Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 20

Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 20
20 2. mars 2012 FÖSTUDAGUR Á heimasíðu Háskóla Íslands (HÍ) segir: „Háskóli Íslands vill ráða til sín og hafa í þjón- ustu sinni hæfa, dugandi og heið- arlega starfsmenn sem þykir eftirsóknarvert að starfa við Háskólann vegna þeirra vinnu- bragða, starfsaðstöðu og starfs- anda sem þar er og vegna þeirra launakjara sem þar eru í boði.“ Við Háskóla Íslands starfa um 2.000 stundakennarar sem sam- anlagt sinna um þriðjungi allrar kennslu við skólann. Kennarar með akademískt hæfi voru í lok árs 2009 643 talsins. Undanfarið hefur verið vakin athygli á launakjörum stunda- kennaranna, sem eru vandræða- lega slök fyrir jafnmikilvæga og metnaðarfulla stofnun og Háskóla Íslands. Háskólanemi sem starf- ar við stundakennslu fær greiddar rúmar 1.000 krónur fyrir tímann, en stundakennari með doktors- próf tæplega 1.900 krónur. Rektor HÍ hefur lýst því, eflaust réttilega, að ekkert svig- rúm sé til að leiðrétta þessi slöku laun, enda þótt vilji sé fyrir hendi. Rökin fyrir því eru m.a. aukinn fjöldi nemenda og lækk- uð fjárframlög til háskólans frá hruni. En hófst vandi stundakennara fyrst við hrun? Í árbók HÍ 2009 kemur fram að milli áranna 2008 og 2009 hafi samdráttur orðið í stunda- kennslu og það útskýrt með því að sparnaðaraðgerðir og minnk- að framboð námskeiða auk fjár- veitingar til nýrra stöðugilda hafi létt á þörf fyrir stundakennslu. Samkvæmt þessu virðist HÍ hafa leitast við að draga úr hlut- falli stundakennslu við skólann áður en til niðurskurðar af völd- um hrunsins kom. Einstaklingar við stundakennslu árið 2008 voru 2.159. Launakjör stundakennara samkvæmt einhliða taxta HÍ eru heldur ekki ný af nálinni. Sú staða að ekki sé samið við stéttarfélög um þennan hluta kjara starfsfólks háskólans endurspeglar miklu fremur gam- alt fyrirkomulag launalaga sem viðgengust áður en stéttarfélög fengu samningsrétt. Það að láta laun fyrir stundakennslu ekki taka mið af umsömdum kjörum háskólakennara við skólann er því miður ekki nýtt ástand. Nýverið birti aðildarfélag Bandalags háskólamanna (BHM) einhliða taxta til leiðbeiningar fyrir þá félagsmenn sína sem sinna stundakennslu við HÍ. Grunnur þess taxta er einfald- lega fenginn með því að reikna tímakaup út frá umsömdum laun- um félagsmanna í samræmi við menntun. Munur á þeim taxta og þeim sem HÍ gefur út myndi að sögn rektors HÍ skapa skólanum aukakostnað upp á 400 til 500 milljónir króna árlega. Það er löngu tímabært að samið verði um launakjör við stunda- kennara, enda eru þau í hróp- legu ósamræmi við önnur kjör háskólamenntaðra og til vansa fyrir Háskóla Íslands. Það er óviðunandi að hægt sé að varpa sparnaði stofnunarinnar yfir á herðar tiltekins hóps starfsfólks með því að halda launum þeirra óeðlilega lágum. Undirmálstaxti stundakennara er jafnframt til þess fallinn að hvetja til ofnotk- unar á því ráðningarfyrirkomu- lagi, enda mikill kostnaðarauki fólginn í því að færa ráðningar- form úr stundakennslu í fast- ráðningu á umsömdum kjörum háskólakennara. BHM efast ekki um að stunda- kennarar leggi metnað í sitt framlag til uppfræðslu við HÍ, en þó ber að hafa í huga að óhóf- leg notkun stundakennslu getur dregið úr heildarsýn, stefnu og samfellu í starfi. Sjónarmið Stúdentaráðs Stúdentaráð Háskóla Íslands styð- ur BHM í baráttunni um hærri laun stundakennara við háskólann. Kjör stundakennara eru óásættan- leg og verða, af augljósum ástæð- um, til þess að hæft og metnaðar- fullt fólk mun ekki sækjast í þessi störf af áhuganum einum. Bágar aðstæður stundakennara geta ógnað gæðum kennslu og er því löngu orðið tímabært að rödd stúd- enta heyrist. Stúdentar við háskól- ann eru neytendur þeirrar kennslu sem í boði er og það er því hags- munamál þeirra allra að komið verði til móts við þær kröfur sem gerðar eru. Háskólinn er í allt of miklum mæli rekinn af stundakennslu. Ætli hann að vinna áfram að yfir- lýstu markmiði sínu um að teljast til 100 bestu háskóla heims þarf að hlúa betur að innviðum hans, ekki síst hlutfallinu milli kennara og nemenda. Þetta getur háskól- inn hins vegar ekki einn síns liðs. Háskóli Íslands er ríkis- rekinn háskóli og því nægir ekki að beina spjótunum eingöngu að honum sjálfum. Vandamál háskólans eru af ýmsum stærðum og gerðum en flest eiga þau það sameiginlegt að grunnur þeirra er skortur á fjármagni. Í öllum þeim niður- skurði sem stjórnvöld hafa grip- ið til frá hruni hefur háskólinn orðið ansi illa úti og í útvarps- fréttum RÚV þann 23. febrúar síðastliðinn viðurkenndi Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, að framlög til háskólans þurfi að hækka. Framlög til háskóla hafa vissu- lega verið skert frá hruni. Þó er ekki hægt að kenna hruninu alfarið um slæm kjör stunda- kennara eða það hversu stórt hlutfall kennslu við HÍ fer fram á því formi. Stefna stjórnvalda í fjárframlögum til skólans þarf að vera skýr, standa þarf vörð um gæði þeirrar menntunar sem stúdentar við Háskóla Íslands njóta. Matseðill eftir Mi chelin-stjörnu m atreiðslumeistara ! Veitingahúsið Perlan · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 · Netfang: perlan@perlan.i s · Vefur: www.perlan.is Humar- og krabbam ósaík í sitrónumeli shlaupi, með austurlenskum salathjörtum Pinot Gris - Réne M uré A.C. Alsace - F rance Ljós hörpudiskur o g tómata crème brû lée með jómfrúarsósu Pouilly Fuisse - Bo uchard Peré & Fils A.C. Pouilly Fuiss e - France Steiktur lambabóg ur „confit“ og lamb ahryggur með grænmetis-ca nnelloni og kryddju rtasafa Château Paveil de Luze A.C. Margaux - France Croque-monsieur f ourme d‘Ambert/M ascarpone Súkkulaði-Stradiva rius með „Pur Cara ïbes“ súkkulaði, járnjurtaís og rista ðar hnetur Sauvignon Blanc L ate Harvest Moran de - Chile Verð 7.400 kr. Verð með víni 13.3 00 kr. Matsedill Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri! Í ár er matreiðslumeistarinn Philippe Girardon er gestur Perlunnar á Food&Fun. Árið 1993 vann hann Michelin stjörnu og fékk svo titilinn Meilleur Ouvrier de France árið 1997. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur tekið þátt í að þjálfa flest alla íslenska matreiðslumeistara sem hafa tekið þátt í hinni heimsþekktu Paul Bocuse keppni. Vissir þú? Um launakjör stundakennara við Háskóla Íslands Kjaramál Guðlaug Kristjánsdóttir formaður Bandalags háskólamanna Sara Sigurðardóttir formaður Stúdentaráðs

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.