Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 18
18 11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR
Það er haustið 2016 og Alþjóða-gjaldeyrissjóðurinn er aftur
kominn til Íslands. Í þetta sinn
var það íslenska ríkið sem ekki
gat staðið við skuldbindingar
sínar í erlendri mynt og banka-
kerfið er aftur komið í ógöngur
eftir snarpa gengisfellingu og
brostna eignabólu eins og í fyrra
hruninu árið 2008.
Eftir hrunið árið 2008 hafði
hagkerfið smám saman jafn-
að sig undir gjaldeyrishöftum.
Bankarnir höfðu breyst úr því að
vera innheimtustofnanir, líkt og
árin 2009 og 2010, í að verða aftur
útlánsstofnanir 2012. Innlend-
ir og erlendir kröfuhafar höfðu
fengið hundruð milljarða greidd
út í krónum. Lífeyrissjóðirnir
þurftu einnig að fjárfesta miklu
magni af krónum sem skapaði
töluverða samkeppni um þær
traustu eignir sem voru innan
hagkerfisins og gerði það að verk-
um að eignaverð var í engu sam-
ræmi við sambærilegar eignir í
nágrannalöndum. Fjármagnshöft-
in, sem Seðlabankinn hafði hald-
ið fast við, gerðu það þannig að
verkum að öll verð hagkerfisins
voru bjöguð.
Verðbólgan var mikil, sökum
þess að enginn treysti krónunni
og hún gaf hægt og sígandi eftir,
en hækkun eignaverðs var ennþá
meiri. Almenningur reyndi að
forða eignum sínum frá verð-
bólgubálinu með fjárfestingum
í alls konar fastafjármunum,
ekki síst húsnæði. Fasteignaverð
hafði til dæmis hækkað um 50%
á 3 árum og lán til framkvæmda
höfðu margfaldast. Á hápunkti
bólunnar seldust einbýlishús á
verði sem aldrei hafði sést áður,
ekki einu sinni fyrir síðustu
myntbreytingu 1981 þegar tvö
núll voru tekin aftan af gjaldmiðl-
inum. Meðalverð einbýlishúsa var
vel yfir 100 milljónum og Seðla-
bankinn kórónaði óstjórnina í
peningamálum með því að gefa
út nýja 10.000 og 20.000 króna
seðla. Eitt einbýli við Tjörnina
hafði farið á 400 milljónir króna.
Íslenskt eignafólk hafði einn-
ig beitt ýmsum ráðum til þess
að flýja mikla skattlagningu og
koma eignum úr landi og marg-
ir fluttu sjálfir úr landi. Þar sem
ekki mátti selja krónur fyrir
alþjóðlega gjaldmiðla reyndu
menn allt til þess að nálgast
alþjóðleg verðmæti með öðrum
hætti. Verk allra íslenskra málara
sem höfðu alþjóðlegt verðgildi
voru löngu uppseld. Öll rauðvín
sem höfðu geymslugildi einn-
ig. Það gekk svo langt að menn
keyptu skartgripi, fornmuni,
húsgögn og styttur, sem lítil not
voru af, til þess eins að losa sig
við krónurnar.
Ennfremur veikti það hagkerf-
ið að íslensk útflutningsfyrirtæki
höfðu verið keypt af erlendum
kröfuhöfum fyrir krónur sem ein
leið til þess að koma peningum
úr landi. Arðinum af fyrirtækja-
rekstri var heldur ekki endur-
fjárfest á Íslandi heldur án und-
antekninga reynt að halda honum
í erlendri mynt.
Hrunið 2016 vakti upp vondar
minningar frá því 8 árum fyrr.
Ríkið hafði vissulega verið með
stífari reglur á fjármagnsmark-
aði, meira eftirlit og mun meiri
umsvif, en allt kom fyrir ekki.
Þegar hagvöxturinn hafði tekið
við sér vildi enginn skemma þann
efnahagsbata sem vonast hafði
verið eftir svo lengi. Þegar loks
kom að skuldadögum var ljóst að
kerfið hafði brugðist, sama kerfi
og brást árið 2008 og hafði verið
endurreist í lítið breyttri mynd,
nema hvað að skattar voru hærri,
eftirlit meira og fjármagnshöft
sem gerðu það að verkum að
útlendingar töpuðu nær engu í
þetta skiptið og íslenskur almenn-
ingur tók á sig allt tapið.
Fyrir hrunið árið 2008 hafði
Seðlabankinn að miklu leyti
sloppið við umræðu um ábyrgð
sína á því að leyfa peningamagni
í umferð, frá 2003 og fram að
hruni, að vaxa um fjörutíu pró-
sent að meðaltali á ári og búa til
aðstæður þar sem erlendir spá-
kaupmenn höfðu ýkt styrk krón-
unnar með gríðarlegum vaxta-
munsviðskiptum. Í hruninu 2016
var Seðlabankinn aftur í aðalhlut-
verki þar sem hann hafði haldið
fast við gjaldeyrishöft og mynt
sem hafði engan trúverðugleika,
sem leiddi til þess að innstreymi
erlends gjaldeyris hvarf og því
engin leið að standa við erlendar
skuldbindingar.
Við greiðslufallið og eigna-
hrunið 2016 tapaði almenningur
aftur öllum sínum sparnaði, en
öfugt við hrunið 2008 hafði ríkið
líka gengið á lífeyrissjóði lands-
manna. Auk þess að setja á ýmsa
skatta árin 2009-2011 ákvað ríkið
í samráði við Seðlabankann árið
2012 að neyða lífeyrissjóðina til
að afhenda erlendar eignir sínar
í skiptum fyrir ríkisskuldabréf
í krónum, sem ekki mátti selja.
Þessi skipti voru til þess að geta
endurgreitt erlendum kröfu-
höfum að fullu, sem höfðu lánað
glannalega til íslensku bankanna,
orkufyrirtækja og sveitarfélaga
árin 2005-2008. Seðlabankinn
hafði í sama tilgangi fengið ríkið
til þess að taka öll lán sem það gat
til þess að byggja upp gjaldeyris-
forða. Flestir erlendu kröfuhaf-
arnir sem borið höfðu sína ábyrgð
á fyrra hruninu komust á tíma-
bilinu með sitt úr landi en eftir
stóð ríkisskuldin í erlendri mynt
sem íslenska ríkið gat á endanum
ekki staðið við. Íslenskur almenn-
ingur sat eftir með tapið, skatt-
píndur og lokaður inni í höftum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
kom aftur til landsins haustið
2016, afnam höftin, sem skapað
höfðu eignabóluna og sagði að
það væri fullreynt með að Ísland
hefði forræði yfir sínum peninga-
málum. Ísland þyrfti að afsala
sér stjórn peningamála, taka
upp alþjóðlegan gjaldmiðil, líkt
og hvert einasta ríki heims sem
telur færri en milljón íbúa hefur
gert. Gjaldeyrishöftin höfðu
einangrað Ísland frá umheim-
inum með tilliti til viðskipta og
fjárfestinga. Margir óskuðu að
Íslendingar hefðu horfst í augu
við staðreyndir árið 2012 í stað
þess að leyfa ójafnvæginu enn og
aftur að grafa um sig í hagkerf-
inu með skelfilegum afleiðingum.
Starfstímabil sérstaks saksókn-
ara var framlengt en í þetta sinn
var ekki hjá því komist að stofna
rannsóknarnefnd til að fara yfir
starfsemi Seðlabanka Íslands.
Ofangreind lýsing er ein af
þeim sviðsmyndum sem Ísland
getur stefnt inn í við núver-
andi kerfi, stefnu ríkisstjórn-
ar og Seðlabanka. Það er því
miður óskhyggja að treysta á að
innganga í Evrópusambandið
bjargi Íslendingum. Óháð þeirri
umsókn verður að breyta frá
rangri stefnu er getur enn á ný
byggt upp ójafnvægi sem á end-
anum leiðir til skelfilegra afleið-
inga fyrir hagkerfið eins og við
höfum því miður áður reynt. Til
þess að koma í veg fyrir að sú
sviðsmynd sem hér er lýst gangi
eftir þurfum við að horfast í augu
við staðreyndir og marka nýja
stefnu.
Í næstu grein minni legg ég
fram hugmynd að annarri stefnu
fyrir Ísland sem er til þess fallin
að koma í veg fyrir ofangreinda
sviðsmynd. Stefnu sem gerir
Íslandi kleift að byggja hagkerfið
upp að nýju á eigin forsendum og
án utanaðkomandi hjálpar.
Við greiðslufallið og eignahrunið 2016
tapaði almenningur aftur öllum sínum
sparnaði, en öfugt við hrunið 2008 hafði
ríkið líka gengið á lífeyrissjóði landsmanna.
Hrunið 2016
Fjármál
Heiðar Guðjónsson
hagfræðingur
1 króna fyrir barnið
flugfelag.is | 570 3030
aðra leiðina + 1.400 kr. 14. – 29. febrúar 2012
(flugvallarskattur)
Þetta einstaka tilboðsfargjald
er bókanlegt frá kl. 10:00, 13. febrúar 2012
gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands
er fyrir börn, 2 –11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun
býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is
ferðatímabil 14. – 29. febrúar 2012
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
F
LU
5
81
61
0
1.
20
12
AF NETINU
Lítið fylgi fjórflokksins
Þegar búið er að draga frá hina
óákveðnu, er fylgi flokkanna
helmingi minna en af er látið í
skoðanakönnunum. Sjálfstæðis-
flokkurinn er aðeins með 20%
fylgi, Lilja með 12%, Framsókn
með 7%, Samfylkingin með 6%,
Vinstri grænir með 5% og Guð-
mundur með 4%. Ótalin eru þá
47% spurðra, sem neita að svara,
hafa ekki gert upp hug sinn. Að
einhverju leyti munu þau atkvæði
falla á fjórflokkinn. Komi fleiri
bitastæð framboð til skjalanna,
má þó búast við, að þau taki
meira af hinum óákveðnu en
fjórflokkurinn tekur. Enn er til
dæmis pláss fyrir flokk fólks úr
stjórnlagaráði, sem mundi gera
mest rusk.
Jónas Kristjánsson
www.jonas.is
Skemmtileg rökleysa
Ég hef svo sem ekki miklar skoð-
anir á hver verður biskup, vona
samt að sá sem nær kjöri verði
viðræðugóður og sýni öðrum lífs-
skoðunum skilning.
En ég get ekki gert að því
að hafa gaman af skrýtnum
ummælum í kosningabaráttu
biskupsefnanna.
Ég heyrði viðtal við fram-
bjóðanda um daginn sem sagði
að kirkjan ætti ekki að sætta sig
við hjónaband samkynhneigðra
vegna þess að Jesú hafi ekki sagt
að þau væru í lagi.
Þetta eru nokkuð skemmtileg
rök.
Með sömu rökum má halda
fram að allt sem Jesú tilgreindi
ekki sérstaklega sé þar af
leiðandi ekki í lagi. Kirkjan þarf
þá að leggjast gegn skilnaði (ef
minnið svíkur mig ekki), jafnrétti
kynjanna (aftur með fyrirvara um
minni og Google-leti), það hlýtur
að vera rangt að keyra bíl og það
er væntanlega bannað að fara í
annað bað en fótabað.
Valgarður Guðjónsson
http://blog.eyjan.is/valgardur/