Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 54
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR34 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Þetta verður meira bland í poka núna en þetta var síðast,“ segir Gunnlaugur Helgason, stjórnandi þáttarins Gulli byggir sem var sýndur á RÚV í fyrra. Tökur á annarri þáttaröð standa nú sem hæst og eru þeir væntanlegir á skjáinn í vor. Að þessu sinni verður fylgst með þrem til fjórum fasteignum í stað einnar eins og gert var síðast. Meðfram fasteignunum verða tekin fyrir ýmis atriði sem geta nýst fólki vel í endurbótum, til dæmis hvernig sé best að mála hurðir eða hvernig eigi að taka eld- húsinnréttinguna í gegn á ódýran máta. Fjöldi fólks kemur að þáttunum að þessu sinni, en mikið verður lagt upp úr því að endurnýta hluti. Fyrstu þáttaröðinni var einstak- lega vel tekið og fékk 37 prósenta áhorf þegar mest var. „Það verður erfitt að toppa það, en maður reynir auðvitað sitt besta,“ segir Gulli. Í síðustu þáttaröð gleymd- ist að sækja um formlegt leyfi fyrir ákveðnum fram- kvæmdum og vakti það tals- verða athygli. Ætli búið sé að ganga frá öllum til- skyldum leyfum í þetta skipti? „Já það er allt á hreinu núna. Við dettum nú ekki í sama drullupollinn aftur,“ segir Gulli og hlær, greinilega vel stemmdur fyrir nýrri þáttaröð. - trs Erfitt að toppa síðustu þáttaröð Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir hefur fengið góða dóma erlendis fyrir nýjustu plötu sína Long Pair Bond. Tveir afar jákvæðir dómar birtust um plötuna á djass- síðunni Allboutjass.com auk þess sem hún fékk fimm stjörnur í austurríska blaðinu Concerto. Long Pair Bond kom út fyrir síðustu jól og er tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna sem verða afhent í Hörpu 29. febrúar. Fernir tónleikar eru eftir af stífu ferðalagi elektró poppsveitarinnar Bloodgroup um Evrópu og verða þeir síðustu haldnir í London og Nottingham á Englandi í næstu viku. Alls verða tónleikarnir 23 talsins, þar af fimm- tán í Þýskalandi. Tónleikaferðin hófst 21. janúar og hefur hljómsveitin spilað á hverju kvöldi fyrir aðdáendur sína. Ragnar Láki og félagar í Bloodgroup verða því væntanlega hvíldinni fegnir þegar þeir koma aftur heim til Íslands. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI GULLI BYGGIR Tökur standa nú yfir á annarri þáttaröðinni. Haldið verður upp á fjörutíu ára afmæli hljómsveitarinnar Svan- fríðar með tónleikum í Austurbæ 17. apríl. Hinn sálugi Pétur Kristjáns- son, sem hefði orðið sextugur á þessu ári, var söngvari Svan- fríðar en í hans fjarveru munu Eiríkur Hauksson, Pétur Örn Guðmundsson og hinn efnilegi Elvar Örn Friðriksson syngja með sveitinni á tónleikunum. Svanfríður var stofnuð í árs- byrjun 1972 í kjölfar þess að hljómsveitin Náttúra leystist upp en hætti störfum sumarið 1973. Birgir Hrafnsson, Gunnar Hermannsson, Sigurður Karls- son og Sigurður Rúnar Jóns- son, sem léku á plötunni What‘s Hidden There, ætla að heiðra minningu Péturs á tónleikunum. Rifjuð verða upp nokkur þeirra tökulaga sem nutu hvað mestra vinsælda í flutningi Svanfríðar auk þess sem öll lögin af What‘s Hidden There? verða leik- in. Gítarleikarinn Þórður Árnason og Pétur Hjalte- sted hljómborðsleikari taka einnig þátt í tón- leikunum. Miðasala hefst á mánudaginn. Fagna 40 ára afmæli Svanfríðar Í MINNINGU PÉTURS Hljómsveitin Svan- fríður kemur saman í minningu Péturs Krist- jánssonar. Eiríkur Hauksson syngur með. „Þetta er á teikniborðinu. Okkur langar til að gera þetta með hækkandi sól,“ segir tónlistar- maðurinn Karl Örvarsson. Hann og hljómsveit hans, Kóngulærnar frá Mars, hyggja á útrás með tónleikana sem þeir hafa haldið hér á landi til heiðurs uppáhaldstónlistarmanni hans, David Bowie. „Núna langar okkur að fara til útlanda með þetta,“ segir Karl og nefnir Ósló, Stavangur og Kaup- mannahöfn sem hugsanlega við- komustaði seinna á árinu. „Við erum að líta í kringum okkur eftir góðum söngvurum þar sem eru á einhverjum stalli og við viljum bjóða þeim að taka þátt í þessu með okkur.“ Hann bætir við að Eiríkur Hauksson hafi þegar tekið vel í fyrirspurn hans um að syngja með Köngulónum í Noregi. „Ég held að David Bowie sé markaðsvara og að „tribute-ið“ hans sé markaðsvara líka. Við erum kokhraustir með þetta og þetta er líka búið að fá það góðar undirtektir hérna heima.“ Karl hefur tröllatrú á hljóm- sveitinni sinni sem er skipuð reynsluboltum úr poppbransan- um. „Ég held að ef Bowie myndi heyra í þessu bandi yrði hann snöggur að stela því undan mér og ég stæði eftir hljómsveitarlaus.“ Karl Örvars og Kóngulærn- ar frá Mars spila næst á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Þar munu þeir spila lög sem spanna feril Bowie allt frá Ziggy Star- dust til Absolute Beginners. Tón- leikarnir verða teknir upp á þrjár myndavélar og búið verður til kynningarmyndband sem verð- ur kynnt erlendis. Kemstu nokkuð með tærnar þar sem Bowie hefur hælana? „Ég ber kannski ekki alveg latex- búninginn hans gamla. Eigum við ekki að segja að sterkasta teng- ingin er sú að við erum fæddir sama dag. Ég er alla vega ekki búinn að fá mér bláa linsu í annað augað en ég ætti kannski að drífa í því,“ segir Karl léttur og held- ur áfram: „En þetta hefur gengið ákaflega vel og mér finnst liggja mjög vel fyrir mér að syngja Bowie.“ freyr@frettabladid.is KARL ÖRVARSSON: VIÐ ERUM KOKHRAUSTIR MEÐ ÞETTA Spila til heiðurs David Bowie á Norðurlöndunum „Ég viðurkenni að ég hef verið hressari en er öll að skána núna. Ég var frekar slöpp á tímabili,“ segir tónlistarkonan Hafdís Huld sem er komin rúma fjóra mánuði á leið með sitt fyrsta barn og á því von á sér í byrjun júlí. Barnsfaðir Hafdísar er tónlistarmaðurinn Alisdair Wright og eru þau í óða önn að flytja í nýtt hús í Mosfellsdal. „Maður verður að koma sér almennilega fyrir áður en erfinginn kemur í heiminn. Þetta er flott hús með risagarði. Það er í nógu að snúast þessa dagana og því gott að ég er að hressast.“ Hafdís er ekki viss hvort hún ætlar að fá að vita kynið á frumburðinum en ef svo er muni hún halda því leyndu. Ásamt því að vera á fullu í flutningum ætlar Hafdís að halda tónleika í tengslum við Safnanótt en hún kemur fram ásamt Wright á Gljúfrasteini í kvöld klukkan 21. „Ég er heppin ef ég næ að koma mér úr máln- ingargallanum fyrir tónleikana. Það er alltaf meira mál en maður heldur að flytja,“ segir Haf- dís og lofar heimilislegu andrúmslofti á Gljúfra- steini í kvöld. „Ég er að vinna að nýrri plötu með vöggu- vísum og tek nokkur lög af henni í kvöld. Það hittir svo á að platan kemur út í byrjun sumars, eða á svipuðum tíma og barnið kemur í heim- inn. Ég get ekki sagt að við höfum skipulagt það þannig en það hittir einstaklega vel á.“ - áp Hafdís með plötu og barn í maganum NÝTT HLUTVERK Tónlistarkonan Hafdís Huld á von á sínu fyrsta barni í sumar en hún er einnig að undirbúa plötu með vögguvísum sem kemur út á svipuðum tíma. MYND/JASONSHELDON „One More Cup of Coffee með Bob Dylan. Það setur mann í mjög góða og þægilega stemn- ingu eftir langa vinnuviku. Það er líka rosa fílingur í The Man Who Sold the World með David Bowie.“ Brynja Þorgeirsdóttir fréttakona. ÚTRÁS Tónlistarmaðurinn Karl Örvarsson ætlar í útrás með David Bowie-heiðurstónleika sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.