Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 10. febrúar 2012 11 SVEITARSTJÓRNIR Hjallastefnan er á leið til Vestmannaeyja. Bætist þá ellefti skólinn við þá tíu leik- skóla sem þegar eru reknir undir merkjum Hjallastefnunnar víða um land. Þetta var ljóst þegar bæjarráð Vestmannaeyja ákvað að taka tilboði Hjallastefnunnar í rekstur leikskólans Sóla. Til- boðið var það lægsta sem barst í útboði. Gert er ráð fyrir því að samn- ingurinn feli í sér að Hjallastefn- an taki við Sóla 1. ágúst í sumar. - gar Útboð á rekstri leikskóla: Hjallastefna til Vestmannaeyja KÁTT Á HJALLA Margrét Pála Ólafsdóttir er upphafsmaður Hjallastefnunnar. LÖGREGLUMÁL Ökumaður á sex- tugsaldri var stöðvaður í reglu- bundnu eftirliti lögreglunnar á Hvolsvelli um síðustu helgi. Þegar lögreglan óskaði eftir að sjá ökuskírteini mannsins kom í ljós að hann var ekki með skír- teini og það sem meira er, hann hafði aldrei á ævinni fengið öku- réttindi. Sunnlenska.is greindi frá þessu. Lögreglan sektaði manninn og farþegi hans sem var með öku- skírteini tók við akstri bifreiðar- innar. Maður á sextugsaldri tekinn: Hafði aldrei tekið bílpróf VÍSINDI Radarmælingar á plánet- unni Mars benda eindregið til þess að þar hafi verið stórt haf fyrir milljörðum ára. Vísinda- menn telja sig sjá setlög á þurr- um hafsbotni og fornar strendur. Kenningar hafa verið uppi um höf á Mars, en þær hafa verið umdeildar. Nýju mælingarnar benda til þess að haf hafi mynd- ast í tvígang. Fyrst fyrir um fjór- um milljörðum ára og aftur fyrir um þremur milljörðum ára. Ólíklegt er talið að hafið sem líklega var á yfirborði rauðu plánetunnar fyrir þremur millj- örðum ára hafi verið þar nógu lengi til að líf hafi þróast. - bj Radarmælingar á plánetu: Þurr hafsbotn fannst á Mars Strætó bs. er handhafi Forvarnarverðlauna VÍS árið 2012. Með framúrskarandi forvörnum hefur starfsfólki Strætó tekist að fækka tjónum um 73% á þremur árum. Forvarnir skila árangri. Við setjum markið hátt með okkar viðskiptavinum og erum stolt af samstarfinu við Strætó bs. Til hamingju, starfsfólk Strætó! Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is 2 fyrir 1 af lambasamlokum í febrúar. Nýbýlavegi 32 www.supersub.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgarráði verður í næstu viku kynntur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem borginni er gert að greiða Frjálslynda flokknum tæplega 3,4 milljónir króna með vöxt- um. Dómurinn er til kominn vegna framlags sem ranglega rann til Borgarmálafélags F-lista, sem Ólafur F. Magnússon, þáverandi oddviti listans, hafði stofnað. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segist enn vera að fara yfir dóminn og engrar ákvörðun- ar að vænta um viðbrögð við honum fyrr en hún hafi kynnt hann borgarráði og um hann fjallað á þeim vettvangi. „Ég hef ekki enn haft færi á að kynna dóminn í borgarráði en það verður gert í næstu viku,“ segir Kristbjörg, sem kveðst enn vera „að melta dóminn“ og því ekki komin með tillögu að viðbrögð- um við honum eða hvort Borg- armálafélag F-listans verður krafið um endurgreiðslu á þeim fjármunum sem til þess runnu. „Fyrst þarf vitanlega að taka afstöðu til þess hvort málinu verði áfrýjað. Á því ræðst hvort aðrar ákvarðanir bíða,“ segir Kristbjörg. Verði málinu áfrýjað til Hæstaréttar segir hún þá vinnu fá athyglina alla, enda ráði þá niðurstaða þess máls hvað gert verði í framhaldinu. - óká Borgarlögmaður á eftir að leggja niður fyrir sér tillögu um viðbrögð við dómi: Fer fyrir borgarráð í næstu viku SAMSTARF KYNNT Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri eftir að hafa gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borginni í janúar 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KRISTBJÖRG STEPHENSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.