Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 10
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR
Styrkja Landsbjörgu
Fasteignasalan Eignatorg og Slysa-
varnafélagið Landsbjörg hafa gert
með sér samkomulag um stuðning
Eignatorgs við Landsbjörgu. Eignatorg
lætur 15 þúsund krónur af hverjum
frágengnum kaupsamningi sem
gerður er næstu þrjú árin renna til
Landsbjargar.
SLYSAVARNIR
VIÐSKIPTI Reykjavíkurborg vill
kaupa 0,7 prósenta eignarhlut í
Faxaflóahöfnum sf. af Borgar-
byggð og greiða fyrir það 75 millj-
ónir króna. Samkvæmt tilboðinu
eru Faxaflóahafnir í heild metnar
á um 10,7 milljarða.
Gangi kaupin eftir minnkar hlut-
ur Borgarbyggðar í Faxaflóahöfn-
um í 4,14 prósent og hlutur Reykja-
víkurborgar eykst í 75,7 prósent.
Eins og kunnugt er vilja Borgfirð-
ingar selja úr hlut sínum til að afla
fjár til að lána Orkuveitu Reykja-
víkur í samræmi við eignarhlut
sinn þar. Tilboð Reykvíkinga gildir
þar til næsta föstudag. - gar
Borgarbyggð gert tilboð:
Faxaflóahafnir
milljarða virði
REYKJAVÍKURHÖFN Faxaflóahafnir eru
metnar á 10,7 milljarða.ESBJERG
SØNDERBORG
Nánari uppl. www.easv.dk
Mikilvægt skref í átt
að þínum frama
S
T
U
D
Y
I
N
D
E
N
M
A
R
K
AP Degree
Fashion Design
Marketing Management
Multimedia Design &
Communication
Computer Science
Management Technology
BACHELOR Degree
Engin skólagjöld!
meet us!
Kynningarfundur!
Hótel Hilton Nordica:
16/02 kl. 18:00
Háskóladagurinn!
Háskólabíó:
18/02 12:00 – 16:00
International sales &
Marketing
Business & Design
Web Development
Software Development
Technical Manager
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP
TAKTU VÍSI
Á HVERJUM
MORGNI!
GRIKKLAND, AP Átök mótmælenda
við lögreglu brutust út í Aþenu
í gær, þegar tveggja daga mót-
mælaaðgerðir gegn nýjum niður-
skurðaráformum stjórnvalda hóf-
ust.
Gríska stjórnin samþykkti
niðurskurðaráformin í vikunni,
að kröfu Evrópusambandsins og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Enn
er þó langur vegur frá því að
þessi áform séu í höfn, og óvissa
ríkir þar með einnig um fjár-
hagsaðstoðina frá ESB og AGS
sem á að koma í veg fyrir að
gríska ríkið fari í greiðsluþrot í
næsta mánuði.
Evangelous Venizelos fjár-
málaráðherra segir að nú sé
komið að því að gríska þing-
ið taki úrslitaákvörðun um það
hvort Grikkland verði áfram á
evrusvæðinu.
Niðurskurðaráformin verða
líklega borin undir atkvæði
á þinginu á morgun, en í gær
reyndu leiðtogar stjórnarflokk-
anna að tryggja stuðning þing-
flokka sinna við áformin.
Þingmenn eru tregir til að sam-
þykkja áformin, sem leggja enn
frekari byrðar á grísku þjóðina
í viðbót við þann niðurskurð sem
þegar er búið að samþykkja.
Georgios Karatzaferis, leiðtogi
eins af stjórnarflokkunum þrem-
ur, hefur þegar sagt að hann ætli
ekki að samþykkja nýju niður-
skurðaráformin. Það eitt mun þó
ekki verða stjórninni að falli því
Karatzaferis er leiðtogi LAOS,
sem er litli flokkurinn í stjórn-
inni.
LAOS er flokkur hægri þjóð-
ernissinna, en aðrir flokkar í
stjórninni eru sósíalistaflokk-
urinn PASOK og íhaldsflokkur-
inn Nýtt lýðræði, flokkar sem
löngum hafa verið höfuðandstæð-
ingar í grískri pólitík en hafa
samtals 236 þingsæti af 300.
Stjórnin samþykkti á fimmtu-
dag að skera verulega niður í
heilbrigðismálum, varnarmál-
um og sveitarstjórnarmálum, en
að auki verður 15 þúsund ríkis-
starfsmönnum sagt upp störfum.
Einnig verða lögbundin lág-
markslaun lækkuð um 20 til 30
prósent og eftirlaun ríkisstarfs-
manna lækkuð um 15 prósent. Að
auki þurfa Grikkir að finna leið
til að spara 325 milljarða evra í
viðbót áður en ESB og AGS fall-
ast á að veita þeim 130 milljarða
evra í fjárhagsaðstoð.
Á leiðtogafundi Evrópusam-
bandsins í byrjun næsta mánaðar
verður svo tekin afstaða til þess
hvort Grikkir teljist hafa uppfyllt
þau skilyrði sem þeim eru sett.
gudsteinn@frettabladid.is
Lögregla í átökum
við mótmælendur
Þótt þjóðstjórnin í Grikklandi hafi samþykkt ný niðurskurðaráform er enn
eftir að tryggja stuðning þingsins. Fjármálaráðherrann segir að nú sé komið að
því að þingið taki ákvörðun um hvort Grikkland verði áfram með evru.
ÁTÖK Í AÞENU Íbúar Grikklands eru
ævareiðir vegna nýrra niðurskurðar-
áforma ofan á allan þann niðurskurð
sem skert hefur lífsgæði almennings
verulega.
NORDICPHOTOS/AFP