Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 8
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR8 1. Hvar verður Eurovision-keppnin haldin í maí? 2. Hvaða nafn var nýju skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað gefið? 3. Hvað heitir björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði? SVÖR SAMGÖNGUR Ríflega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins segist aldrei ferðast með strætisvagni. Þetta kemur fram á vef Vega- gerðarinnar og er vísað í ferða- venjukönnun sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu í októ- ber til desember á síðasta ári. Þar kemur jafnframt fram að fjórtán prósent svarenda segjast fara einu sinni í viku eða oftar í strætó, en heildarhlutfall þeirra sem ferðast með strætó er það sama nú og árið 2002. Rúm tólf prósent segjast hjóla að staðaldri og nærri 39 prósent segjast hjóla hluta úr ári. - þj Könnun á ferðavenjum: Helmingur fer ekki í strætó ASERBAÍDSJAN „Alþjóðasamfé- lagið hefur lítið gert til að sporna við þróun í átt að auknu einræði í landinu,“ segja mannréttinda- samtökin Amnesty International um Aserbaídsjan, olíuríki í Kák- asusfjöllum, þar sem til stendur að halda söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Í lok síðasta árs sendu samtökin frá sér skýrslu um ástand mann- réttindamála í Aserbaídsjan, þar sem greint er frá árásum stjórn- valda á mótmælendur frá því að mótmæli gegn spillingu og kúgun brutust út í landinu í mars á síð- asta ári. „Síðan þá hefur ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar verið sett í fangelsi að geðþótta yfirvalda, eða í kjölfar upploginna ásakana, en blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum hafa sætt hótunum og áreitni.“ Í þessu andrúmslofti virðast samkynhneigðir nú hafa hætt við áform um að halda gleðigöngu stuttu fyrir söngvakeppnina. Samkynhneigðir hafa fengið líf- látshótanir og tugir manna hafa skráð sig á Facebook-síðu, sem stofnuð hefur verið gegn áformum um að halda gleðigöngu samkyn- hneigðra í landinu. Flestir íbúar landsins eru mús- límar og hafa litla samúð með sam- kynhneigðum. Stjórnvöld segja að öllum sé frjálst að sækja um leyfi fyrir úti- samkomum, en reynslan er sú að erfitt hefur verið að fá samþykki fyrir slíku, ekki síst síðustu mán- uði. Þá skýrði breska útvarpið BBC nýverið frá því að fjöldi manns hefði verið þvingaður til að flytja af heimilum sínum, sem síðan voru rifin til að rýma fyrir nýrri tón- listarhöll, sem verður vettvangur söngvakeppninnar í maí. „Borgaryfirvöld í Bakú hafa engan lagalegan rétt til að flytja fólk nauðungarflutningum og eyði- leggja húsin þeirra,“ hefur BBC eftir Zohrab Ismayil, formanni mannréttindasamtaka í Aserbaíd- sjan. „Eins og stendur þá eru mann- réttindabrot hér í Aserbaídsjan daglegur viðburður og þetta er aðeins eitt málanna,“ sagði Isma- yil. Amnesty International segir að sautján samviskufangar sitji nú í fangelsi í Aserbaídsjan. „Uppsöfnuð áhrif þessara aðgerða stjórnvalda, ásamt með langvarandi refsileysi þeirra, eru þau að í landinu ríkir andrúmsloft ótta og sjálfsritskoðunar sem gref- ur undan lýðræðisþróun í Aserba- ídsjan,“ segir í tilkynningu frá Amnesty. gudsteinn@frettabladid.is Stjórnvöld í Aserbaídsjan gagnrýnd fyrir einræði Mannréttindasamtökin Amnesty International segja andrúmsloft ótta og sjálfsritskoðunar ríkja í Aserbaíd- sjan. Mótmælahreyfing á síðasta ári var barin niður harðri hendi. Samkynhneigðum er hótað lífláti. TÓNLEIKAHÖLLIN RÍS Íbúar á þessu svæði voru þvingaðir til að flytja út úr húsum sínum og þau síðan rifin. NORDICPHOTOS/AFP 1. Í borginni Bakú í Aserbaídsjan. 2. Börkur. 3. Björgunarfélag Hornafjarðar. Höfuðborg: Bakú Forseti: Ilham Alijev Íbúafjöldi: 9,2 milljónir Flatarmál: 86.600 ferkílómetrar Trúarbrögð: 95 prósent múslímar Aserbaídsjan REYKJAVÍK Klapparstígur verður endurnýjaður frá grunni ofan Laugavegar að Skólavörðustíg í sumar. Útlit götunnar að loknum framkvæmdum verður svipað og er á Skólavörðustíg. Allt yfirborð götu og gangstétta verður endur- nýjað, ásamt lögnum sem komnar eru á tíma. Þá verður sett snjó- bræðsla í götu og gangstéttir. Gönguleiðir verða breikkaðar og akbraut mjókkuð, auk þess sem hún verður upphækkuð á gatna- mótum. Meginþungi framkvæmda verður frá miðjum marsmánuði til loka júní. - shá Framkvæmdir í vor: Klapparstígur tekinn í gegn KLAPPARSTÍGUR Í GÆR Svæðið fær andlitslyftingu í sumar. ATVINNUMÁL Bergur Elías Ágústs- son, bæjarstjóri Norðurþings, er í Beijing í Kína. Þar mun hann funda með kínverska fjárfestinum Huang Nubo, sem hefur augastað á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. „Ég er að ræða við Nubo um hvort hægt sé að koma einhverjum hug- myndum hans á skrið aftur,“ segir Bergur. Ferðin til Kína er á vegum sveit- arfélagsins og að frumkvæði þess og segir Bergur hana lið í því að auka ferðaþjónustu í sveitar- félaginu. Hann segir miklar fjár- festingar í þeim geira og áhugi Huangs geta verið lyftistöng fyrir svæðið. „Við erum með nokkrar sviðsmyndir sem við ætlum að fara í gegn- um, en ég vil ekki tjá mig um þær á þessari stundu. Það er góðra manna siður að ræða fyrst við þann sem hlut á að máli.“ Innanríkisráðherra hafnaði beiðni Huangs um undanþágu á banni aðila utan EES-svæðis- ins á kaupum á jörðum á Íslandi. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um hvernig af fjárfestingum hans geti engu að síður orðið. „Ég á í sjálfu sér ekki von á niður stöðu í ferðinni, enda yrði slíkt aldrei gert nema í samvinnu yfirvalda og þeirra sem að málinu koma. Vonandi verður hægt að ganga frá vegvísum um hvernig hægt er að vinna málið.“ - kóp Bæjarstjóri Norðurþings vill kínverskan fjárfesti í sveitarfélagið: Fundar með Huang Nubo í Kína BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON BORGARMÁL Borgarráð Reykja- víkurborgar samþykkti í gær að ráðast í nýja viðbyggingu og stór- felldar endurbætur á Klettaskóla, nýjum sameinuðum sérskóla í Suðurhlíð. Til stendur að koma þar upp 3.400 fermetra viðbyggingu með íþróttaaðstöðu og sundlaug sem þjóna mun skólanum. Þá er gert ráð fyrir að íþróttafélög fatlaðra geti nýtt íþróttasal og sundlaug- ina. Þessu til viðbótar verður eldra húsnæði breytt svo það henti betur starfsemi skólans. Borgarráð gerir ráð fyrir að heildarkostnaður við fram- kvæmdir verði um 1.970 millj- ónir króna og er gert ráð fyrir að hönnun og framkvæmdir fari fram á árunum 2012 til 2015 og endurgerð á eldra húsnæði fari fram á árunum 2015 til 2016. - jhh Framkvæmdir í Suðurhlíð: Borgin setur tvo milljarða í Klettaskóla FORNLEIFAVERND Fulltrúar safna- ráðs ætla að skoða þá skartgripi sem breska fyrirtækið P&H Jewellers hefur keypt af almenn- ingi hér og ætlar að flytja úr landi. Fundur safnaráðs og fyrir- tækisins fer fram í dag. „Var fundinum komið á í ljósi ákvæða laga um flutning menn- ingarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til ann- arra landa,“ segir í tilkynningu ráðsins, en til dæmis má ekki flytja út gripi eldri en 100 ára nema með leyfi safnaráðs. - óká Safnaráð kannar gullkaup: Fornminjar má ekki flytja út VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.