Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2012, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 09.03.2012, Qupperneq 19
RIF Ég hef gengið á milli húsa, talað við Rifsarana og fengið mjög góð við-brögð,“ segir Kári Viðarsson sem ætlar að fá alla íbúa Rifs á Snæfellsnesi, 165 að tölu, á tónleika í Frystihúsinu á sunnudaginn og slá þannig Íslandsmet í mætingu miðað við höfðatölu. Tón- leikarnir eru þeir fyrstu í húsinu sem er nokkurs konar menningarmiðstöð og Kári hefur nýtt til leikhússýninga síðustu ár. „Ég fékk þá hugmynd fyrir nokkru að búa til heimildarmynd um tilraun til að fá alla íbúa einhvers bæjar til að mæta á einn afmarkaðan viðburð og tæma þannig hús bæjarins eitt kvöld,“ segir Kári og telur Rif henta mjög vel fyrir slíka tilraun enda sé mikil og sterk eining meðal íbúa bæjarins. „Fólk hefur sýnt áhuga á að mæta jafnvel þó það viti ekki hvaða hljómsveitir munu spila,“ segir hann en Kári mun ekki gefa upp flytjendur á tónleikunum fyrr en þeir hefjast en fæst þó til að gefa upp að tónlistin sé fjölskylduvæn. „Þetta verð- ur ekkert harðkjarnarokk eða breið- holts hipphopp. Bara frábærir lista- menn sem spila ljúfa, einlæga og fallega tónlist fyrir Rifsara.“ Hvað með aðra en Rifsbúa, mega þeir koma á tónleikana? „Nei, það er nú ekki illa meint en öðrum en Rifsurum er ekki boðið. Ég held hreinlega að það kæmust ekki fleiri fyrir í húsinu en bæjarbúar. Þetta er tilraun sem bara Rifsarar fá að taka þátt í,“ segir Kári glettinn í bragði. Tökur á heimildarmyndinni 100% mæting fara fram samhliða tón leikunum. En hvað ef markmiðið næst ekki? „Þetta er auðvitað háleitt markmið og ekki víst að það muni nást. Heiti myndarinnar verður þó hið sama hver sem út- koman verður. Hún mun ekki heita 99 prósent mæting,“ svarar Kári hlæjandi „Fólk verður bara að horfa á heimildar- myndina til að sjá hvernig fór.“ ■ sg STEFNIR Á ÍSLANDS- MET Í MÆTINGU LANDIÐ Leikarinn og leikstjórinn Kári Viðarson stendur fyrir tónleikum í Frysti- húsinu á Rifi á sunnudaginn. Hann ætlar að fylla salinn með öllum 165 íbúum bæjarins og gera um það heimildarmyndina 100% mæting. VAR FJÖLMENNT Rif er þorp á utan- verðu Snæfellsnesi, á milli Hellissands og Ólafsvíkur. Í Rifi var til forna verslunar- staður. Þar var mikið útræði. Árið 1703 voru 1022 íbúar í Rifsumdæmi. BJARTSÝNN Kári Viðarsson er bjart- sýnn á að markmiðið um 100% mætingu Rifsbúa á tónleikana muni nást. MYND/ANTON UNGT TÓNLISTARFÓLK Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram í þriðja sinn á laugardag og sunnudag en þátt- takendur eru af öllu landinu | WWW.NOTAN.IS Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is BORÐAPANTANIR Í SÍMA 517-4300 HUMARSALAT & HVÍTVÍN 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. BLÁSKEL & HVÍTVÍN 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. FERSKT & FREISTA NDI SPENNANDI SJÁVARRÉTTA TILBOÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.