Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 16

Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 16
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR16 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka S amruni Íslandsbanka og Byrs, sem staðið hefur yfir undanfarna mán- uði, verður að fullu frágenginn um helgina. Við það mun efnahags- reikningur Íslandsbanka stækka um fimmtung. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samruna- ferlið hafa gengið sérlega vel. „Það er mjög flókið ferli að flytja viðskipti eins banka yfir á annan, upplýsingatæknilega séð. Við erum búin að sameina fimm útibú og breytt- um Byr-útibúinu í Hraunbæ í Íslandsbanka- útibú. Þó að tæknilegi þátturinn skipti gríð- arlega miklu máli þá skiptir ekki síður máli hversu jákvætt starfsfólkið hefur verið í garð sameiningarinnar. Þegar við höfum verið að opna útibúin á ný eftir sameiningu þá hafa viðskiptavinirnir verið að mæta til að kanna hvort sitt fólk sé ekki alveg örugglega á staðnum. Þeir eru svo tengdir sínu starfsfólki. Þegar þeir sjá að svo er þá er viðskiptavinurinn ánægður. Og þá erum við ánægð. “ Sársaukafullt ferli Samruninn hefur þó verið fjarri því sárs- aukalaus. Alls hefur stöðugildum verið fækk- að um 125 í tengslum við hann. Um 50 var sagt upp störfum, starfsamningar annarra voru ekki endurnýjaðir, sumum var boðið upp á starfslok áður en þeir voru komnir á aldur og ekki var ráðið í störf þegar starfs- menn hættu. Að sögn Birnu er vilji til þess innan bank- ans að ná fram enn frekari hagræðingu og áætlanir um hvernig sé hægt að ná henni fram liggja fyrir. „Við vonumst þó til þess að það verði hægt að hagræða án frekari sársaukafullra aðgerða. Það er hægt að fara aðrar leiðir. Við erum til dæmis komin langt með að klára endurskipulagningu á lánasafni bankans. Við það starfa margir starfsmenn á stuttum samningum sem munu renna út. Við erum að sjá fyrir okkur að það verði fækkun í þessum hluta starfseminnar þegar við horf- um fram á veginn. En auðvitað vonum við að sem flestir geti fengið önnur störf sem stafa af vexti bankans í framtíðinni. Þar verða tækifæri og vonandi getum við boðið upp á störf sem þykja spennandi á þeirri hliðinni.“ Stærsti samruninn Samruni Íslandsbanka og Byrs er lang- stærsti einstaki samruni fjármálafyrirtækja sem átt hefur sér stað eftir bankahrun. Birna telur ekki ómögulegt að ráðast í enn frekari sameiningar, þótt það yrði líkast til þungt í samkeppnislegu tilliti. „Mín skoðun er sú að það sé mikil samkeppni á fjármálamarkaðin- um. Samkeppniseftirlitið er búið að gefa það út að það yrði þungt að ráðast í stórar sam- einingar á honum. En það er þó ekki alveg útilokað. Það væri hægt að framkvæma þær með ýmiss konar skilyrðum. Það er ekkert ómögulegt. En svo verður bara að sjá hvað verður gert með þá sparisjóði sem eftir eru. Það hefur komið fram áður opinberlega að við gerðum tilboð í Sparisjóð Norðfjarðar og að við höfum áhuga á að koma að þeim rekstri. Það var hins vegar ákveðið að taka engu tilboði í hann.“ Flækjustig í gengisdómamálum Fyrr í febrúarmánuði féll enn einn geng- islánadómur í Hæstarétti sem hefur í för með sér að endurreikna þarf fjölmörg lán sem bankarnir voru þegar búnir að endur- reikna. Spurð um heildarkostnað bankans vegna þeirra leiðréttinga sem hann þarf að ráðast í í kjölfar dómsins segir Birna þá vinnu standa yfir. Fjármálaeftirlitið sé búið að stilla upp ákveðnum sviðsmyndum varð- andi málið. „Flækjustigið liggur í því hvern- ig eigi að standa að útreikningnum. Dómur- inn svarar því í sjálfu sér ekki skýrt. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa bank- arnir óskað eftir því við Samkeppniseftirlit- ið að fá leyfi til að ræða saman um hvern- ig við endurreiknum þetta þannig að þetta verði samræmt milli bankanna. Ef það verð- ur jákvætt þá er það mín skoðun að sú leið sé betri en aðrar. Síðan eiga eftir að falla fleiri dómar sem segja skýrar með hvaða hætti við eigum að gera þetta. Einhverjir þeirra eru í pípunum. Það þarf að taka ákvörðun um hvort beðið verði eftir þeim eða hvort það verði tekinn einn snúningurinn enn áður en lokaniður- staða liggur fyrir.“ Óvissa um endurreikninga Töluverð óvissa hefur einkennt umræðuna um hversu víðtæk áhrif hins nýfallna dóms séu. Að mati Birnu nær hann yfir þau lán sem hafa verið dæmd ólögleg. „Lögin sem sett voru í desember 2010 sópuðu saman ákveðnum lánaflokkum og hætt var við málarekstur í mörgum þeirra í kjölfarið. Sú lagasetning leysti ákveðinn vanda. Við tókum henni að hluta til fagnandi. Það var búið að dæma að bílalánin væru ólögleg á þessum tíma og við vorum í vandræðum með hvernig við ættum að endurreikna lánin og lagasetn- ingin svaraði því. En við stöndum kannski á sama stað núna og fyrir þá lagasetningu. Hvernig eigum við að reikna þetta? Því hefur ekki verið svarað. Við vorum svo sannarlega ekki að búast við því að byrja neðst í bunk- anum aftur.“ Gæti tekið mánuði Birna segist ekki geta sagt til um hvenær niðurstaða um hvernig eigi að reikna lánin liggi fyrir. Þó telur hún að það verði talið í vikum eða mánuðum. „Ein þeirra spurninga sem er ósvarað er hvort það þurfi að bíða eftir öðrum dómum. Ef svo er þá mun þetta taka lengri tíma. En ef samkomulag næst um hvernig eigi að reikna lánin ætti það að stytta þann tíma. Þetta er gríðarlega mikið verkefni. Íslandsbanki er til dæmis með um tólf þúsund bílalánasamninga. Það fylgir því töluverð vinna að fara í gegnum þá alla aftur.“ Gæti tekið mánuði að klára endurútreikninga gengislána Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir það erfitt að stjórna fjármálafyrirtæki á Íslandi vegna innri aðstæðna. Í við- tali við Þórð Snæ Júlíusson segir hún að það geti tekið mánuði að klára endurútreikninga vegna nýs gengislánadóms Hæstaréttar. Dómar Hæstaréttar eru ekki eini óvissuþátturinn sem er til staðar í starfsumhverfi íslenskra fjármála- fyrirtækja í dag. Hérlendis eru í gildi gjaldeyrishöft, stærstu bankarnir eru að stórum hluta í eigu þrotabúa og skattlagning á kerfið er víðtækari en þekkist í nágrannaríkjunum. Birna segir þessa óvissu helst trufla erlenda aðila sem hafa áhuga á að koma að fjárfestingum á Íslandi. „Það eru þættir eins og skattaálögur, dómar vegna erlendu lánanna og viðhorf til erlendra fjárfestinga. Það er mjög erfitt að stjórna fjármála- fyrirtæki í þessu laga- og pólitíska umhverfi sem við erum í. Við finnum það þegar við erum að tala við erlenda banka. Þá eru þeir með ákveðið mat á rekstri bankans, en hafa síðan meiri áhyggjur af þessu umhverfi sem við erum að starfa í. Sérstaklega skattlagningunni sem er á kerfinu. Hún er mjög þung fyrir fjármálafyrirtækin. Það sem við höfum verið að leggja áherslu á er að þetta sé í samræmi við það sem er að gerast annars staðar og að við þurfum ekki að vera að útskýra séríslenska skattlagningu sem þessir bankaskattar eru.“ Svissneski bankinn UBS hefur verið að vinna fyrir þrotabú Glitnis, stærsta eiganda Íslandsbanka, að því að setja saman áætlun um framtíðar- eignarhald. Birna segir að erlendir aðilar hafi sýnt málinu áhuga. „Staðan í bankakerfinu í Evrópu er náttúrulega þung um þessar mundir. En ég held að þetta yrði frábær fjár- festing fyrir erlenda sem innlenda fjárfesta.“ Íslenskur fjármálamarkaður hefur farið hægt af stað eftir hrun. Þegar Íslandsbanki skráði sértryggð skuldabréf í Kauphöll Íslands í desember 2011 var um að ræða fyrstu skráningu sem átt hafði sér stað þar síðan í hruninu. Í kjölfarið voru Hagar skráðir á hlutabréfamark- að og Arion banki skráði sértryggðan skuldabréfaflokk. Í dag er þó staðan enn þannig að mun meiri eftirspurn er til staðar eftir fjárfestingamögu- leikum en framboð. Birna er þó bjartsýn á að mark- aðir muni taka vel við sér í ár. „Ég er algjörlega sannfærð um það að árið 2012 verður árið sem hlutirnir gerast. Við verðum að vona að það komi fram nýir fjárfestingamögu- leikar á markaðinn sem fyrst og að það náist jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Ég held að það muni nást, en á meðan gætu komið tímabundnar bólur. En ég er mjög bjartsýn á að við munum koma á aftur almennilegum fjármálamarkaði hér á landi.“ Erlendir aðilar hafa sýnt bankanum áhuga BANKASTJÓRINN Birna segir að samrunaferlið við Byr hafi gengið sérlega vel. Það hafi verið flókið en það hafi skipt miklu máli hversu jákvætt starfsfólk bankanna hafi verið í garð sameiningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvernig eigum við að reikna þetta? Því hefur ekki verið svarað. Við vorum svo sannarlega ekki að búast við því að byrja neðst í bunk- anum aftur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.