Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 53

Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 53
FÖSTUDAGUR 2. mars 2012 33 Vorkvöld í Reykjavík - tónleikar í Eldborgarsal Hörpu Afslátturinn fæst þegar greitt er með greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr í miðasölu Hörpu í síma 528 5050 eða á midasala@harpa.is. Tilboðið gildir ekki í netsölu. Söngvarar: Raggi Bjarna, Eivør Pálsdóttir, Björn Jörundur, Diddú, Guðrún Gunnarsdóttir, Óskar Pétursson, Bjarni Arason og Álftagerðisbræður. Jón Ólafsson og hljómsveit islandsbanki.is | Sími 440 4000 Harpa mun óma á stórtónleikum Ragga Bjarna í Eldborgarsalnum laugardaginn 12. maí kl. 20. Viðskiptavinum Íslandsbanka bjóðast miðar á þennan einstaka tónlistarviðburð á 20% afslætti. Miðasala er hafin Miðaverð frá 4.900 kr. til 8.900 kr. Almenn miðasala í miðasölu Hörpu, á harpa.is, midi.is og í síma 528 5050. E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 9 7 9 Jóhanna Helga Þorkelsdóttir opnar einkasýningu í SÍM, Hafn- arstræti 16, í Reykjavík. Sýningin ber titilinn Í dag er góður dagur og ég er í sólskinsskapi, og snýst um vangaveltur um áhrif ljóss og lita á viðkvæm sálartetur. Jóhanna sýnir ljósverk með áprentuðum filmum sem bera myndir af litlum lífheimum og eru unnar lag eftir lag. Verkin eru baklýst með 10.000 Lux dags- ljósaperum og hafa því mögu- leika á að hafa bein áhrif á tauga- kerfið eins og um raunverulegt sólarljós væri að ræða. Að auki sýnir Jóhanna verk á vegg salarins og gefst áhorf- endum kostur á að leggjast í sófa með dáleiðslu í eyrunum. - gun Áhrif ljóss og lita Í HRINGIÐU Eitt af verkum Jóhönnu í SÍM salnum. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir tónleikum til heiðurs Hafliða Hallgrímssyni í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 4. mars klukkan 17. Kammerkórinn Schola cantorum flytur þar átta kórverk Hafliða sem spanna tuttugu og fimm ár af hans höfundaferli, það nýjasta frá þessu ári. Yfirskrift tónleikanna er Myndir úr Myrtuskógi með vísan til tónverks- ins Myrtuskógur fyrir kór, hörpu og klukkur frá árinu 1993. Kórverkin eru fjölbreytt að gerð. Þau eru samin við texta úr ólíkum áttum, allt frá færeyskri barnagælu til Sónhendu eftir Michelangelo Buonarroti og frá sálmaversi Húsafells-Bjarna til Endurkomu Hannesar Péturssonar.  Í fjórum verkanna koma hljóðfæri við sögu, orgel, harpa, trompet og slagverk. Schola cantorum vinnur nú að hljóðritun á öllum viðfangsefnum tón- leikanna. Stefnt er að því að þau komi út á geisladiski síðar á þessu ári. Schola cantorum er á þessum tón- leikum skipaður 16 söngvurum. Með kórnum koma fram hljóðfæra- leikararnir Björn Steinar Sólbergs- son orgelleikari, Elísabet Waage hörpuleikari, Ásgeir H. Steingríms- son trompetleikari og Frank Aarn- ink slagverksleikari. Stjórnandi er Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju. Til heiðurs Hafliða SCHOLA CANTORUM Á tónleikunum í Hallgrímskirkju er kórinn skipaður sextán söngvurum og með honum koma fram fimm hljóðfæraleikarar. Lesendur teiknimyndablaðsins Comic Heroes Magazine hafa valið Leðurblökumanninn, Bat- man, sem bestu teiknimynda- hetju allra tíma. Það kemur rit- stjóra blaðsins, Jes Bickman, ekki á óvart að því er fram kemur í Politiken. Hann segir að Batman, sem kom fram 1939 og var hugarfóst- ur Bobs Kane og Bills Finger, sé einfaldlega flottasta og áhuga- verðasta teiknimyndahetjan sem fram hefur komið. Í öðru sæti var Köngulóar maðurinn en Super- man í því þriðja. Þess má geta að Tinni var í sjötta sætinu. Batman þyk- ir langbestur BATMAN Flottastur að mati lesenda teiknimyndablaða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.