Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.02.2012, Qupperneq 8
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR8 1. Hvar verður Eurovision-keppnin haldin í maí? 2. Hvaða nafn var nýju skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað gefið? 3. Hvað heitir björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði? SVÖR SAMGÖNGUR Ríflega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins segist aldrei ferðast með strætisvagni. Þetta kemur fram á vef Vega- gerðarinnar og er vísað í ferða- venjukönnun sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu í októ- ber til desember á síðasta ári. Þar kemur jafnframt fram að fjórtán prósent svarenda segjast fara einu sinni í viku eða oftar í strætó, en heildarhlutfall þeirra sem ferðast með strætó er það sama nú og árið 2002. Rúm tólf prósent segjast hjóla að staðaldri og nærri 39 prósent segjast hjóla hluta úr ári. - þj Könnun á ferðavenjum: Helmingur fer ekki í strætó ASERBAÍDSJAN „Alþjóðasamfé- lagið hefur lítið gert til að sporna við þróun í átt að auknu einræði í landinu,“ segja mannréttinda- samtökin Amnesty International um Aserbaídsjan, olíuríki í Kák- asusfjöllum, þar sem til stendur að halda söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Í lok síðasta árs sendu samtökin frá sér skýrslu um ástand mann- réttindamála í Aserbaídsjan, þar sem greint er frá árásum stjórn- valda á mótmælendur frá því að mótmæli gegn spillingu og kúgun brutust út í landinu í mars á síð- asta ári. „Síðan þá hefur ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar verið sett í fangelsi að geðþótta yfirvalda, eða í kjölfar upploginna ásakana, en blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum hafa sætt hótunum og áreitni.“ Í þessu andrúmslofti virðast samkynhneigðir nú hafa hætt við áform um að halda gleðigöngu stuttu fyrir söngvakeppnina. Samkynhneigðir hafa fengið líf- látshótanir og tugir manna hafa skráð sig á Facebook-síðu, sem stofnuð hefur verið gegn áformum um að halda gleðigöngu samkyn- hneigðra í landinu. Flestir íbúar landsins eru mús- límar og hafa litla samúð með sam- kynhneigðum. Stjórnvöld segja að öllum sé frjálst að sækja um leyfi fyrir úti- samkomum, en reynslan er sú að erfitt hefur verið að fá samþykki fyrir slíku, ekki síst síðustu mán- uði. Þá skýrði breska útvarpið BBC nýverið frá því að fjöldi manns hefði verið þvingaður til að flytja af heimilum sínum, sem síðan voru rifin til að rýma fyrir nýrri tón- listarhöll, sem verður vettvangur söngvakeppninnar í maí. „Borgaryfirvöld í Bakú hafa engan lagalegan rétt til að flytja fólk nauðungarflutningum og eyði- leggja húsin þeirra,“ hefur BBC eftir Zohrab Ismayil, formanni mannréttindasamtaka í Aserbaíd- sjan. „Eins og stendur þá eru mann- réttindabrot hér í Aserbaídsjan daglegur viðburður og þetta er aðeins eitt málanna,“ sagði Isma- yil. Amnesty International segir að sautján samviskufangar sitji nú í fangelsi í Aserbaídsjan. „Uppsöfnuð áhrif þessara aðgerða stjórnvalda, ásamt með langvarandi refsileysi þeirra, eru þau að í landinu ríkir andrúmsloft ótta og sjálfsritskoðunar sem gref- ur undan lýðræðisþróun í Aserba- ídsjan,“ segir í tilkynningu frá Amnesty. gudsteinn@frettabladid.is Stjórnvöld í Aserbaídsjan gagnrýnd fyrir einræði Mannréttindasamtökin Amnesty International segja andrúmsloft ótta og sjálfsritskoðunar ríkja í Aserbaíd- sjan. Mótmælahreyfing á síðasta ári var barin niður harðri hendi. Samkynhneigðum er hótað lífláti. TÓNLEIKAHÖLLIN RÍS Íbúar á þessu svæði voru þvingaðir til að flytja út úr húsum sínum og þau síðan rifin. NORDICPHOTOS/AFP 1. Í borginni Bakú í Aserbaídsjan. 2. Börkur. 3. Björgunarfélag Hornafjarðar. Höfuðborg: Bakú Forseti: Ilham Alijev Íbúafjöldi: 9,2 milljónir Flatarmál: 86.600 ferkílómetrar Trúarbrögð: 95 prósent múslímar Aserbaídsjan REYKJAVÍK Klapparstígur verður endurnýjaður frá grunni ofan Laugavegar að Skólavörðustíg í sumar. Útlit götunnar að loknum framkvæmdum verður svipað og er á Skólavörðustíg. Allt yfirborð götu og gangstétta verður endur- nýjað, ásamt lögnum sem komnar eru á tíma. Þá verður sett snjó- bræðsla í götu og gangstéttir. Gönguleiðir verða breikkaðar og akbraut mjókkuð, auk þess sem hún verður upphækkuð á gatna- mótum. Meginþungi framkvæmda verður frá miðjum marsmánuði til loka júní. - shá Framkvæmdir í vor: Klapparstígur tekinn í gegn KLAPPARSTÍGUR Í GÆR Svæðið fær andlitslyftingu í sumar. ATVINNUMÁL Bergur Elías Ágústs- son, bæjarstjóri Norðurþings, er í Beijing í Kína. Þar mun hann funda með kínverska fjárfestinum Huang Nubo, sem hefur augastað á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. „Ég er að ræða við Nubo um hvort hægt sé að koma einhverjum hug- myndum hans á skrið aftur,“ segir Bergur. Ferðin til Kína er á vegum sveit- arfélagsins og að frumkvæði þess og segir Bergur hana lið í því að auka ferðaþjónustu í sveitar- félaginu. Hann segir miklar fjár- festingar í þeim geira og áhugi Huangs geta verið lyftistöng fyrir svæðið. „Við erum með nokkrar sviðsmyndir sem við ætlum að fara í gegn- um, en ég vil ekki tjá mig um þær á þessari stundu. Það er góðra manna siður að ræða fyrst við þann sem hlut á að máli.“ Innanríkisráðherra hafnaði beiðni Huangs um undanþágu á banni aðila utan EES-svæðis- ins á kaupum á jörðum á Íslandi. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um hvernig af fjárfestingum hans geti engu að síður orðið. „Ég á í sjálfu sér ekki von á niður stöðu í ferðinni, enda yrði slíkt aldrei gert nema í samvinnu yfirvalda og þeirra sem að málinu koma. Vonandi verður hægt að ganga frá vegvísum um hvernig hægt er að vinna málið.“ - kóp Bæjarstjóri Norðurþings vill kínverskan fjárfesti í sveitarfélagið: Fundar með Huang Nubo í Kína BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON BORGARMÁL Borgarráð Reykja- víkurborgar samþykkti í gær að ráðast í nýja viðbyggingu og stór- felldar endurbætur á Klettaskóla, nýjum sameinuðum sérskóla í Suðurhlíð. Til stendur að koma þar upp 3.400 fermetra viðbyggingu með íþróttaaðstöðu og sundlaug sem þjóna mun skólanum. Þá er gert ráð fyrir að íþróttafélög fatlaðra geti nýtt íþróttasal og sundlaug- ina. Þessu til viðbótar verður eldra húsnæði breytt svo það henti betur starfsemi skólans. Borgarráð gerir ráð fyrir að heildarkostnaður við fram- kvæmdir verði um 1.970 millj- ónir króna og er gert ráð fyrir að hönnun og framkvæmdir fari fram á árunum 2012 til 2015 og endurgerð á eldra húsnæði fari fram á árunum 2015 til 2016. - jhh Framkvæmdir í Suðurhlíð: Borgin setur tvo milljarða í Klettaskóla FORNLEIFAVERND Fulltrúar safna- ráðs ætla að skoða þá skartgripi sem breska fyrirtækið P&H Jewellers hefur keypt af almenn- ingi hér og ætlar að flytja úr landi. Fundur safnaráðs og fyrir- tækisins fer fram í dag. „Var fundinum komið á í ljósi ákvæða laga um flutning menn- ingarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til ann- arra landa,“ segir í tilkynningu ráðsins, en til dæmis má ekki flytja út gripi eldri en 100 ára nema með leyfi safnaráðs. - óká Safnaráð kannar gullkaup: Fornminjar má ekki flytja út VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.