Fréttablaðið - 02.03.2012, Page 4

Fréttablaðið - 02.03.2012, Page 4
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR4 STJÓRNMÁL Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, segir að tvíátta skilaboð í gengismálum hafi verið vandamál. Ekki sé hægt að tala upp tiltrú á efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á meðan talað sé um að það sé mark- mið með íslenskri krónu að hægt sé að fella gengi. Árni Páll sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að hann hefði fengið slíkar yfirlýsingar í bakið í samtali við bankastjóra Seðlabanka Evrópu. Hann segir við Fréttablaðið að þar hafi hann óskað eftir stuðn- ingi við skjótt afnám gjaldeyris- hafta og upptöku evru. Þar á bæ hafi menn vísað í orð Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, og Steingríms J. Sigfússonar, þáver- andi fjármálaráðherra, um kosti þess að geta fellt sjálfstæða mynt. Árni Páll segir allt slíkt tal mjög hamlandi fyrir erlendri fjárfest- ingu. Spurður hvort orð Steingríms hafi þá staðið í vegi fyrir erlendri fjárfestingu segir hann: „Það segir sig sjálft. Forsenda erlendrar fjárfestingar og tiltrúar á íslenska krónu er að menn telji að stjórnvöld muni forðast gengisfell- ingar í lengstu lög. Ef menn skil- greina kosti íslenskrar krónu ein- vörðungu þá að hægt sé að fella hana, felast í því skilaboð til útlend- inga um að hún sé mjög óviss eign og best sé að eiga ekkert undir henni.“ Steingrímur segist ekki muna eftir því að hafa nokkru sinni rætt um mikilvægi þess að geta fellt gengið. Hann segir Íslendinga búa við þann veruleika að hafa íslensku Segir ráðherra hafa hamlað fjárfestingu Árni Páll Árnason segir yfirlýsingar um gengisfellingu hafa staðið erlendri fjár- festingu fyrir þrifum. Hann ræddi við Seðlabanka Evrópu um skjóta upptöku evru. Fyrrverandi fjármálaráðherra hafnar því að hafa rætt um gengisfellingu. SAMRÁÐHERRAR Árni Páll Árnason gagnrýnir eftirmann sinn á stóli efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir tvíátta skilaboð í gjaldmiðilsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, var málshefjandi í sér- stakri umræðu um stefnu í gjaldmiðilsmálum á þingi í gær. Hann kallaði eftir skýrri framtíðarsýn, en ljóst væri að við gætum ekki búið lengur við sjálfstæða krónu. „Krónan hefur í för með sér þannig óstöðugleika að næst- um ótækt er fyrir heimili og fyrirtæki að gera plön til langs tíma.“ Steingrímur J. Sigfússon sagði ljóst að þröngt skilgreind verðbólgumark- mið Seðlabanka Íslands dygðu ekki lengur ein og sér. Undir það tók Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að verðbólgumarkmið sé ónothæft sem grundvöllur peninga- stefnu Seðlabanka Íslands.“ Verðbólgumarkmið duga ekki krónuna. Óábyrgt sé að móta ekki framtíðarstefnu á henni, skyldi svo fara að þjóðin hafnaði aðild að ESB. „Ég hef sagt að úr því sem komið var hafi krónan að mörgu leyti hjálpað varðandi fljótari aðlög- un hagkerfisins. Það eru ekki síst útflutnings- og samkeppnisgreinar sem hafa nýtt sér hagstæða gengis- skráningu sem eru að draga hag- kerfið áfram í dag.“ Steingrímur segir efnahags- stjórnunina snúast um að endur- heimta stöðugleika og það sé að tak- ast hægt og bítandi. kolbeinn@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Heilablæðing af völdum höfuðhöggs olli dauða manns sem lést í fangaklefa lög- reglustjórans á Suðurnesjum í byrjun september í fyrra. Höggið hafði maðurinn hlotið skömmu fyrir handtöku, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknar ríkissaksóknara. Áverkinn er rakinn til falls mannsins á steypta gangstétt, en ekkert er sagt benda til annars en að um óhapp hafi verið ræða. Sjúkraflutningamönnum og lög- reglu, sem afskipti höfðu af mann- inum sökum ölvunarástands hans, var ekki kunnugt um höfuðhöggið. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að afhafast ekki frekar í málinu. - óká Rannsókn á láti í fangaklefa: Lést af völdum heilablæðingar FJÁRMÁL Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að lækka fasta vexti á nýjum verð- tryggðum sjóð- félagalánum úr 4,5% í 3,9%. Breytilegir vextir verða áfram 2,98%. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að þessi vaxtalækkun sé „ákveðin með það í huga að veita sjóðfélögum aukna og góða þjón- ustu á þessu sviði“. Þar segir einnig að afstaða líf- eyrissjóðsins sé sú að farsælla sé að ávaxta fjármuni sjóðsins með því að bjóða sjóðfélögum lán held- ur en að geyma það inni á banka- reikningum þar sem ávöxtun sé ósamkeppnisfær. - þj Betri ávöxtun með útlánum: Lífeyrissjóður lækkar vextina DÓMSTÓLAR Íslenska ríkið þarf, samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar, að greiða Skarp- héðni Berg Steinarssyni 300 þúsund krónur í miska- bætur vegna ólögmætrar kyrrsetningar á eigum hans. Hæstiréttur sneri með þessu við fyrri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Kyrrsetningin var gerð í tengslum við rannsókn á meint- um skattsvikum Stoða (áður FL Group). Hæstiréttur féllst ekki á 1,5 milljóna króna skaðabótakröfu Skarphéðins, en ríkið þarf einnig að greiða honum eina milljón króna í málskostnað. - óká Dómi héraðsdóms snúið við: Dæmdar 300 þúsund í bætur SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON JARÐSKJÁLFTI Tryggingafélögum bárust nokkrar tilkynningar í gær um skemmdir á innanstokks- munum eftir þrjá jarðskjálfta aðfaranótt fimmtudags. Mestu skemmdirnar urðu í Vallahverfi í Hafnarfirði. Viðlagatrygging Íslands er lög- boðin vátrygging við náttúru- hamförum. Engar tilkynningar höfðu borist þangað um skemmdir á húsum í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 á Richter og átti hann upptök sín við fjallið Helgafell sem er vinsælt útivistarsvæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að stærsti skjálftinn hafi ekki verið nógu stór til þess að ógna gangandi vegfarendum. „Auðvitað getur þetta komið af stað skriðuföllum sem eru hættuleg. Hins vegar var skjálftinn ekki nógu stór til þess að þetta skjóti undan þér fótunum,“ segir Benedikt. Skjálftinn átti upptök sín í nyrsta hluta sprungukerfis sem er á svæði nálægt Helgafelli. Um miðjan dag í gær voru ein- ungis stöku skjálftar og ekkert sem gaf til kynna að fleiri stórra jarð- skjálfta væri að vænta. „Að vísu er mjög erfitt að spá fyrir um svona tegund skjálfta,“ segir Benedikt. Ekki er algengt að skjálftavirkni finnist í þessari tilteknu sprungu í jarðskorpunni. Síðast mældist þar jarðskjálfti í tengslum við Suður- landsskjálftann árið 2000. - vgu Nokkrar skemmdir urðu í Vallahverfi í Hafnarfirði í jarðskjálftahrinu í fyrrinótt: Innanstokksmunir skemmdust VIÐSKIPTI Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, seldi í gær 13,33 prósenta hlut í Högum til fjár- festa. Fyrir bréfin fékk Eigna- bjarg 2,8 milljarða króna en alls bárust tilboð í bréfin fyrir 7,9 milljarða. Hæsta verð sem greitt var fyrir hlut var 17,2 krónur en lægsta verð 17 krónur. Verð á hlutabréfum í Högum hækkaði í kjölfar sölunnar, var 17,55 við lokun í gær og hefur aldrei verið hærra við lokun. Á félagið nú 5,98 prósent hlut í Högum eftir en Fjármálaeftir- litið hefur lýst því yfir að það geri ekki athugasemd við að bankinn eigi allt að 10 prósenta hlut í Högum. - mþl Enn eftirspurn eftir Hagabréfum: Eignabjarg seldi hlut í Högum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 18° 8° 7° 14° 16° 7° 7° 20° 14° 16° 8° 30° 5° 17° 15° 4° Á MORGUN 8-13 m/s. SUNNUDAGUR 8-15 m/s. 6 6 6 6 6 5 5 5 2 8 7 11 11 11 10 12 20 10 15 16 15 12 6 2 2 2 5 2 1 -1 -1 0 ROK OG RIGNING víða um sunnan og vestanvert landið í dag en búist er við stormi vestra fram á kvöld. Fremur stíf suðvestanátt um helgina og kólnar og víða rigning eða slydda en él á sunnudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður MENNTAMÁL Einelti fer minnkandi í grunnskólum Reykjavíkur sam- kvæmt niðurstöðum úr viðhorfs- könnun foreldra sem lögð var fyrir í síðasta mánuði. Yfir 90 prósent foreldra telja að börnum þeirra líði alltaf eða oftast vel í skólanum og einungis um 0,2 pró- sent eru því ósammála. Janúarmæling Skólapúlsins 2012 gefur til kynna að einelti í 6. til 10. bekk er heldur minna en fyrir ári, eða um þrjú prósent. Áfram mælist einelti minna í fjölmennari skólum. - sv Foreldrakönnun í Reykjavík: Einelti minna í skólum en áður Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS GENGIÐ 01.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,0037 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,99 125,59 199,32 200,28 166,52 167,46 22,395 22,527 22,411 22,543 18,873 18,983 1,5411 1,5501 193,63 194,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Auðvitað getur þetta komið af stað skriðu- föllum sem eru hættuleg. BENEDIKT GUNNAR ÓFEIGSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.