Fréttablaðið - 02.03.2012, Page 54

Fréttablaðið - 02.03.2012, Page 54
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR34 folk@frettabladid.is ÁRA er söngvarinn Chris Martin í dag og fagnar hann eflaust tímamótunum með konu sinni Gwyneth Paltrow og börnum þeirra, Apple og Moses. 35 George Michael hefur mikinn áhuga á að taka upp dúett með söngkonunni Adele. Michael afhenti henni verðlaun á Brit- hátíðinni á dögunum og lýsti eftir það yfir áhuga á að starfa með henni. „George er að vinna að sinni fyrstu plötu eftir að hann veiktist lífshættulega og hann er í góðu formi. Hann hefur mikið dálæti á Adele og þau eru orðnir góðir vinir eftir að þau hittust á Brit- hátíðinni,“ sagði heimildarmað- ur blaðsins The Daily Mirror. Michael veiktist í nóvember í fyrra og þurfti að aflýsa tón- leikaferð sinni um Evrópu. Hann ætlar aftur í tónleikaferðalag næstkomandi september. Vill dúett með Adele FAÐMLAG George Michael og Adele faðmast á Brit-hátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY Rokkararnir í The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar innan- borðs, urðu fyrir valinu sem besti nýliðinn á NME-hátíðinni í London á miðvikudagskvöld. Florence and the Machine, The Horrors og Arctic Monkeys unnu helstu verðlaunin á hátíðinni. Florence and the Machine var valin besti sólótónlistarmaðurinn og átti besta lagið, Shake It Out. The Horrors var verðlaunuð fyrir bestu plötuna, Skying, og Arctic Monkeys var valin besta tónleikasveitin. Kasabian var jafnframt valin besta breska hljómsveitin. Þá hlaut Noel Gallagher, fyrrum meðlimur Oasis, heiðursverðlaun. Vaccines verðlaunuð BESTI NÝLIÐINN Hljómsveitin The Vaccines á NME-hátíðinni á miðvikudagskvöld. NORDICPHOTOS/GETTY Nicole Polizzi, betur þekkt sem Snooki úr raunveruleikaþáttun- um Jersey Shore, er ólétt. Snooki er hvað þekktust fyrir mikið par- týstand í raunveruleikaþáttunum sem sýndir eru á MTV og hafa notið mikilla vin- sælda vestanhafs. Hún þarf því að snúa við blaðinu í kjölfar meðgöng- unnar og segja slúðurmiðlar vest- anhafs að MTV sé þegar byrjað að hugsa um nýja raunveruleika- þáttaröð í kring- um hina barnshafandi Snooki. Barnfaðir Snooki er kærasti hennar, Jionni LaValle. Snooki ólétt Tónlistarfólk landsins fjölmennti í Hörpu á miðvikudagskvöldið þar sem íslensku tónlistarverð- launin fóru fram. Mugison fór heim með fimm verðlaun á hátíð- inni og var meðal annars val- inn vinsælasti flytjandi ársins. Kynnir kvöldsins var Vilhelm Anton Jónsson og meðal þeirra sem tróðu upp voru hljómsveit- in Of Monsters and Men, Sóley, Mugison og Ari Eldjárn. FRÁBÆR STEMNING Á TÓNLISTARVERÐLAUNUNUM PAR Jón Atli Jónasson og Urður Hákonardóttir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. TÓNELSK FJÖLSKYLDA KK mætti ásamt systur sinni Ellen Kristjáns- dóttir og dóttur hennar, Elínu Ey. GÓÐIR SAMAN Högni Egilsson, Bragi Valdimar Skúlason og Sigurður Guðmundsson skemmtu sér saman. BJARTASTA VONIN Þau Árni Guðjónsson, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson í hljómsveitinni Of Monsters and Men ásamt vini þeirra, Sigurbirni Kristjánssyni. GÓÐIR GESTIR Jónas Sig og Sverrir Leifsson. FÖGNUÐU Grímur Atlason og Sigurjón Kjartansson létu sig ekki vanta í Hörpu. Í STÍL Þorleifur Gaukur og Aron Snær báru af í klæðaburði á verðlaununum. HLJÓMSKÁLINN Þeir Bragi Valdimar Skúlason, Sigtryggur Baldursson, Ívar Ívarsson og Guðmundur Kristinn Jónsson voru við tökur á Hljómskálanum á tónlistarverðlaununum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.