Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 20
Jean-Jacques Rousseau – þriggja alda minning er yfirskrift málþings sem Félag um átjándu aldar fræði heldur um þennan fransk-svissneska heimspek- ing í Þjóðarbókhlöðunni á morgun. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal á annarri hæð og hefst klukkan 13.30. „Það skemmtilega við svona gjörninga er að fólk veit ekki á hverju það á von og ég gæti jafn- vel komið sjálfri mér á óvart,“ segir Nanna Kristín Magnús- dóttir leikkona spurð í hverju myrkraleiðsögn felist, en Nanna Kristín verður með slíka leiðsögn á Hönnunarsafninu á Garðatorgi 1 í kvöld undir yfirskriftinni „Hús- gögn í nýju ljósi“. „Þar sem ég er leikkona þá verður þetta leiklist og þar sem þetta er í Hönnunarsafninu kem ég inn á hönnun. Eins og vera ber á safni þá verður þetta leiðsögn, nánar tiltekið myrkraleiðsögn. Það verður myrkur í salnum og gestir fá afhent vasaljós. En þetta verður engan veginn formleg leið- sögn, eigum við ekki að segja að þetta sé leiðsagnargjörningur?“ Myrkraleiðsögnin verður tvisv- ar í kvöld, klukkan 21 og 22.30 og verður farið um sýningu safnsins á húsgögnum eftir íslenska hönn- uði. „Það eru þarna húsgögn úr Höfða, Háskóla Íslands og fleiri byggingum og ég reyni að fá inn- blástur bæði frá húsgögnunum sjálfum, þeim stöðum sem þau koma frá og því hver hönnuð- urinn er,“ segir Nanna Kristín. „Spila þetta svona af fingrum fram. Þegar kemur að listum þá er nefnilega allt leyfilegt.“ Myrkraleiðsögnin er ekki það eina sem Hönnunarsafnið býður upp á á Safnanótt. Í kvöld klukkan 19 verður opnuð í safninu ný sýn- ing sem nefnist „Sjálfsagðir hlut- ir“. Þar er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr. Fjölskyldu- smiðja verður í tengslum við sýninguna þar sem unnin verða verkefni í tengslum við hráefni og hönnun. Áslaug Hulda Jónsdóttir, for- seti bæjarstjórnar og formað- ur menningar- og safnanefndar Garðabæjar, opnar sýninguna og sýningarstjórar eru Árdís Olgeirsdóttir og Þóra Sigurbjörns- dóttir. fridrikab@frettabladid.is Leiðsagnargjörningur í myrkri á Hönnunarsafni Húsgögn í nýju ljósi nefnist gjörningur sem Nanna Kristín Magnúsdóttir fremur í Hönnunarsafni Íslands í kvöld. Nanna Kristín lofar óvenjulegri upplifun, enda sé allt leyfilegt þegar kemur að listum. „Það skemmtilega við svona gjörninga er að fólk veit ekki á hverju það á von,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona sem verður með myrkraleiðsögn í Hönnunar- safni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MALNEIROPHRENIA flytur kammerpönk við súrrealíska fantasíu frá 1925 í kvöld. Tríóið Malneirophrenia heldur tónleika á Safnanótt í Borgarbóka- safninu við Tryggvagötu og hefjast þeir klukkan 21.30 í kvöld. Hluta af þöglu kvikmyndinni Le Voyage Imaginaire eftir René Clair frá árinu 1925 verður varpað á tjald meðan á tónleikunum stendur. Malneirophreniu skipa þeir Hallur Örn Árnason bassaleik- ari, Gunnar Theodór Eggertsson píanóleikari og Hallgrímur Jónas Jensson sellóleikari. Hljómsveit- in hefur sérhæft sig í kvikmynda- tónlist, einkum frá tímum þöglu myndanna. Þögul mynd og tónlist Gunnar Theodór Eggertsson, píanó- leikari Malneirophreniu, er sérstakur áhugamaður um þöglar kvikmyndir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Viðburðirnir á Safnanótt eru af ýmsum toga. Á Borgarbókasafn- inu fer fram ljóðaslamm þar sem ungt fólk flytur frumsamin ljóð eða texta fyrir dómefnd sem velur þrjú bestu atriðin. Ljóðaslamm 2012 verður haldið í kvöld. Dagskráin hefst klukkan 20.30 og samanstendur af um tíu atriðum þar sem fólk á aldrin- um 15 til 25 ára stígur á svið og fremur ljóðagjörninga af ýmsum toga. Textarn- ir eru frumsamdir og allir túlka þeir þemað Myrkur með einum eða öðrum hætti. Ljóðaslammið fer fram í aðalsafni Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15 og fær safnið ávallt nýja ásýnd af þessu tilefni þar sem sett er upp svið og ljósabúnaður. Dómnefnd velur þrjú siguratriði en hana skipa leikkonurnar Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir og María Þórðardóttir, rithöfundurinn Stef- án Máni Sigþórsson, Óttarr Proppé tónlistarmaður og Úlfhildur Dags- dóttir bókmenntafræðingur. Slammað til sigurs Borgarfulltrúinn og tónlistarmaðurinn Ótt- arr Proppé á sæti í fimm manna dómnefnd sem velur þrjú bestu atriðin á Ljóðaslammi 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ENSKI BOLTINN STÆRRI EN ALLT SKILA LEIFTURSÓKNIR ARSENAL TITLI Í ÁR? 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.