Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 11

Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 11
FÖSTUDAGUR 10. febrúar 2012 11 SVEITARSTJÓRNIR Hjallastefnan er á leið til Vestmannaeyja. Bætist þá ellefti skólinn við þá tíu leik- skóla sem þegar eru reknir undir merkjum Hjallastefnunnar víða um land. Þetta var ljóst þegar bæjarráð Vestmannaeyja ákvað að taka tilboði Hjallastefnunnar í rekstur leikskólans Sóla. Til- boðið var það lægsta sem barst í útboði. Gert er ráð fyrir því að samn- ingurinn feli í sér að Hjallastefn- an taki við Sóla 1. ágúst í sumar. - gar Útboð á rekstri leikskóla: Hjallastefna til Vestmannaeyja KÁTT Á HJALLA Margrét Pála Ólafsdóttir er upphafsmaður Hjallastefnunnar. LÖGREGLUMÁL Ökumaður á sex- tugsaldri var stöðvaður í reglu- bundnu eftirliti lögreglunnar á Hvolsvelli um síðustu helgi. Þegar lögreglan óskaði eftir að sjá ökuskírteini mannsins kom í ljós að hann var ekki með skír- teini og það sem meira er, hann hafði aldrei á ævinni fengið öku- réttindi. Sunnlenska.is greindi frá þessu. Lögreglan sektaði manninn og farþegi hans sem var með öku- skírteini tók við akstri bifreiðar- innar. Maður á sextugsaldri tekinn: Hafði aldrei tekið bílpróf VÍSINDI Radarmælingar á plánet- unni Mars benda eindregið til þess að þar hafi verið stórt haf fyrir milljörðum ára. Vísinda- menn telja sig sjá setlög á þurr- um hafsbotni og fornar strendur. Kenningar hafa verið uppi um höf á Mars, en þær hafa verið umdeildar. Nýju mælingarnar benda til þess að haf hafi mynd- ast í tvígang. Fyrst fyrir um fjór- um milljörðum ára og aftur fyrir um þremur milljörðum ára. Ólíklegt er talið að hafið sem líklega var á yfirborði rauðu plánetunnar fyrir þremur millj- örðum ára hafi verið þar nógu lengi til að líf hafi þróast. - bj Radarmælingar á plánetu: Þurr hafsbotn fannst á Mars Strætó bs. er handhafi Forvarnarverðlauna VÍS árið 2012. Með framúrskarandi forvörnum hefur starfsfólki Strætó tekist að fækka tjónum um 73% á þremur árum. Forvarnir skila árangri. Við setjum markið hátt með okkar viðskiptavinum og erum stolt af samstarfinu við Strætó bs. Til hamingju, starfsfólk Strætó! Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is 2 fyrir 1 af lambasamlokum í febrúar. Nýbýlavegi 32 www.supersub.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgarráði verður í næstu viku kynntur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem borginni er gert að greiða Frjálslynda flokknum tæplega 3,4 milljónir króna með vöxt- um. Dómurinn er til kominn vegna framlags sem ranglega rann til Borgarmálafélags F-lista, sem Ólafur F. Magnússon, þáverandi oddviti listans, hafði stofnað. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segist enn vera að fara yfir dóminn og engrar ákvörðun- ar að vænta um viðbrögð við honum fyrr en hún hafi kynnt hann borgarráði og um hann fjallað á þeim vettvangi. „Ég hef ekki enn haft færi á að kynna dóminn í borgarráði en það verður gert í næstu viku,“ segir Kristbjörg, sem kveðst enn vera „að melta dóminn“ og því ekki komin með tillögu að viðbrögð- um við honum eða hvort Borg- armálafélag F-listans verður krafið um endurgreiðslu á þeim fjármunum sem til þess runnu. „Fyrst þarf vitanlega að taka afstöðu til þess hvort málinu verði áfrýjað. Á því ræðst hvort aðrar ákvarðanir bíða,“ segir Kristbjörg. Verði málinu áfrýjað til Hæstaréttar segir hún þá vinnu fá athyglina alla, enda ráði þá niðurstaða þess máls hvað gert verði í framhaldinu. - óká Borgarlögmaður á eftir að leggja niður fyrir sér tillögu um viðbrögð við dómi: Fer fyrir borgarráð í næstu viku SAMSTARF KYNNT Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri eftir að hafa gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borginni í janúar 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KRISTBJÖRG STEPHENSEN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.