Fréttablaðið - 10.02.2012, Síða 20

Fréttablaðið - 10.02.2012, Síða 20
Jean-Jacques Rousseau – þriggja alda minning er yfirskrift málþings sem Félag um átjándu aldar fræði heldur um þennan fransk-svissneska heimspek- ing í Þjóðarbókhlöðunni á morgun. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal á annarri hæð og hefst klukkan 13.30. „Það skemmtilega við svona gjörninga er að fólk veit ekki á hverju það á von og ég gæti jafn- vel komið sjálfri mér á óvart,“ segir Nanna Kristín Magnús- dóttir leikkona spurð í hverju myrkraleiðsögn felist, en Nanna Kristín verður með slíka leiðsögn á Hönnunarsafninu á Garðatorgi 1 í kvöld undir yfirskriftinni „Hús- gögn í nýju ljósi“. „Þar sem ég er leikkona þá verður þetta leiklist og þar sem þetta er í Hönnunarsafninu kem ég inn á hönnun. Eins og vera ber á safni þá verður þetta leiðsögn, nánar tiltekið myrkraleiðsögn. Það verður myrkur í salnum og gestir fá afhent vasaljós. En þetta verður engan veginn formleg leið- sögn, eigum við ekki að segja að þetta sé leiðsagnargjörningur?“ Myrkraleiðsögnin verður tvisv- ar í kvöld, klukkan 21 og 22.30 og verður farið um sýningu safnsins á húsgögnum eftir íslenska hönn- uði. „Það eru þarna húsgögn úr Höfða, Háskóla Íslands og fleiri byggingum og ég reyni að fá inn- blástur bæði frá húsgögnunum sjálfum, þeim stöðum sem þau koma frá og því hver hönnuð- urinn er,“ segir Nanna Kristín. „Spila þetta svona af fingrum fram. Þegar kemur að listum þá er nefnilega allt leyfilegt.“ Myrkraleiðsögnin er ekki það eina sem Hönnunarsafnið býður upp á á Safnanótt. Í kvöld klukkan 19 verður opnuð í safninu ný sýn- ing sem nefnist „Sjálfsagðir hlut- ir“. Þar er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr. Fjölskyldu- smiðja verður í tengslum við sýninguna þar sem unnin verða verkefni í tengslum við hráefni og hönnun. Áslaug Hulda Jónsdóttir, for- seti bæjarstjórnar og formað- ur menningar- og safnanefndar Garðabæjar, opnar sýninguna og sýningarstjórar eru Árdís Olgeirsdóttir og Þóra Sigurbjörns- dóttir. fridrikab@frettabladid.is Leiðsagnargjörningur í myrkri á Hönnunarsafni Húsgögn í nýju ljósi nefnist gjörningur sem Nanna Kristín Magnúsdóttir fremur í Hönnunarsafni Íslands í kvöld. Nanna Kristín lofar óvenjulegri upplifun, enda sé allt leyfilegt þegar kemur að listum. „Það skemmtilega við svona gjörninga er að fólk veit ekki á hverju það á von,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona sem verður með myrkraleiðsögn í Hönnunar- safni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MALNEIROPHRENIA flytur kammerpönk við súrrealíska fantasíu frá 1925 í kvöld. Tríóið Malneirophrenia heldur tónleika á Safnanótt í Borgarbóka- safninu við Tryggvagötu og hefjast þeir klukkan 21.30 í kvöld. Hluta af þöglu kvikmyndinni Le Voyage Imaginaire eftir René Clair frá árinu 1925 verður varpað á tjald meðan á tónleikunum stendur. Malneirophreniu skipa þeir Hallur Örn Árnason bassaleik- ari, Gunnar Theodór Eggertsson píanóleikari og Hallgrímur Jónas Jensson sellóleikari. Hljómsveit- in hefur sérhæft sig í kvikmynda- tónlist, einkum frá tímum þöglu myndanna. Þögul mynd og tónlist Gunnar Theodór Eggertsson, píanó- leikari Malneirophreniu, er sérstakur áhugamaður um þöglar kvikmyndir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Viðburðirnir á Safnanótt eru af ýmsum toga. Á Borgarbókasafn- inu fer fram ljóðaslamm þar sem ungt fólk flytur frumsamin ljóð eða texta fyrir dómefnd sem velur þrjú bestu atriðin. Ljóðaslamm 2012 verður haldið í kvöld. Dagskráin hefst klukkan 20.30 og samanstendur af um tíu atriðum þar sem fólk á aldrin- um 15 til 25 ára stígur á svið og fremur ljóðagjörninga af ýmsum toga. Textarn- ir eru frumsamdir og allir túlka þeir þemað Myrkur með einum eða öðrum hætti. Ljóðaslammið fer fram í aðalsafni Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15 og fær safnið ávallt nýja ásýnd af þessu tilefni þar sem sett er upp svið og ljósabúnaður. Dómnefnd velur þrjú siguratriði en hana skipa leikkonurnar Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir og María Þórðardóttir, rithöfundurinn Stef- án Máni Sigþórsson, Óttarr Proppé tónlistarmaður og Úlfhildur Dags- dóttir bókmenntafræðingur. Slammað til sigurs Borgarfulltrúinn og tónlistarmaðurinn Ótt- arr Proppé á sæti í fimm manna dómnefnd sem velur þrjú bestu atriðin á Ljóðaslammi 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ENSKI BOLTINN STÆRRI EN ALLT SKILA LEIFTURSÓKNIR ARSENAL TITLI Í ÁR? 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.