Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 1
veðrið í dag
DÓMSMÁL Engin stór eða fordæmis-
gefandi mál hafa verið á dagskrá
Hæstaréttar frá 13. febrúar og
verða ekki fyrr en dómur hefur
verið kveðinn upp í Landsdómi í
máli Geirs H. Haarde. Það gæti
tekið tvo mánuði.
Ástæðan er sú að lögum sam-
kvæmt skulu fimm reynslumestu
dómarar Hæstaréttar dæma slík
mál. Fjórir þeirra eru hins vegar
uppteknir við störf sín í Lands-
dómi. Þangað til mun Hæstirétt-
ur einungis taka til meðferðar
mál sem þrír dómarar geta dæmt.
Þetta staðfestir Þorsteinn A. Jóns-
son, skrifstofustjóri Hæstaréttar.
Alþingi samþykkti í gær með 33
atkvæðum gegn
27 að vísa frá
tillögu Bjarna
Benediktsson-
ar um að aft-
urkalla ákær-
una á hendur
Geir. Þar með
varð ljóst að
aðalmeðferð
málsins hefst
á mánudaginn
kemur. Áætlað
er að hún muni taka tvær vikur.
Reynt verður að ljúka vitna-
leiðslum þriðjudaginn 13. mars,
taka þá einn dag í frí og ljúka
aðalmeðferðinni með tveggja
daga málflutningi saksóknara og
verjanda á fimmtudegi og föstu-
degi. Dómarar munu svo reyna að
dæma í málinu á fjórum vikum
en hafa þó til þess sex vikur hið
mesta.
Fram kemur í Fréttablaðinu í
dag að flest vitnin í landsdóms-
málinu sem búsett eru erlendis
muni koma til landsins til að verða
við réttarhöldin.
Meðal þeirra eru ráðherrarn-
ir fyrrverandi Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir og Árni M. Mathiesen
og Kaupþingsstjórarnir Sigurður
Einarsson og Hreiðar Már Sig-
urðsson.
- sh / sjá síður 6 og 8
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Föstudagur
skoðun 18
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Lífið
2. mars 2012
53. tölublað 12. árgangur
Gengislánin tímafrek
Birna Einarsdóttir banka-
stjóri segir útlendinga hafa
sýnt Íslandsbanka áhuga.
föstudagsviðtalið 16
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Þ essi uppskrift e j
Eyvindur Karlsson, leikstjóri og grínari, eldar indverskan lambakjötsrétt:Veit fátt betra en að dunda sér í eldhúsinu
Verk úr norrænni goðafræði, dulúðugt lands-
lag og spegilmynd samtímans eru meðal yrkis-
efna á sýningu listmálarans Einars Hákonarsonar
sem verður opnuð í Norræna húsinu á morgun.
Einar hefur haldið yfir 40 einkasýningar og tekið
þátt í fjölda samsýninga víða um lönd.
BORÐAPANT
HUMARSALAT & HVÍTVÍN 2.250 kr.Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó,
sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum
ásamt hvítvínsglasi.
BLÁSKEL & HVÍTVÍN 2.950 kr.Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi.
FERSKT &
FREISTANDISPENNANDI
SJÁVARRÉTTATILBOÐ
2. MARS 2012
SPYRILL
GETTU BETUR
SETUR SÉR REGLULEGA
NÝ MARKMIÐ
FLOTTAR Á
FRUMSÝNINGU
BARN Í VÆNDUM
DRESSIN Á LÚÐRINUM
NÝTT
HAGKAUPSBLAÐ
KOMIÐ ÚT
Á HAGKAUP.IS
Tax free
Föstudag, laugardag
og sunnudag
AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT AF ÖLLUM
VÖRUM*
*Afslátturinn er á kostnað Europris
Lestu
bókina!
Heildarlisti 15.02.12–21.02.12
LÖGREGLUMÁL Stjórn Fjármálaeftirlitsins leysti
Gunnar Þ. Andersen forstjóra frá störfum í
gær og kærði hann til lögreglu fyrir meint
brot í starfi. Kærumálið varðar upplýsingar
um fjármál Guðlaugs Þ. Þórðarsonar alþingis-
manns, sem Gunnari er gert að sök að hafa
aflað með ólögmætum hætti. Ástæða uppsagn-
arinnar er samkvæmt stjórn FME vegna fortíð-
ar hans sem framkvæmdastjóra Landsbankans
en ekki kærumálsins.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum veitti
Gunnar tveimur aflandsfélögum forstöðu á
vegum Landsbankans þegar hann starfaði þar
sem framkvæmdastjóri. Það er mat stjórnar
FME að hann hafi tekið þátt í því að „veita
FME villandi eða beinlínis rangar upplýsing-
ar um tilvist félaganna“, eins og segir í yfir-
lýsingu stjórnar frá því í gær og er uppgefin
ástæða brottrekstrarins.
Lögmaður Gunnars, Skúli Bjarnason, sendi
tilkynningu til fjölmiðla í gær þar sem Gunn-
ar lýsir sig „fullkomlega saklausan“ af öllum
sakar giftum frá hendi FME, gömlum sem
nýjum. Gunnar segir í tilkynningunni að vegið
sé að sér með ómaklegum hætti og lyktir máls-
ins ráðist fyrir dómstólum.
Fréttablaðið fékk það staðfest í gær að kæru-
málið varðaði gögn um fjármál Guðlaugs Þórs.
Starfsmanni Landsbankans, sem mun hafa
aflað gagnanna fyrir Gunnar, var sagt upp
störfum á miðvikudag.
Þegar Fréttablaðið hafði samband við Guðlaug
í gær vegna málsins hafði hann ekki upplýsing-
ar um hvaða gögn er að ræða. „Ég viðurkenni
að mér er brugðið. Þrátt fyrir að maður hafi
ekkert að fela þá er það vond tilfinning að það
sé njósnað um mann,“ segir Guðlaugur. „Maður
veltir því fyrir sér hvaða hugur liggur hér að
baki, og þetta er grafalvarlegt. Síðan hlýtur
maður að velta fyrir sér hvort þetta mál núna
sé einstakt eða hvort þetta sé stundað víðar.
Ég vona að þetta sé einangrað tilfelli en það er
jafnframt nauðsynlegt að það sé kannað,“ segir
Guðlaugur.
Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður
FME, sagði á blaðamannafundi í gær að upp-
lýsingum um meint brot Gunnars hafi verið
komið til hans persónulega á miðvikudag.
Aðalsteinn færði jafnframt Gunnari uppsagn-
arbréfið persónulega á heimili hans áður en
fundur með starfsfólki hófst hjá FME í gær-
morgun.
- shá, þsj / sjá síðu 12
Gunnar rekinn og kærður
Stjórn FME kærði Gunnar Þ. Andersen til lögreglu í gær fyrir meint brot í starfi. Honum var sagt upp
störfum í gær. Gunnar lýsir sig saklausan af öllum sakargiftum. Kærumálið varðar fjármál alþingismanns.
VÍÐA HVASST Í dag verða
suðaustan 10-20 m/s hvassast
V-til. Víða rigning einkum S-lands
en úrkomulítið NA-til. Hiti 2-8 stig.
VEÐUR 4
6
6
6
6
5
Síðan hlýtur maður að velta fyrir
sér hvort þetta mál núna sé ein-
stakt eða hvort þetta sé stundað víðar.
Ég vona að þetta sé einangrað tilfelli en
það er jafnframt nauðsynlegt að það sé
kannað.
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
ALÞINGISMAÐUR
Dóp og ofbeldi
Svartur á leik fær fjórar
stjörnur hjá gagnrýnanda
Fréttablaðsins.
bíó 36
Betra skipulag
Emil Hallfreðsson er
hrifinn af vinnubrögðum
landsliðsþjálfarans,
Lars Lagerbäck.
sport 38
FÓLK Elín Hirst segist geta
hugsað sér framboð til forseta
Íslands. „Það eru hins vegar
ýmis ljón í veginum,“ segir hún
og kveður það
fyrsta vera sitj-
andi forseta.
„Ætlar hann að
gefa kost á sér
í fimmta sinn
eður ei?”
„Ég vil færa
forsetaembætt-
ið nær fólkinu
í landinu, þar
sem forsetinn
yrði fremstur á
meðal jafningja,“ segir Elín í við-
tali við Lífið sem fylgir Frétta-
blaðinu í dag.
Elín segist hins vegar enga
hugmynd hafa um það hvort hún
njóti stuðnings til starfans. „En
það er að sjálfsögðu lykilatriði.
Ég tel því minni líkur en meiri
að ég verði næsti húsráðandi á
Bessastöðum.“ Sjá Lífið í miðju blaðsins
Elín Hirst horfir til Bessastaða:
Ýmis ljón í vegi
forsetaframboðs
ELÍN HIRST
Hæstiréttur geymir öll fordæmisgefandi mál þar til landsdómsmálinu lýkur:
Stór mál bíða vegna Landsdóms
UPPHAF MOTTUMARS Lögreglumenn og slökkviliðsmenn áttust við í æsispennandi viðureign í
sundknattleik í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gær og mörkuðu þannig upphaf krabbameinsátaksins Mottumars þetta
árið. Leikurinn þótti frábær skemmtun og endaði með naumum 4-3 sigri lögreglumanna í blálokin. Í fyrra mætt-
ust liðin t einnig af sama tilefni og kepptu þá íshokkí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GEIR H. HAARDE