðum tíma og barnið kemur í heim-
inn. Ég get ekki sagt að við höfum skipulagt það
þannig en það hittir einstaklega vel á.“ - áp
Hafdís með plötu og barn í maganum
NÝTT HLUTVERK Tónlistarkonan Hafdís Huld á von á sínu
fyrsta barni í sumar en hún er einnig að undirbúa plötu
með vögguvísum sem kemur út á svipuðum tíma.
MYND/JASONSHELDON
„One More Cup of Coffee með
Bob Dylan. Það setur mann í
mjög góða og þægilega stemn-
ingu eftir langa vinnuviku. Það
er líka rosa fílingur í The Man
Who Sold the World með David
Bowie.“
Brynja Þorgeirsdóttir fréttakona.
ÚTRÁS
Tónlistarmaðurinn Karl
Örvarsson ætlar í útrás með
David Bowie-heiðurstónleika
sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM