Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 72

Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 72
KYNNING − AUGLÝSINGBílasölur LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 20124 Hér seljum við allt mögulegt og höfum meira að segja núna í febrú-ar auk bifreiðar selt buggy-bíl, ferðavagna og mótorhjól,“ segir Árni Ágúst Brynjólfsson, sölustjóri hjá Höfðahöllinni. Bílasalan er yfir 20 ára gömul en nýr eig- andi, Indriði Jónsson sem einnig á Bíla- lind, tók við rekstrinum nú um áramótin. Hann segir sölu á notuðum bifreiðum almennt mjög góða og hafi glæðst mikið eftir smá lægð í kringum hrunið á sínum tíma. „Við erum með bifreiðar og ökutæki af öllum stærðum og gerðum og af öllum tegundum. Þá er verðbilið mjög mikið og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann og er afar bjartsýnn á áframhaldandi velgengni. Aðstaða Höfðahallarinnar að Tanga- bryggju 14-16 er mjög góð að sögn Árna. „Við erum með bjartan og flottan 500 fer- metra sýningarsal og síðan afar stórt úti- svæði sem er stútfullt af bílum,“ segir Árni enda vill hann meina að bílar sem standi á sölunni seljist langbest. En eru einhverjir bílar sem seljast betur en aðrir? „Í raun er allt að seljast og merkilegt að þrátt fyrir hátt bensínverð er fólk enn að skoða átta sílindra jeppa. Þó eru auðvitað ákveðnar týpur sem selja sig nánast sjálfar,“ svarar hann og nefn- ir sem dæmi sparneytna fólksbíla á borð við Toyota Yaris og Skoda Oktavíu. „Þessir vísitölubílar sem eyða litlu og eru á verð- bilinu ein til tvær milljónir króna eru mjög vinsælir,“ segir hann. Inntur eftir því hvort gamlir bílar seljist að einhverju ráði segir Árni: „Það er orðin meiri eftirspurn eftir gömlum bílum núna enda eru bílar á markaði almennt orðnir eldri þar sem lítið hefur selst af nýjum bílum undanfarin tvö ár.“ Hvernig er best að fólk beri sig að ef það vill koma bíl sínum í sölu hjá Höfðahöll- inni? „Það er einfalt, það mætir með bíl- inn niður á sölu til okkar, við skráum hann, tökum myndir og auglýsum hann síðan bæði á netinu og í blöðunum,“ upplýsir Árni en skráning bílsins hjá Höfðahöllinni er ókeypis. „Þá getur fólk líka farið á heima- síðuna okkar, www.hofdahollin.is, og skráð þar bílinn sjálft og hlaðið inn myndum,“ bætir Árni við. Vefsíðan er mjög vel upp sett en þar er hægt að fá yfirlit yfir alla bíla og annað sem Höfðahöllin hefur til sölu. Árni segir vefinn spila mjög stórt hlutverk í sölu á bílum í dag. „Netið er mikið notað af kaup- endum,“ segir hann og tekur fram að miklu máli skipti að settar séu inn myndir af bílun- um. „Bílar með myndum seljast alltaf mun betur en bílar án mynda.“ Til að auka enn sölumöguleikana mælir Árni með að selj- endur láti þrífa bílana og bóna þá auk þess að láta skoða þá. Inntur eftir því hvaða borgunarmöguleik- ar séu fyrir hendi svarar Árni: „Flestir stað- greiða bílana sína í dag en þó eru nokkrir fjármögnunarmöguleikar í boði. Hægt er að fá bílalán bæði hjá Landsbankanum og Ergo auk þess sem við bjóðum allt að 650 þúsund króna kortalán til 36 mánaða.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar úrval Höfðahallarinnar eða hafa hug á að skrá bíl- inn sinn á söluna er bent á www.hofdaholl- in.is en einnig er hægt að hafa samband á hofdahollin@hofdahollin.is. Bílasalan Bílalind að Funa-höfða 1 býður fjölbreytt úrval bifreiða á hagstæðum kjörum. Þar heldur Indriði Jóns- son utan um taumana en eigand- inn segir bílasölu fara vel af stað á nýju ári. „Svo sannarlega. Um þessar mundir er mikið af ódýrum bílum að seljast, bílar sem kosta yfirleitt svona á bilinu frá hálfri og upp í eina milljón. Annars er heldur ekki langt síðan við gerðum afsal að bifreið upp á um tíu milljónir. Þannig að salan er almennt góð,“ upplýsir hann léttur í lund. Bílalind segir Indriði leggja mesta áherslu á umboðsölu á not- uðum bílum fyrir einstaklinga og fyrirtæki en nýir bílar og tengdar vörur, mótorhjól, ferðavagnar og fleira séu líka á boðstólum. „Við leggjum okkur í líma við að upp- fylla óskir viðskiptavina okkar og getum við það ekki sjálfir beinum við þeim á rétta braut,“ segir hann og getur þess að hjá Bílalind vinni vaskir starfsmenn með þjónustu- lund og margra ára reynslu af bíla- sölu. „Við rekum einnig litla dekur- bónstöð sem við köllum Lúxus- bón þannig að við getum til dæmis gert bílinn mun sölulegri á stutt- um tíma, en við þrífum einnig fyrir fjölmarga sem koma aftur og aftur vegna góðrar reynslu.“ Indriði starfaði sjálfur í mörg ár við bílafjármögnun hjá Íslands- banka sem í dag kallast Ergo áður en hann festi kaup á Bíland árið 2009. „Já, ég er fyrrum banka- maður sem þótti fínt heiti í eina tíð þótt það hafi kannski rýrnað,“ segir hann og hlær. „En svona í al- vöru talað þá kem ég inn í brans- ann með yfirgripsmikla þekkingu á lánum, veðsetningum, yfirtök- um og á öllum þessum snúningi sem tengist skuldsettum bifreið- um.“ Indriði tekur þó fram að Bíla- lind boði engar töfralausnir. „Nei, þvert á móti reynum við að greina þarfir og getu fólks. Hvaða mögu- leikar eru raunhæfir í stöðunni. Enda viljum við vera heiðarlegir, bæði í samskiptum við viðskipta- vini í leit að ökutækjum og lána- fyrirtæki sem líta hlutina eðlilega ekki sömu augum eftir hrun. Ef maður sýnir því fullan skilning næst góð samvinna. Heilindi eru lykillinn að góðum árangri í við- skiptum.“ Spurður hvort það hafi ekki verið óðs manns æði að kaupa bílasölu í miðri kreppu, hlær Indr- iði. „Síður en svo. Ég væri kannski orðinn gjaldþrota hefði ég gert það fyrir nokkrum árum þegar bull- andi bílasala var í gangi á Íslandi. Þá fóru menn stundum svolítið geyst. Nei, þá var nú betra að byrja eftir hrun og fara af stað með hag- sýni að leiðarljósi,“ svarar hann og segir sú ákvörðun hafi reynst hár- rétt. „Með því móti hefur mér tek- ist að skapa mér og öðrum vinnu og ég get boðið viðskiptavinunum góð kjör. Þannig að ég er feginn að hafa látið gamlan draum rætast og hent mér út í djúpu laugina. Þetta er stórskemmtileg vinna, mjög mannleg og gefandi í alla staði,“ segir hann og hvetur sem flesta að kíkja í heimsókn. „Hér er glæsileg- ur sýningarsalur og stórt bílaplan. Svo er auðvitað alltaf heitt á könn- unni og súkkulaði með.“ Fjölbreytt úrval á góðum kjörum Bílalind að Funahöfða 1 er með umboðssölu á bílum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bílalind leggur áherslu á notaða bíla og tengdar vörur. Hjá fyrirtækinu vinna vaskir starfsmenn með margra ára reynslu af bílasölu og bílafjármögnun sem taka vel á móti viðskiptavinum. Hjá Bílalind vinna vaskir starfsmenn með góða þjónustulund og áralanga reynslu af bílasölu. Frá vinstri: Indriði Jónsson, Jón Torfi Eysteinsson og Lárus Arnar Þórisson. MYND/STEFÁN Lipur þjónusta í Höfðahöllinni Höfðahöllin er rótgróin bílasala að Tangabryggju 14-16. Fjölbreytileikinn er mikill á sölunni og geta viðskiptavinir skoðað úrvalið í 500 fermetra sýningarsal eða á stóru útisvæði. Vefsíða Höfðahallarinnar er afar vel upp sett með greinargóðum upplýsingum um öll ökutæki sem eru til sölu. „Hér seljum við allt mögulegt,” segja Árni Ágúst Brynjólfsson sölustjóri og Indriði Jónsson, eigandi Höfðahallar- innar. MYND/STEFÁN Höfðahöllin er í afar góðu húsnæði að Tangabryggju 14-16.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.