Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 11. febrúar 2012 Leiklist ★★★★★ Skrímslið litla systir mín Sýnt í Norræna húsinu. Höfundur, flytjandi og myndlist- armaður: Helga Arnalds, tónlist: Eivör Pálsdóttir, leikstjóri og með- höfundur: Charlotte Bøving Í kjallara Norræna hússins er búið að koma fyrir litlu leikhúsi og þar á púðum og kollum koma áhorfend- ur sér vel fyrir til þess að kynnast dreng sem verður fyrir þeirri ógur- legu lífsreynslu að eignast systur sem í raun og veru er skrímsli. Margir þekkja þá erfiðu reynslu og hryllilegu daga þegar yngra systkin tekur yfir alla athygli for- eldranna og stóra barnið sem búið er að lifa eins og eina sólin í tilveru foreldranna gleymist. Hér gefur að líta ævintýri sem gerist í leikmynd sem öll er úr hvít- um þunnum pappír. Pappírinn lifn- ar við og verður að bráðskemmti- legum verum og hryllilegu skrímsli auk þess að úr honum er galdraður fram feiknarflottur kastali. Sýn- ingin er ætluð þriggja til níu ára börnum og það er alveg öruggt að engum leiðist. Fimm ára sam- ferðamaður minn linnti ekki látum þegar heim kom heldur vildi strax fara að teikna og með svörtum túss- lit má segja að hann hafi endursagt alla söguna, tengdi saman örmjóu strikin sem urðu að pabbanum og mömmunni og hafði sérstaklega gaman af því að teikna skrímslið fast og svart eins og konan gerði í leikhúsinu. Það sem segja má að hafi verið mest heillandi er að sköpunarferl- ið verður allt til beint fyrir framan augun á börnunum, það er ekkert sem er óskiljanlegt né heldur flók- ið. Allt sem gerist geta þau í raun gert sjálf þegar heim kemur, það er að segja ef til eru nokkrir metr- ar af maskínupappír. Það verður fróðlegt að vita hvernig þessi sýn- ing skilar sér inn í verkefnin á leik- skólunum. Að sýningu lokinni í Norræna húsinu fá þau börn sem þess óska að taka þátt í smiðju þar sem þau geta fengið að búa til skrímsli eða dreka eða eitthvað annað sem fyrir kom í sýningunni. Tónar og tón- list sem hljóma eru úr tónsmiðju Eivarar Pálsdóttur. Helga Arnalds leikur konu sem er algerlega hvítklædd og með slaufur úr sams konar pappír og sá sem hún skapar úr. Hún er skiljan- lega sögumaður um leið og hún fer með þann texta sem persónunum er ætlaður. Ljós og skuggar eru í jafn mikilvægu hlutverki og aðrir þætt- ir verksins. Þegar slett er vatni á pappírinn sem hangir niður á svið- ið og síðan beitt rauðleitri lýsingu í átt að áhorfendum og sögumaður tekur að skera niður glugga og dyr þannig að úr verður kastali, opnuð- ust allir litlu munnarnir og augun stóðu á stilkum. Þessi sýning var áhorfendum samboðin. Þær Charlotte Bøving og Helga Arnalds hafa hér náð, með hjálp Hallveigar og Eivarar, í hinn rétta tón. Það er varla hægt að tala um að takast betur en þegar börnin lifa áfram í ævintýrinu að sýningu lokinni. Hvort sem þau vinna úr afbrýðisemi sinni eður ei! Elísabet Brekkan Niðurstaða: Höfundar hafa náð í hinn rétta tón í afar góðri sýningu um ógurlega lífsreynslu drengs. Góð sýning fyrir góð börn ÆVINTÝRIÐ LIFNAR VIÐ „Það sem segja má að hafi verið mest heillandi er að sköpunarferlið verður allt til beint fyrir framan augun á börnunum,” segir gagn- rýnandi Fréttablaðsins. Barnaverkið Baunagrasið verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins í dag. Þetta er annað verk- ið í Ævintýrasyrpu þeirra Guð- jóns Davíðs Karlssonar og Þrastar Leó Gunnarssonar, þar sem þeir ferðast um töfraheim ævintýr- anna. Fyrra verkið í syrpunni, Eld- færin, hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, sem áhorfendasýning ársins og barna- sýning ársins. Nú ætla þeir Gói og Þröstur að halda áfram að kafa ofan í gömlu ævintýrin og blása í þau nýju lífi á sviðinu. Leikhúsgestir munu sjá risann, gömlu konuna, fallegu ríku stelpuna, sjálfspilandi hörpuna og hænuna sem verpir gulleggjun- um sem allir muna eftir úr ævin- týrinu. Gói er í hlutverki Jóa, en Þröstur bregður sér í öll hin hlut- verkin. - hhs Baunagrasið frum- sýnt á Litla sviðinu GÓI SEM JÓI Í Baunagrasinu er Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki Jóa, en Þröstur Leó Gunnarsson leikur öll hin hlutverkin í sýningunni. PI PA R\ TB W A S ÍA Hress býður nú upp á sex vikna kraftnámskeið fyrir þá sem vilja koma sér í form á nýju ári. Námskeiðin hefjast 20. og 21. febrúar og standa til 30. mars. Skráning og nánari upplýsingar: Símar 565 2212 og 565 2712 mottaka@hress.is www.hress.is ÁTAK – Konur Mán., mið. og fös. kl. 06.05 Mán., mið. og fös. kl. 09.15 Mán., mið. og fös. kl. 17.30 Mán., mið. og fim. kl. 18.30 ÁTAK – Karlar Mán., þri. og fim. kl. 18.30 ZUMBA Tímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12.05 BRAZIL BUTT LIFT Námskeið kl. 16.45–17.30 mánudaga og miðvikudaga. Skráning stendur yfir. Aðgangur að fjórum stöðvum, sundi og tækjasölum BodyVive BodyBalance Hjólatímar Tabata Pilates Vaxtarmótun Jóga Stöðvaþjálfun BodyAttack Warm yoga Krossþjálfun Heitfimi BodyPump SB 30/10 RPM Hot Yoga Zumba Hraðferð 45 INNIFALIÐ Í NÁMSKEIÐUM: Dalshrauni 11 Ásvöllum 2 220 Hafnarfirði hress@hress.is www.hress.is Norvik hf. óskar eftir að ráða starfsmann í tölvudeild. Starfssvið: Uppsetning og viðhald á PC-vélum og jaðarbúnaði. Þjónusta við notendur í síma og með heimsóknum í hinar ýmsu deildir fyrirtækisins. Samskipti við starfsmenn og samstarfsaðila. Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi með menntun í kerfisfræði, rafeindavirkjun eða sambærilegu. Önnur menntun ásamt víðtækri starfsreynslu kemur einnig til álita. Þekking og reynsla á Microsoft Windows stýrikerfi skilyrði. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa góða þjónustulund. TÖLVUDEILD STARFSMAÐUR Í Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2012. Nánari upplýsingar veitir Linda Kristmannsdóttir í tölvupósti linda@norvik.is eða í síma 458-1000 Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Norvíkur, www.norvik.is Starfsemi Norvikur hf. hófst árið 1962 með stofnun BYKO hf. Nú starfrækir Norvik byggingavöruverslanir, timbur sölur, leigumarkaði og lagnadeildir BYKO ásamt verslunum ELKO, Intersport, Húsgagna- hallarinnar, Nóatúns, Krónunnar, 11-11 og Kjarvals. Starfsmenn Norvikur samsteyp unnar eru nú um 3.000 og eru höfuðstöðvar hennar að Bíldshöfða 20, Reykjavík (á efstu hæð Húsgagnahallarinnar). Dótturfyrirtæki Norvikur hf. í Lettlandi eru BYKO-LAT og Vika wood, í Bretlandi eru Wayland Timber og Continental Wood Products. Einnig er dótturfélag Norvikur, Norwood, með starfsemi í Rússlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.