Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 50
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR30
sport@frettabladid.is
RÓBERT GUNNARSSON fær ekki nýjan samning hjá Rhein-Neckar Löwen í sumar þegar núgildandi samningur
rennur út. Guðmundur Guðmundssson, þjálfari liðsins, staðfesti þetta í gær. „Það þarf að skera niður kostnað og þetta
er hluti af því. Róbert hefur reynst okkur mjög vel og vinnusemi hans hefur verið til fyrirmyndar,” sagði Guðmundur.
Þetta hefur verið
meira að segja svo
slæmt að ég hef sjálfur þurft
að standa vörn á æfingum.
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
ÞJÁLFARI RHEIN-NECKAR LÖWEN
HANDBOLTI Þýska úrvalsdeild-
in er komin aftur af stað eftir að
Evrópumeistaramótinu í Serbíu
lauk. Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari er því kominn
aftur í sitt daglega starf – að þjálfa
Rhein-Neckar Löwen. Þar hefur
gengið á ýmsu en meiðsli leik-
manna hafa sett strik í reikning-
inn auk þess sem miklar breyting-
ar eru fyrirhugaðar hjá félaginu,
bæði hjá yfirstjórn þess og í leik-
mannahópi.
Guðmundur gat aðeins teflt
fram níu útileikmönnum þegar
Rhein-Neckar Löwen vann sigur
á Balingen, 30-24, í þýsku úrvals-
deildinni á miðvikudag.
Fékk smápening í augað
„Börge Lund er til að mynda meidd-
ur og Zarko Sesum fékk smápening
í augað á EM sem var mjög alvar-
legur áverki,“ segir Guðmundur
en báðir eru þeir leikstjórnendur.
„Zarko þarf að fara í uppskurð en
hann er nú aðeins með tíu prósenta
sjón á auganu.“
Atvikið átti sér stað eftir leik
Serbíu og Króatíu í undanúrslitum
keppninnar. Áhorfandi ætlaði sér
að grýta myntinni í leikmann Króa-
tíu en hæfði Sesum á versta stað.
Guðmundur segir ágætar horfur
á að Sesum geti byrjað að spila á ný.
„Augað er enn bólgið og uppskurð-
urinn getur ekki farið fram fyrr en
það er búið að jafna sig. Menn eru
þó vongóðir um að hann fái 50 pró-
senta sjón á auganu og geti spilað
á ný.“
Hornamaðurinn Patrick Grötzki
er einnig frá vegna meiðsla og þá
er Krzysztof Lijewski tæpur.
Má ekkert út af bregða
„Þetta er því grafalvarleg staða.
Ég hef í raun bara einn leikstjór-
nanda, eina skyttu vinstra megin
og tvær hægra megin. Meira er
það ekki í þessum stöðum og má
því varla neitt út af bregða.“
Þetta hefur líka haft sitt að
segja á æfingum. „Þetta hefur
verið meira að segja svo slæmt
að ég hef sjálfur þurft að standa
vörn á æfingum,“ segir hann í létt-
um dúr. „Við erum að skoða hvaða
möguleikar standa okkur til boða,
til að mynda með því að fá leik-
menn að láni.“
Á dögunum bárust svo þær
fregnir að Pólverjarnir Lijewski
og Karol Bielecki væru báðir á
leið frá félaginu í sumar. Þar að
auki myndi Jesper Nielsen, aðal-
styrktaraðili félagsins og stjórn-
arformaður, hætta afskiptum af
félaginu.
Guðmundur segir að verið sé að
hugsa upp á nýtt hvernig beri að
byggja upp félagið og koma upp
sterku liði.
„Það á að yngja liðið upp og vera
með 8-9 toppleikmenn. Þó svo að
við séum að missa leikmenn fáum
við líka afar spennandi leikmenn
í staðinn, til að mynda Alexand-
er Petersson (hægri skytta), Kim
Ekdahl du Rietz (vinstri skytta) og
Niklas Landin (markvörður). Það
er líka verið að skoða að bæta við
hægri skyttu og línumanni fyrir
næsta tímabil.“
Hann segir að brotthvarf Niel-
sens þýði meira aðhald í fjár-
málum. „Það þarf að skera niður
kostnað en engu að síður teljum
við að við verðum með mjög öflugt
lið. Pólverjarnir eru dýrustu leik-
menn liðsins og brotthvarf þeirra
er hluti af niðurskurðinum.“
Hann segir að það hafi lengi
staðið til að Nielsen myndi hætta
afskiptum af félaginu.
„Jesper hefur önnur plön í dag
og við verðum að taka þessum
breytingum. Ég hef átt mjög gott
samstarf við hann í gegnum tíð-
ina en þó svo að hann sé nú farinn
breytir það engu um mína stöðu
hjá félaginu. Ég er með samning
hér til 2015 og þó að maður viti
aldrei í þessum bransa hvern-
ig framtíðin verður veit ég ekki
annað en að menn hér séu ánægðir
með mín störf,“ sagði Guðmundur
Guðmundsson.
eirikur@frettabladid.is
Verðum áfram ljónsterkir
Það gengur á ýmsu hjá Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Rhein-Neckar
Löwen, þessa dagana. Margir eru frá vegna meiðsla og róttækar breytingar hafa
verið gerðar á yfirstjórn félagsins. Hann lítur þó björtum augum til framtíðar.
GUÐMUNDUR Stendur í ströngu með bæði íslenska landsliðinu og Rhein-Neckar
Löwen í Þýskalandi. NORDIC PHOTOS/GETTY
N1-deild karla:
Haukar-FH 20-26 (10-10)
Haukar - örk (skot): Tjörvi Þorgeirsson 7 (13),
Gylfi Gylfason 4 (8/1), Freyr Brynjarsson 3 (3),
Stefán Rafn Sigurmannsson 3 (9), Heimir Óli
Heimisson 2 (2), Sveinn Þorgeirsson 1 (2).,
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 12/2 (30/4,
40%), Aron Rafn Eðvarðsson 6 (14/1, 43%),
Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Gylfi 2, Tjörvi)
Fiskuð víti: 1 (Tjörvi )
Utan vallar: 8 mínútur.
FH - mörk (skot): Hjalti Þór Pálmason 6/3 (6/3),
Baldvin Þorsteinsson 5 (11/1), Ari Magnús Þor-
geirsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 4 (10), Andri
Berg Haraldsson 3 (4), Örn Ingi Bjarkason 3 (6),
Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).
Varin skot: Daníel Andrésson 16/1 (36/1, 44%),
Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 2, Ari 2, Ólafur, Hjalti)
Fiskuð víti: 5 ( Örn 3, Baldvin, Atli )
Utan vallar: 6 mínútur.
Grótta-Akureyri 19-28 (9-13)
Grótta - mörk (skot): Jóhann Gísli Jóhannsson
5 (7), Benedikt R. Kristinsson 3 (6), Ólafur Ægir
Ólafsson 2/1 (3/2), Þórir Jökull Finnbogason 2/2
(3/2), Árni Benedikt Árnason 2 (5), Davíð Örn
Hlöðversson 2 (6), Þorgrímur Smári Ólafsson 2
(10), Kristján Orri Jóhannsson 1 (3).
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 16 (40/4, 40%),
Kristján Ingi Kristjánsson 2 (6/1, 33%),
Hraðaupphlaup: 5 (Jóhann 3, Benedikt, Kristján)
Fiskuð víti: 4 ( Benedikt 2, Ólafur, Árni, Davíð)
Utan vallar: 6 mínútur.
Akureyri - mörk (skot): Bjarni Fritzsson 12/5
(16/5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (6), Bergvin
Þór Gíslason 3 (4), Oddur Gretarsson 3 (6), Geir
Guðmundsson 3 (9), Daníel Einarsson 2 (2),
Guðmundur H. Helgason 1 (5).
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17/1 (33/3,
52%), Stefán Guðnason 1 (4/1, 25%),
Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 3, Hörður 3, Oddur 2)
Fiskuð víti: 6 (Bjarni 2, Hörður 2, Bergvin, Geir )
Utan vallar: 4 mínútur.
HK-Valur 28-26 (12-14)
HK - mörk (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 10
(15), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Leó Snær Péturs-
son 4 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (4), Bjarki Már
Elísson 3 (9), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1),
Tandri Már Konráðsson 1 (4).
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (36/1,
33%), Arnór Freyr Stefánsson (2/1, 0%),
Hraðaupphlaup: 2 ( Bjarki 2)
Fiskuð víti: 0
Utan vallar: 4 mínútur.
Valur - mörk (skot): Anton Rúnarsson 8/1 (13/1),
Orri Freyr Gíslason 4 (4), Sturla Ásgeirsson 4/1
(5/2), Finnur Stefánsson 4 (7), Valdimar Fannar
Þórsson 3 (5), Sigfús Sigurðsson 1 (2), Einar
Guðmundsson 1 (2), Magnús Einarsson 1 (3).
Varin skot: Hlynur Morthens 11 (33, 33%), Ingvar
K. Guðmundsson 2 (7, 29%), (1, 0%),
Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 2, Orri 2, Sturla, Einar)
Fiskuð víti: 3 ( Orri 2, Valdimar)
Utan vallar: 6 mínútur.
Afturelding-Fram 23-23 (12-10)
Afturelding: Sverrir Hermannsson 6, Hilmar
Stefánsson 4, Jóhann Jóhannsson 4, Jón Andri
Helgason 4, Helgi Héðinsson 2, Hrafn Ingvarsson
1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Einar Héðinsson 1.
Fram: Stefán B. Stefánsson 6, Jóhann K. Reynis-
son 4, Sigurður Eggertsson 4, Jón Jónsson 3,
Arnar Hálfdánsson 3, Halldór Sigfússon 2.
STAÐAN:
Haukar 14 10 0 4 344-310 20
FH 14 8 3 3 372-347 19
HK 14 9 1 4 384-353 19
Fram 14 8 1 5 358-364 17
Akureyri 14 7 2 5 381-343 16
Valur 14 5 3 6 370-356 13
Afturelding 14 3 1 10 323-378 6
Grótta 14 0 1 13 311-402 1
ÚRSLIT
Hilton stóll
kr. 49.000,-
SVARTUR &
BRÚNN
Hilton 3ja sæta
kr. 89.000,-
SVARTUR &
BRÚNN
Hilton 2ja sæta
kr. 69.000,-
SVARTUR &
BRÚNN
ReLax 3ja sæta
kr. 159.000,-
SVARTUR &
BRÚNN
ReLax stóll
kr. 89.000,-
SVARTUR &
BRÚNN
Hallanlegt bak
og fótskemill
báðum megin
Ótrúlega þægilegt !
Allir sitja vel !
IE-deild karla:
Þór Þorlákshöfn-Njarðvik 84-66
Þór Þorlákshöfn: Blagoj Janev 23/9 fráköst,
Darrin Govens 22/7 fráköst/6 stoðsendingar,
Matthew James Hairston 17/14 fráköst/3 varin
skot, Guðmundur Jónsson 7, Emil Karel
Einarsson 6, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Darri
Hilmarsson 4/7 stoðsendingar/5 stolnir.
Njarðvík: Travis Holmes 16, Cameron Echols 13/9
fráköst, Páll Kristinsson 9, Elvar Már Friðriksson 9,
Styrmir Gauti Fjeldsted 7, Hjörtur Hrafn Einarsson
4, Ólafur Jónsson 3, Oddur Pétursson 2, Óli
Alexandersson 2, Maciej Stanislav Baginski 1.
Valur-Fjölnir 73-83
Valur: Alexander Dungal 18, Hlynur Logi
Víkingsson 17/15 fráköst, Hamid Dicko 14,
Benedikt Blöndal 11, Ragnar Gylfason 8, Snorri
Þorvaldsson 5.
Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 27, Calvin
O’Neal 21, Nathan Walkup 14/8 fráköst, Gunnar
Ólafsson 12, Jón Sverrisson 6/12 fráköst, Daði
Berg Grétarsson 2, Hjalti Vilhjálmsson 1.
Tindastóll-Grindavík 96-105
Tindastóll: Curtis Allen 23, Maurice Miller 17/8
stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16/10
fráköst, Igor Tratnik 14/9 fráköst/5 stoðsendingar,
Hreinn Gunnar Birgisson 9, Svavar Atli Birgisson
7/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Þröstur
Leó Jóhannsson 2, Friðrik Hreinsson 2.
Grindavík: Giordan Watson 40/7 stoðsendingar,
J’Nathan Bullock 22/7 fráköst/5 stolnir, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 15, Þorleifur Ólafsson 10,
Páll Axel Vilbergsson 10, Jóhann Árni Ólafsson 2,
Ómar Örn Sævarsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Ryan
Pettinella 2/6 fráköst.
Snæfell-ÍR 97-74
Snæfell: Quincy Hankins-Cole 19/16 fráköst,
Jón Ólafur Jónsson 18, Marquis Sheldon Hall
18, Sveinn Arnar Davidsson 15, Pálmi Freyr
Sigurgeirsson 13, Ólafur Torfason 5/11 fráköst,
Þorbergur Helgi Sæþórsson 4, Hafþór Ingi Gunn-
arsson 3, Óskar Hjartarson 2.
ÍR: Hjalti Friðriksson 18, Robert Jarvis 13,
Nemanja Sovic 12/4 , Níels Dungal 8, Eiríkur
Önundarson 7, Kristinn Jónasson 6, Ellert Arnar-
son 5, Húni Húnfjörð 3, Þorvaldur Hauksson 2.
STAÐAN:
Grindavík 15 14 1 1341-1160 28
Stjarnan 14 10 4 1248-1159 20
Keflavík 14 10 4 1291-1177 20
Snæfell 15 9 6 1434-1336 18
KR 14 9 5 1232-1190 18
Þór Þ. 15 9 6 1277-1216 18
Fjölnir 15 7 8 1298-1348 14
ÍR 15 6 9 1294-1367 12
Tindastóll 15 6 9 1274-1351 12
Njarðvík 15 6 9 1257-1284 12
Haukar 14 2 12 1077-1192 4
Valur 15 0 15 1133-1376 0
ÚRSLIT
FH MEÐ MONTRÉTTINN FH vann uppgjör
Hafnarfjarðarliðanna í gær og er aðeins
stigi á eftir Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON