Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 2
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR2 Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA SÝRLAND, AP Mannréttindaráð Sameinuðu þjóð- anna fordæmir útbreidd og kerfisbundin brot sýr- lenskra stjórnvalda gegn almennum borgurum. Þrjú ríki, Rússland, Kína og Kúba, voru einu ríkin sem greiddu atkvæði gegn ályktun þess efnis í mannréttindaráðinu. Yfirgnæfandi meiri- hluti ráðsins, alls 37 ríki af 47, samþykkti álykt- unina, en þrjú ríki sátu hjá og fjögur greiddu ekki atkvæði. Í ályktuninni eru sýrlensk stjórnvöld hvött til þess að hætta þegar í stað öllum árásum á almenna borgara og veita hjálparsamtökum óhindraðan aðgang að landinu. Í gær stofnuðu helstu samtök uppreisnarmanna, Frjálsi sýrlenski herinn, herráð sem fær það verk- efni að skipuleggja og samhæfa uppreisnina gegn Sýrlandsstjórn og Basher al-Assad forseta. Þar með taka átökin í landinu á sig enn skýrari mynd borgarastyrjaldar. Burhan Ghalion, forseti Frjálsa sýrlenska hers- ins, sagðist þó ekki stefna að því að fara út í borg- arastyrjöld. „Nei, uppreisnin í Sýrlandi var frá upphafi og mun verða áfram fyrst og fremst friðsam- leg almannahreyfing. Verkefni herráðsins er að vernda friðsama mótmælendur og óbreytta borg- ara.“ - gb Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðina fordæmir brot Sýrlandsstjórnar: Uppreisnarmenn stofna herráð SÝRLENSKIR UPPREISNARMENN Stjórnarhernum tókst í gær að hrekja lið uppreisnarmanna frá borginni Homs eftir harðar árásir vikum saman. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Fjármála- ráðherrar evruríkjanna sam- þykktu í gær fyrir sitt leyti fyrstu greiðslu úr björgunar- pakka til handa Grikkjum, sem tryggir að gríska ríkið ræður við næstu afborganir af skuldum sínum síðar í þessum mánuði. Ráðherrarnir hittust í Bruss- el í gær stuttu áður en tveggja daga leiðtogafundur Evrópu- sambandsins hófst. Þeir þurfa að leggja blessun sína yfir greiðslu 130 milljarða evra til Grikkja úr björgunarsjóði evruríkjanna, sem er forsenda þess að bankar felli niður rúmlega helming af ríkisskuldum Grikklands. - gb Leiðtogar evruríkja á fundi: Hafa samþykkt fyrstu greiðslu HEILBRIGÐISMÁL Þráðormurinn Strongyloides stercoralis hefur greinst í þremur hundum á höfuð- borgarsvæðinu, að því er fram kemur á vef MAST. „Tveir þeirra komu nýlega frá hundabúinu í Dalsmynni á Kjalar- nesi,“ segir þar, en búinu hefur verið bönnuð frekari afhending hunda þar til staðfest hefur verið að smit sé ekki lengur til staðar. Er þetta sagt í fyrsta sinn sem þráðormur þessi finnst hér í hund- um utan einangrunarstöðvar. Ekki er vitað hvernig hundarnir sýkt- ust. Einkenni sýkingar geta komið fram sem niðurgangur, megurð og hægur vaxtarhraði. - óká Þráðormur fannst í hundum: Hundabú má ekki afhenda HVOLPUR Þráðormurinn lifir aðallega í fólki. Smit getur hins vegar borist á milli manna og dýra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Páll, ertu þá hættur að taka skot? „Nei, ég á eftir að taka mörg skot og engin fram hjá eða í hinn fótinn.“ Páll Reynisson í Veiðisafninu á Stokkseyri kveðst vera kominn á beinu brautina aftur eftir að hafa verið handtekinn ölv- aður fyrir skothríð á almannafæri í fyrra. FÓLK „Þetta er eins og að stinga nammi upp í börnin og kippa því út áður en þau ná að bíta,“ segir Bryndís Ólafsdóttir, móðir drengs í blönduðum hópi fimleikabarna hjá Ungmennafélagi Selfoss sem, þrátt fyrir að ná tilskyldum lág- mörkum Fimleikasambands Íslands, fá ekki að fara á Norður- landamót. Um er að ræða fjórtán manna hóp drengja og stúlkna sem flest eru þrettán ára og hafa æft frá því þau voru fimm eða sex ára. Fyrir um þremur árum var þessi bland- aði hópur myndaður. „Markmiðið var að reyna að komast á Norður- landamót unglinga sem verður núna í apríl í Svíþjóð,“ segir Birgir Ásgeir Kristjánsson, formaður fimleikadeildar UMFS. Á úrtökumóti sem haldið var 11. febrúar náði hópurinn tilskyldum lágmörkum Fimleikasambands Íslands og tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandamóti unglinga sem byrjar í Svíþjóð 20. apríl. Fáum dögum síðar var skýrt frá þeirri ákvörðun þjálfara og stjórnar fim- leikadeildarinnar að ekkert yrði af ferðinni. Birgir segir blandaða liðið hafa verið á mörkunum að ná lágmörk- unum. „Eftir að búið var að funda með þjálfurum og stjórn félags- ins var sú ákvörðun tekin að það væri skynsamlegast að fara ekki á mótið með svona ungan og brot- hættan hóp. Við töldum að þetta gæti orðið slæm lífsreynsla fyrir hópinn og ákváðum að byggja hann betur upp áður en farið væri á stórmót,“ segir Birgir. Hópurinn átti þátttökurétt í flokki þrettán til átján ára. „Við erum óánægð með hvernig börnunum hefur verið haldið í von- inni í öll þessi ár. Það var keyrt á að þau væru að reyna að ná þess- um lágmörkum. Svo þegar mark- miðið næst er sagt þeim sagt að ekki verði af neinu,“ segir Bryn- dís. Eins og fleiri foreldrar kepp- enda í hópnum sem rætt hefur verið við bendir Bryndís á að aldur barnanna hafi legið fyrir frá upp- hafi. Krakkarnir hafa safnað fyrir Svíþjóðarferðinni og til að brúa bilið ætluðu mörg að nota væntan- lega fermingarpeninga. „Auðvitað hefur verið stefnt að þessu leynt og ljóst að komast á þetta mót en þetta var ákvörðun sem var tekin eftir miklar vanga- veltur og að vel ígrunduðu máli,“ segir Birgir sem ítrekar að hópur- inn eigi framtíðina fyrir sér, sér- staklega eftir að hann aflaði sér frekari keppnisreynslu sem sé lítil fram að þessu. „Það eru mjög efni- legir krakkar í þessum hópi. Þeir eiga klárlega erindi á næsta Norð- urlandamót eftir tvö ár.“ Bryndís er ekki sammála því að ferðin til Svíþjóðar myndi hafa orðið erfið reynsla fyrir börnin. Hún bendir á að nái íþróttamenn ná lágmörkum fyrir ólympíuleika þá fari þeir þangað – jafnvel þótt þeir viti að þeir eigi ekki von á miklum frama. „Aðalmálið fyrir þessa krakka var að fá að fara á mótið þótt þau vissu að þau yrðu ekki í efstu sætum.“ gar@frettabladid.is Fimleikabörn verða af ferð til Svíþjóðar Móðir þrettán ára fimleikadrengs á Selfossi segir félagið snuða keppnishóp stráksins um ferð á Norðurlandamót í Svíþjóð. Lágmarki Fimleikasambandsins var náð en formaður deildarinnar á Selfossi segir hópinn ekki tilbúinn í mótið. MIX-HÓPUR FIMLEIKADEILDAR UMFS Krakkarnir í blandaða hópnum í fimleikum hjá UMFS hafa árum saman stefnt að því að ávinna sér keppnisrétt á Norðurlandamóti unglinga sem fram fer í apríl en fá ekki fara þótt þau hafi náð settu marki. STJÓRNMÁL Kristján Þór Júlíus son alþingismaður býður sig fram til embættis 2. varaformanns Sjálf- stæðisflokks- ins sem kosinn verður á flokks- ráðsfundi 17. mars. „Verði mér treyst til að gegna embætti annars varafor- manns flokksins mun ég leggja áherslu á að auka samráð, efla innra starfið og styrkja grasrótina innan flokks- ins,“ segir Kristján í tilkynningu. „Ég hef alla tíð reynt, eftir bestu getu, að vera málsvari venjulegra fjölskyldna og heimila um allt land,“ segir Kristján sem frá árinu 2007 hefur verið 1. þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi. Hann kveðst munu sækjast eftir því að halda því áfram fyrir næstu alþingiskosn- ingar. - gar Kristján Þór býður sig fram: Vill verða 2. varaformaður KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON FÓLK Lýsi mun safna peningum til verkefna Barnaheilla - Save the Children í þessum mánuði með aðstoð viðskiptavina sinna. Barnaheill fékk fyrirtæki til þess að aðstoða sig við verk- efnið Heillakeðja barnanna, sem verður í gangi út árið og er ætlað að safna fé til verkefna samtak- anna. Nú þegar hafa Blómaval og Ölgerðin tekið þátt. Einstaklingar og hópar geta einnig tekið þátt í heillakeðjum eða stofnað eigin keðju á heima- síðunni heillakedjan.is. - þeb Styrkir Barnaheill í mars: Lýsi tekur þátt í heillakeðjunni JAFNRÉTTISMÁL „Klámvæðing er kynferðisleg áreitni“ er heiti bæklings sem Mannréttinda- skrifstofa Reykjavíkurborgar og MARK – miðstöð margbreyti- leika og kynjarannsókna við Háskóla Íslands hafa gefið út. Bæklingnum er ætlað að varpa ljósi á hvernig konur upplifa klám á vinnustöðum og umræðu um útlit sitt í stað frammistöðu. Í honum er sýnt hvernig umræða um útlit og niðurlægjandi mynd- birtingar eru notaðar til að grafa undan trúverðugleika kvenna og styrk. - þeb Kynferðisleg áreitni: Bæklingur um klámvæðingu ATVINNA 1,4 milljörðum króna verð- ur veitt í atvinnuverkefni fyrir langtímaatvinnulausa hjá Reykja- víkurborg næsta árið. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þess efnis í gær. Verkefnið felur í sér tillögur um aðgerðir fyrir langtímaatvinnu- lausa og er ætlað að tryggja allt að 1.500 atvinnuleitendum störf og starfstengd úrræði. Störfin sem verða í boði verða kynnt á sér- stakri Vinnumessu þann 8. mars næstkomandi. Fjármálaskrifstofa borgarinnar áætlar að heildarkostnaður vegna þessa tólf mánaða átaks nemi 1.414 milljónum króna. Vinnumálastofn- un veitir mótframlag og þegar það hefur verið tekið með í reikning- inn ásamt auknum útsvarstekjum verður kostnaðurinn 673 milljón- ir. Einnig er gert ráð fyrir því að fjárhagsaðstoð og annar kostnaður sparist á móti útgjöldunum. Þá var samþykkt að stofna stýri- hóp um vinnumarkaðsúrræði, en hópurinn á að útfæra hugmyndir um sameiginlega atvinnumála- deild. Þeirri deild er ætlað að sjá um vinnumiðlun í átaksverkefnum, vinnumiðlun sumarstarfa og fatl- aðra. Til frambúðar á hópurinn að vera borgaryfirvöldum til ráðgjaf- ar í atvinnuátaksmálum. - þeb Reykjavíkurborg veitir 1,4 milljörðun króna í atvinnuátak á næsta árinu: Langtímaatvinnulausir í forgang RÁÐHÚSIÐ Meirihluti borgarráðs sam- þykkti tillögur borgarstjóra á fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.