Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 50

Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 50
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Myndlistarmaðurinn Bald- ur Helgason hlaut Master- mind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Fran- cisco fyrir skemmstu, einn þriggja af hundruðum þátt- takenda. „Þetta er stórt nafn á viðurkenn- ingu og dálítið vandræðalegt að taka á móti, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, en engu að síður mjög mikill heiður,“ segir mynd- listarmaðurinn Baldur Helgason sem nýlega var sæmdur Mast- ermind-verðlaunum vikublaðsins SF Weekly í San Francisco. Verð- launin eru veitt árlega listamönn- um sem þykja skara fram úr á sínu sviði af þátttakendum á San Francisco-svæðinu. Dómnefnd blaðsins valdi þrjá sigurvegara úr hópi nokkur hundruð þátttakenda sem sendu inn verk og hljóta þeir Masterm- ind-nafnbótina auk 1.500 dollara styrks sem ætlaður er til áfram- haldandi þróunar listarinnar. Þá halda sigur vegararnir sýningu á Artopia-listahátíðinni í San Fran- cisco, en auk Baldurs hlutu lista- menn sem sérhæfa sig í dansi og ljósmyndun verðlaunin í ár. Baldur hefur verið búsettur í San Francisco í fjögur ár og er kvæntur bandarískri konu. Hann útskrifaðist með MA-gráðu í teikn- ingu frá Academy of Art Univer- sity síðastliðið vor, en áður hafði hann lokið BA-námi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni Baldurs við Aca- demy of Art University saman- stóð annars vegar af olíuportretti og hins vegar myndskreytingu á þjóðsögunni um Búkollu, sem lista- maðurinn vann með koparstungu- aðferð. Síðan hefur hann starfað sem myndlistarmaður í borginni og segir Mastermind-titilinn held- ur betur hafa vakið áhuga margra. „SF Weekly er víðlesið blað sem allir geta náð sér í á hverju götu- horni, svo umfjöllunin þar hefur komið sér mjög vel. Daginn eftir afhendinguna var ég á forsíðunni og sá í lestinni að allir voru að lesa um mig. Ég hef fengið mörg sím- töl frá fólki sem vill skoða verkin mín eða kaupa og það er alveg frá- bært,“ segir Baldur, en hann leik- ur sér meðal annars mikið að port- rett-forminu, setur viðfangsefnin í nútímalegra form og hrærir í með hjálp ímyndunaraflsins. „Margir hafa áhuga á uppruna mínum og þá set ég mig bara í kynningar- fulltrúa-gírinn og reyni að selja Ísland.“ kjartan@frettabladid.is Vandræðalega stór titill SPARSÖM MÁLTÍÐ EFTIR PICASSO ENDURSKOÐUÐ MAÐUR ÓNÁÐAÐUR AF STRÚT Í BLEIKA HERBERGINU MAÐUR MEÐ GÆSINA SÍNA MASTERMIND Baldur hefur verið búsettur í San Francisco í fjögur ár og unir hag sínum vel í borginni. Myndlist ★★★★ ★ Systrasögur – Tvíhent á striga Sara og Sandra Vilbergsdætur Listasafn ASÍ. Stendur til 4.mars 2012 Villtur æskublómi Samkvæmt nýútgefinni listasögu kannast flestir núlifandi málarar við angistina sem fylgir því að standa einn frammi fyrir auðum striga. Jafnvel djörfustu málarar eru því jafnan búnir að mála á hann í huganum áður en hann er strekktur á blindrammann. Sumir leita í hverskyns töframeðul í örvæntingu sinni og fá þannig hugrekki ljónsins, því ekkert minna dugar þegar takast skal á við léreftið af vestrænum þunga. Það breytir því ekki að við hér á norðurhjaranum klínum einnig óhikað okkar málningu en látum sakleysi barnsins duga. Með hópeflinu kemur svo hugrekkið sem á vantaði og árangurinn lætur ekki á sér standa því flest málverk eru gleðigjafar í kreppunni sem færa okkur von. Listakonurnar Sara og Svanhildur Vilbergsdætur hafa síðustu tvö ár sótt í sig veðrið og látið að sér kveða sem fjórhentur dúómálari. Þótt tvö ár séu enginn tími hjá miðaldra listakonum eru framfarirnar augljósar og hraðar líkt og hjá hvítvoðungi. Listakonurnar sverja sig í ætt við Düsseldorf-arm hinnar þýsku hreyfingar Junge Wilde frá sjöunda áratugnum en virðast einnig hafa heillast af impressjónismanum. Þá leita þær til endur- reisnarinnar – því hann var svo nákvæmur hann Caravaggio – eftir inn- blæstri, að ógleymdri Fridu Kahlo sem lesendur Fréttablaðsins þekkja úr Þjóðleikhúsinu og spurningaþættinum Gettu betur en verk hennar þóttu mjög súrr- ealísk. Í arinstofu lista- safnsins hafa þær svo komið fyrir munum úr vinnustofu sinni og búið til innsetningu og auðvitað má segja að öll sýningin sé einn heljarinnar gjörningur sem sver sig í ætt við það flippaðasta hjá ungu kynslóðinni og krúttunum en það er önnur saga. Verk systranna er frábært dæmi um hvernig nýsköpun úthverfanna blómstrar þar sem ólík svið mætast í svokölluðum sköpunarsmiðjum eins og Listamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum, Toppstöðinni og Húsi hugmyndanna. Þetta spennandi nærumhverfi systranna, þar sem listamenn leika við hvern sinn fingur og golfleikarar slá í sínar kúlur, ratar inn í málverkin ásamt reynsluheimi kvenna og slúðri dönsku blaðanna. Þetta á sérstaklega við um elstu verkin sem eru frískleg og djörf þótt byrjandabragurinn sé aldrei fjarri góðu gamni, samanber hið óborganlega Tiger in the Woods. Í Sex undir pari má sjá syndugan golfleikara, kynlífsdúkku (sem reyndar er barnaleikfang) og sex dverga. Verkið vekur upp frjáls hugrenningatengsl og áleitna spurningu: Af hverju vantar sjöunda dverginn? Vera má að honum hafi verið sleppt vegna tvíræðs titils verksins en þær systur eru einmitt hallar undir orðaleiki (sbr. Homage með fromage og Sjálfsmynd með pönnu og könnu). Rýni finnst hins vegar líklegra að vísað sé í táknmál ævintýrisins um Mjallhvíti þar sem dvergarnir sjö standi fyrir sjö þroskastig sem stúlkubarnið þarf að komast í gegnum áður en það verður að konu, eða sjö dyggðir sem hún þarf að læra hjá dvergunum áður en hún verður húsum hæf. Með því að sleppa lykildverg (líklega þeim hugrakka) úr jöfnunni skapast andrúmsloft millibilsástands eða eilífrar æsku sem helst út sýninguna alla. Og auðvitað hafa dvergar almennt séð eiginleika eilífrar æsku sama hversu margir þeir eru þannig að skilaboðin gætu ekki verið skýrari: Það mikilvægasta af öllu er að varðveita barnið sem í listamann- inum býr. Í græskulausum leik barnsins er uppspretta allrar sköpunar og nýsköpunar. Í einu af seinni verkum sýningarinnar birtist reyndar Rauðhetta sem gefur vísbendingu um að skeiðinu sé að ljúka og jafnvel að umbreyt- ingin sé að gerast allt of hratt! Ásmundur Ásmundsson Niðurstaða: Það mikilvægasta af öllu er að varðveita barnið sem í lista- manninum býr og það hafa þær systur Sara og Svanhildur svo sannarlega gert og sverja sig þannig í ætt við íslenskar hefðir. Skáholtskvartettinn heldur tónleika í Hlöð- unni að Kvoslæk í Fljótshlíð sunnudaginn 4. mars. Á efnisskránni verður meðal annars hinn þekkti kvartett Dauðinn og stúlkan eftir F. Schubert. Kvartettinn skipa Jaap Schröder og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikarar, Svava Bern- harðsdóttir sem spilar á víólu og Sigurður Halldórsson sem leikur á selló. Þau hafa starfað saman frá árinu 1997 í Skálholts- kvartettinum sem kemur fram á hverju sumri á Sumartónleikum í Skálholti og spil- að víða í Evrópu. Tónleikarnir að Kvoslæk hefjast klukkan 15 og verður boðið upp á kaffi í hléinu. - gun Dauðinn og stúlkan SKÁLHOLTSKVARTETTINN Kvartettinn hefur sjaldan spilað hér á landi nema á sumartónleikum í Skálholti. Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Kári Steinn Karlsson tók þátt í fyrsta götuhlaupinu sínu þegar hann var nýbyrjaður að ganga. Í sumar keppir hann í maraþoni á Ólympíuleikunum í London. LEIKSÝNINGIN SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN verður sýnd á Nordatlantens brygge í Kaup- mannahöfn sunnudaginn 4. mars klukkan 14. Leikið verður á íslensku fyrir Íslendinga búsetta í Kaupmanna- höfn. Skrímslið litla systir mín er saga af strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir alla leið út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.