Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 6
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR6 LÖGREGLUMÁL Lögreglan hefur vísað tveimur nauðgunarmálum gegn Agli Einarssyni til ákæru- meðferðar hjá embætti Ríkis- saksóknara. Þar verður reynt að taka ákvörðun um hvort ákært skuli í málun- um innan mán- aðar. Átján ára stúlka kærði Egil og unnustu hans fyrir nauðgun í lok nóvem- ber. Það mál hefur þegar komið til kasta Ríkissaksóknara, sem vísaði málinu aftur til lögreglu til frekari rannsóknar. Í millitíðinni kærði önnur kona Egil fyrir nauðgun sem sögð er hafa verið framin fyrir átta árum. - sh Niðurstaða eftir mánuð: Mál Egils aftur til saksóknara EGILL EINARSSON ALÞINGI Ísland getur lagt mikið af mörkum í baráttunni gegn vannær- ingu barna um heim allan. Lykilat- riði er að byggja upp matvælafram- leiðslu þróunarlanda til að tryggja fæðuöryggi þegna þeirra. Þetta voru þingmenn sammála um þegar nýleg skýrsla Barnaheilla – Save the Children var rædd á Alþingi í gær. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, var máls- hefjandi og undirstrikaði hinn dimma veruleika sem kemur fram í skýrslunni, meðal annars að um 300 börn látist af vannæringu dag hvern um heim allan. Árni Þór sagði einnig að bar- átta gegn vannæringu hefði ekki gengið sem skyldi og spurði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvernig Ísland gæti lagt málinu lið. Össur sagði ríkisstjórnina fylgja markmiðum skýrslunnar, sem og nýlegrar skýrslu UNICEF um neyð barna í stórborgum heimsins. „Ég tek undir öll þau áfrýjun- arorð sem er að finna í þessum skýrslum,“ sagði Össur. „Ríkis- stjórnin hefur bent á að það þarf miklu heldur að leggja fjármagn til að byggja upp sjávarútveg og landbúnað til að tryggja fæðuör- yggi fremur en að leggja gríðar- legar upphæðir gegnum Alþjóða- bankann og aðrar stofnanir til að byggja upp innviði.“ Össur sagði framlög Íslands vera að aukast. Í ár sé þremur milljörðum króna varið til þró- unar- og neyðaraðstoðar. Þá hafi verið lögð fram áætlun um aukin framlög til næstu tíu ára. Með aukningunni verði meira fé beint í gegnum frjáls félagasamtök enda hafi það sannað sig að með því nýt- ist fjármunir betur. Allnokkrir þingmenn tóku til máls í umræðunum og voru á einu máli um að þetta væri aðkallandi vandamál. - þj Skýrsla Barnaheilla um vannæringu barna um heim allan var til umræðu á Alþingi í gær: Lykilatriði að byggja upp matvælaframleiðslu ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Glæný Bláskel frá Stykkishólmi OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 HUMAR 2.000 kr.kg FERSKUR TÚNFISKUR 690 kr. pr. 100 gr. 3.990 kr.kg HUMAR Stærð 18-24 Hyggjast ekki selja HS veitur Bæjarráð Hafnarfjarðar telur ekki tímabært að huga að sölu hlutar bæjarins í HS veitum. Þetta kom fram á fundi ráðsins í gær, en Hafnarfjarð- arbær á rúm 15% í fyrirtækinu. Aðrir stórir eigendur eru Reykjanesbær og Orkuveita Reykjavíkur. HAFNARFJÖRÐUR DÓMSMÁL Engin stór eða fordæmis- gefandi mál hafa verið á dagskrá Hæstaréttar síðan 13. febrúar og verða ekki fyrr en Landsdóm- ur kveður upp dóm sinn í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta staðfestir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæsta- réttar. Allt að tveir mánuðir geta liðið þar til dómur fellur í máli Geirs. Forseti Hæstaréttar hefur lögum samkvæmt ákvörðunarvald um það hvort dómur skuli skipað- ur þremur dómurum eða fimm. Í öllum stærri málum, einkum þeim sem að mati forseta réttarins geta verið fordæmisgefandi, dæma fimm dómarar, að sögn Þorsteins, og jafnvel sjö í undantekningartil- fellum. Lög kveða á um að þeir fimm dómarar Hæstaréttar sem hafa lengstan starfsaldur skuli sitja í Landsdómi en einn þeirra, Árni Kolbeinsson, lýsti sig vanhæfan til þess vegna tengsla við Geir. „Lögin um Hæstarétt gera ráð fyrir því að fimm elstu dómararn- ir sitji í fimm manna dómi og þar sem þeir eru líka í Landsdómi – þó með undantekningum – þá verða engin fimm manna mál sem hafa fordæmisgildi í Hæstarétti á sama tíma,“ segir Þorsteinn. Þetta á við um öll mál sem þykja hafa mikið fordæmisgildi og auk þess mál þar sem sérstaklega mikil vægir einstaklingshagsmun- ir eru í húfi, segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi manndrápsmál og mál sem varða læknamistök. Þorsteinn segir að verið sé að skoða að setja tvö eða þrjú mál sem krefjast fimm manna dóms á dagskrá í apríl, en það verði þá mál með mjög takmarkað fordæmis- gildi. stigur@frettabladid.is Öll stærri mál látin bíða eftir Landsdómi Hæstiréttur tekur ekki fyrir stór og fordæmisgefandi mál næstu vikurnar á meðan fimm dómarar eru uppteknir í landsdómsmálinu. Engin slík hafa verið á dagskrá síðan 13. febrúar. Aðalmeðferð í máli Geirs Haarde hefst á mánudag. Aðalmeðferðin í máli Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi hefst á mánudaginn kemur. Áætlað er að hún muni standa í tvær vikur, flesta daga frá morgni og langt fram eftir degi. Reynt verður að ljúka vitnaleiðslum þriðjudaginn 13. mars, taka þá einn dag í frí og ljúka aðalmeðferðinni á tveggja daga málflutningi saksóknara og verjanda á fimmtudegi og föstudegi. Þetta er þó ekki meitlað í stein og gæti tekið breytingum. Dómarar munu svo reyna að dæma í málinu á fjórum vikum en hafa þó til þess sex vikur hið mesta. Stefnt er að því að taka ákæruliðina fyrir í réttri röð og kalla vitnin til í samræmi við það. Þannig er til dæmis fyrirséð að fulltrúar í samráðs- hópi Seðlabankans um fjármálastöðugleika komi fyrir dóminn þegar þriðji ákæruliður er til umfjöllunar, og flestir stjórnmálamennirnir í umfjöllun um síðasta ákæruliðinn. Nokkur vitni búa erlendis og munu þau flest koma til Íslands til að verða við réttarhöldin, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Meðal þeirra eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem starfar nú í Kabúl í Afganistan, Árni M. Mathiesen, sem starfar fyrir Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm, og Kaupþingsstjórarnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, sem búa í London og Lúxemborg. Líklega verður símaskýrsla af Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrverandi Landsbankastjóra, látin duga. Hann býr í Kanada. Lykilvitni koma heim í réttarhöldin HÆSTIRÉTTUR Fjórir af fimm reynslumestu dómurum Hæstaréttar verða upp- teknir næstu vikurnar við réttarhöld fyrir landsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margir gripnir í símanum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu daga stöðvað allmarga ökumenn og sektað fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað. Á vef lögreglu segir að nokkrir tugir ökumanna hafi verið stöðvaðir vegna þessa um miðja vikuna. Vitni að mannránstilraun Leitað er að vitnum að því þegar reynt var að þvinga unga stúlku upp í sendibíl á föstudagskvöld. Talið er að konur á dökkleitum smábíl hafi átt leið hjá og biður lögreglan þær að gefa sig fram við lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 SVEITARSTJÓRNIR „Það er alveg krist- altært að þessi starfslokasamning- ur er að kosta bæinn 13 til 14 millj- ónum meira en ef farið væri eftir ráðningarsamningnum,“ segir Haf- steinn Karlsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingar í Kópavogi, um starfslok Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Eftirmaður Guðrúnar í bæjar- stjórastólnum, Ármann Kr. Ólafs- son úr Sjálfstæðisflokki, segir að samningurinn við Guðrúnu feli í sér níu milljóna króna ávinning fyrir bæjarsjóð því Guðrún eigi rétt á tólf mánaða biðlaunum á bæjar- stjóralaunum en ætli engu að síður að taka við starfi sviðsstjóra strax 1. september næsta haust. „Útreikningar Ármanns eru væg- ast sagt skrýtnir,“ segir Hafsteinn Karlsson. Hann vísar meðal annars til þess að tæplega fjögurra mánaða ótekið sumarleyfi sem Guðrún mun hafa átt alveg frá árinu 2007, þrem- ur árum áður en hún tók við bæjar- stjórastarfinu, hafi verið greitt út í gær, samtals 5,4 milljónir króna. „Þar sem hún á að ganga í sitt fyrra starf hefði verið eðlilegt að hún hefði farið í þetta fjög- urra mánaða leyfi, tekið við starfinu og engin biðlaun,“ segir Hafsteinn. Guðr ú n mu n taka við starfi yfir- manns menntasviðs sem verður endur- vakið í bæjar- kerfinu. Hafsteinn segir að þar sem Guðrún þiggi biðlaun fram að þeim tíma hafi hún fyrirgert rétti sínum til slíks starfs. „Starfið ber því að auglýsa eins og önnur störf hjá bænum,“ segir bæjarfulltrúinn. Ármann segir fyrri meiri- hluta hafa stofnað til máls- ins. „Þau bera ábyrgð á ráðningarsamningi og uppsögn bæjarstjóra. Það var núverandi meiri- hluta að greiða úr þeim flækjum,“ segir bæjar- stjórinn. - gar Bæjarfulltrúi gagnrýnir samninga um starfslok fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi: Ber að auglýsa starf ætlað Guðrúnu ÁRMANN KR. ÓLAFSSON OG HAFSTEINN KARLSSON KJÖRKASSINN Munt þú kjósa í næstu forseta- kosningum ef til þeirra kemur? JÁ 86,9% NEI 13,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með leikjum ís- lensku landsliðanna í knatt- spyrnu í vikunni? Segðu þína skoðun á Vísir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.