Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 44
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR24 24
menning@frettabladid.is
Helstu lykilverk Jóhannesar S.
Kjarval eru nú til sýnis í austur-
sal Kjarvalsstaða. Fyrir skömmu
bættist einn dýrgripurinn við en
um er að ræða eitt kunnasta verk
Kjarvals, Fjallamjólk frá árinu
1941, sem er í eigu Listasafns
ASÍ.
Næstkomandi sunnudag, 12.
febrúar, mun myndlistarmaður-
inn Einar Garibaldi Eiríksson
taka þátt í spjalli um Kjarval en
sýningin myndar einstakt yfirlit
yfir feril eins ástsælasta lista-
málara íslensku þjóðarinnar. Á
Kjarvalsstöðum getur einnig að
líta nýjan tímaás um ævi og lífs-
feril listamannsins og í veitinga-
sölu prýða nú veggina einstakar
ljósmyndir Jóns Kaldal af Kjar-
val frá ólíkum æviskeiðum hans.
Jóhannes Sveinsson Kjar-
val (1885-1972), eða meistarinn
– eins og snemma var farið að
kalla hann, skipar sérstakan sess
í íslenskri menningar- og lista-
sögu. Hann var einn ástsælasti
listamaður þjóðarinnar fyrr og
síðar og goðsögn í lifandi lífi.
Einar Garibaldi mun taka þátt
í umræðu um verk Kjarvals en
hann hefur áður sett upp sýning-
ar á verkum listamannsins þar
sem tekið var á goðsögninni um
Kjarval og sambandi þjóðarinnar
við þennan sérvitra snilling.
Einar Garibaldi
spjallar um Kjarval
JÓHANNES KJARVAL
EINAR GARIBALDI
EIRÍKSSON tekur
þátt í umræðum um
Jóhannes Kjarval á
Kjarvalsstöðum á
sunnudag.
HJALTI PARELIUS opnar sína fimmtu einkasýningu í Galleríi Fold við Rauðarárstíg laugardaginn 11. febrúar klukkan 15.
Á sýningunni eru rúmlega þrjátíu ný olíumálverk þar sem teiknimyndamótífið er í forgrunni. Verkin eru öll máluð sumar og
haust 2011. Hjalti Parelius er fæddur 1979 í Reykjavík. Hann stundaði nám á listnámsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti
og síðar við Danmarks Designskole. Hann hefur unnið sem grafískur hönnuður auk þess að leggja stund á málaralistina.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 10. febrúar 2012
➜ Sýningar
16.00 Iðunn Thors opnar sýningu
á verkum sínum í Kaolin gallerí. Allir
velkomnir.
➜ Uppákomur
10.00 Vetrarhátíð Reykjavíkur heldur
áfram. Fjölbreytt og skemmtileg dag-
skrá í boði í allan dag. Sjá nánar á
vetrarhatid.is.
19.00 Í Hafnarborg verður litrík og fjöl-
breytt dagskrá fyrir fólk á öllum aldri á
Safnanótt í ár. Dagskráin stendur fram
til miðnættis. Nánari upplýsingar á
hafnarborg.is
➜ Málþing
13.00 Námsgreinin Íslenska sem
annað mál við Háskóla Íslands stendur
fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni
Íslenska sem annað líf. Átta útskrifaðir
nemendur frá mismunandi löndum og
á ólíkum aldri halda fyrirlestra. Ráð-
stefnan fer fram í stofu 101 í Lögbergi
og er öllum opin að kostnaðarlausu.
➜ Dans
19.30 Nemendur Klassíska listdans-
skólans munu sýna dansverk í Ásmund-
arsafni. Um er að ræða túlkun á verkum
Ásmundar Sveinssonar á sýningunni Frá
hugmynd til höggmynda, sem stendur
yfir í safninu núna. Aðgangur er ókeypis.
➜ Tónlist
17.00 Hljómsveitin Boogie Trouble
þreytir frumraun sína í tónleikahaldi í
verslun 12 Tóna, Skólavörðustíg. Hljóm-
sveitin samanstendur af meðlimum víðs
vegar úr íslensku tónlistarlífi og sækir
innblástur sinn í diskótónlist áttunda
áratugs síðustu aldar.
22.00 David Bowie tribute tónleikar
verða haldnir á Græna Hattinum, Akur-
eyri. Kalli Örvars og Kóngulærnar frá
Mars flytja helstu lög Bowie, ásamt
góðum gestum. Miðaverð er kr. 2.000.
23.00 Gunnar Þórðarson verður
heiðursgestur Bítladrengjanna blíðu á
tónleikum þeirra á Ob-La-Dí, Frakkastíg
8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Jordi Vaquer i Fanés forstöðu-
maður alþjóðamálastofnunarinnar í
Barcelona heldur erindi um Evrópusam-
bandið og afleiðingar arabíska vorsins
á fundaröð Alþjóðamálastofnunar
Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður í
stofu 101 í Lögbergi.
Í dag fagnar hópur upp-
rennandi rithöfunda útgáfu
bókarinnar III. Þetta er
þriðja bók ritlistarnema
á BA-stigi við Háskóla
Íslands og jafnframt sú síð-
asta, því námið er nú kennt
á meistarastigi. Bókin hefur
að geyma 29 verk eftir 21
höfund.
Höfundarnir sem eiga verk í bók-
inni III eru 21 talsins. Trausti
Dagsson er þeirra á meðal, en
hann sá jafnframt um umbrot
hennar. Hann segir hópinn ánægð-
an með afraksturinn. „Það er fjöl-
breytt efni í bókinni og mjög
skemmtileg flóra. Meðal annars er
þarna stuttmyndahandrit, mikið af
ljóðum og smásögum. Námið var
mjög fjölbreytilegt hjá okkur og
verkin endurspegla það.“
Undir þetta tekur Rúnar Helgi
Vignisson, lektor í ritlist við
íslensku- og menningardeild HÍ.
„Nemendurnir sýndu mikið frum-
kvæði og dugnað við gerð bókar-
innar. Þeir sáu að mestu leyti sjálf-
ir um að búa hana til prentunar.
Margt af þeim verkum sem þarna
eru varð til á námskeiðum hjá mér
en hefur tekið breytingum í þeirra
ritstjórnarferli. Það eru allmargir
efnilegir pennar þarna á ferðinni,“
segir Rúnar Helgi.
Hann bætir við að það sé dýr-
mætt hversu góður andi hafi
myndast innan hópsins og hversu
vel nemendurnir styðji hver við
annan. „Það er mikils virði, þetta
afl sem varð til í hópnum og það
hefur leitt margt gott af sér. Þau
stofnuðu til að mynda tímarit og
litla bókaútgáfu á síðasta ári.“
Hann segir framfarir nemend-
anna sýna að vel sé hægt að kenna
fólki listina að skrifa. „Hún er líf-
seig þessi klisja um að annaðhvort
fæðist menn rithöfundar eða ekki.
Engum þykir neitt athugavert við
að fólk læri leiklist, dans eða tón-
list. Við vorum með þeim síðustu
til að taka upp formlegt nám í
þessari listgrein. Ég vonast til
að þetta nám verði innspýting í
íslenskt bókmenntalíf, eins og tón-
listarskólarnir eru fyrir íslenskt
tónlistarlíf. Maður sér á árangri
sem fólk nær á skömmum tíma að
það er hægt að kenna þetta.“
Ágóði af tveimur fyrri bókum
ritlistarnema, Hestar eru tvö ár
að gleyma og Beðið eftir Sigurði,
stóð undir útgáfu III. Ágóðans
af sölu hennar ætla nemendurnir
einnig að leyfa öðrum að njóta, líkt
og forverar þeirra í námi gerðu.
„Við ætlum að láta ágóðann renna
í styrktarsjóð fyrir unga höf-
unda, svo við erum ekki að fara að
drekka bjór og vodka fyrir pen-
ingana,“ segir Trausti að lokum og
hvetur alla til að næla sér í eintak.
Útgáfufögnuðurinn hefst klukk-
an 17 í Artíma Galleríi, Smiðjustíg
10. holmfridur@frettabladid.is
Ritlistarnemar fagna III
RITHÖFUNDAR Bjarnheiður, Trausti, Hertha, Hlín, Kristján, Halla og Katrín eiga öll verk
í III, bók ritlistarnema við HÍ. Fremst á myndinni situr tíkin Skytta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Halla Mía Ólafsdóttir
Sigursteinn J. Gunnarsson
Trausti Dagsson
Anna Steinunn Ágústsdóttir
Gunnhildur Helga Steinþórsdóttir
Brynja Huld Óskarsdóttir
Jón Bjarki Magnússon
Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir
Hirt
Daníel Geir Moritz
Esther Ýr Þorvaldsdóttir
Gunnar Jónsson
Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir
Halla Margrét Jóhannesdóttir
Jónas Reynir Gunnarsson
Birna Dís Eiðsdóttir
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Dagbjört Vésteinsdóttir
Tumi Ferrer
Kristján Már Gunnarsson
Hertha María Richardt Úlfarsdóttir
Hlín Ólafsdóttir
Pálmi Freyr Hauksson
Steinunn María Halldórsdóttir
HÖFUNDAR III ERU:
krakkar@frettabladid.is
Krakkasíðan er í
helgarblaði Fréttablaðsins
Hvað veistu um
Star Wars?
„Einhvern tíma hafði ég lofað
Peter Máté því í gamni að ég
skyldi semja fyrir hann konsert.
Ég var þá á tónleikum hjá honum
og fannst hann spila svo vel.
Þannig að ég er að efna loforð,“
segir tónskáldið Jón Ásgeirsson.
Píanókon sert eftir hann verður
frumfluttur í aðalsal Hofs nú á
sunnudaginn, 12. febrúar klukkan
16 af Peter Máté og Sinfóníuhljóm-
sveit Norður lands.
Jón kveðst nýlega hafa lokið við
konsertinn. „Ég er búinn að vera
nokkuð lengi að semja hann, fikta
við hljóðfærið og spila hugmynd-
irnar en svo setti ég þær niður og
sameinaði í eitt verk.“
Þótt Jón sé orðinn áttatíu og
þriggja ára kveðst hann enn sitja
við píanóið á hverjum degi og
semja. „Svo nota ég tölvu eins og
ritvél og læt hana skrifa nóturnar
í forritinu Finale. Sonur minn er
arkitekt og teiknar á tölvu, hann
eitraði mig allan og kom mér á
sporið með tölvutæknina fyrir
mörgum árum.“
Konsertinn tekur 20-30 mínút-
ur í flutningi, giskar Jón á. „Fyrsti
kaflinn er rapsódía, annar kafl-
inn er nostalgía, þar nota ég part
úr stefi eftir Bach og spila nafn-
ið hans – nóturnar b-a-c og h – og
þriðji og síðasti kaflinn er mjög
hraður,“ lýsir Jón sem ætlar að
vera viðstaddur frumflutninginn.
„Ég fer norður með alla fjölskyld-
una,“ segir hann hress.
- gun
Ég er að efna gamalt loforð
TÓNSKÁLDIÐ Jón Ásgeirsson fæst við að
semja tónlist á hverjum degi þó kominn
sé á níræðisaldur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI