Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2012, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 09.03.2012, Qupperneq 29
LÍFIÐ 9. MARS 2012 • 9 hagslegu umhverfi í dag og þeir þurfa að sníða sér stakk eftir vexti. Þeir hins vegar vilja líka sinna rann sóknar- blaða mennsku en það er bara ekki svigrúm til þess í mörgum tilvikum. Þess vegna skil ég ekki af hverju stjórnvöld hafa ekki stutt frekar við rannsóknarblaðamennsku í landinu með auknum fjárveitingum eins og gerist á Norðurlöndunum. Það verður að ræða opinskátt hvernig hægt er að styrkja blaðamenn til frekari rann- sókna, því sú tegund blaðamennsku á verulega undir högg að sækja um allan heim. Viljum við að hún hverfi hér á landi? Það eru margir fyrr- verandi blaða- og fréttamenn á þingi og mér finnst hreinlega að þeir ættu að taka höndum saman og koma þessu í farveg. Auðvitað verður að passa hagsmunaárekstra sem kunna að verða við það að hið opin- bera styrki rannsóknir blaðamanna en þetta verður bara að ræða á fag- legum grundvelli. Á Norðurlöndunum er sams konar fyrirkomulag og það virðist ríkja sátt um það. Hvernig fer nokkuð venjuleg- ur dagur í þínu starfi fram? Ég var afskaplega þakklát þegar ég fékk að fara yfir í Ísland í dag. Það þýðir að ég hef meiri tíma til að vinna frétta skýringar og önnur mál. Markmið þáttarins er að hafa sem mesta breidd og fjölbreytt efni sem allir ættu að hafa áhuga á. Ég get tekið allt fyrir sem ég hef áhuga á að gera og hef fengið mikið svigrúm til þess. Samstarfsfólk mitt í Íslandi í dag er einstaklega skemmtilegt og það eru forréttindi að hlakka til að mæta í vinnuna. Þetta er skapandi og kröftugur hópur sem gaman er að vera í kringum og það sama á við um fréttastofuna sem maður um- gengst alla daga. Stundum koma hektískir fréttadagar eins og eld- gos, jarðskjálftar eða stórtíðindi úr pólitíkinni. Þá er mjög gaman. Núna er Landsdómur í forgrunni í allri um- fjöllun. Sumir dagar geta síðan verið þægilegir og nógur tími gefst til að vinna hin fjölbreyttustu mál. Ég er mjög áhugasöm um sakamál og hef verið að fjalla um þau að undan- förnu en síðan finnst mér ofsalega gefandi að vinna mál úr heilbrigðis- og skólakerfinu. Ég hef gaman af því að hitta nýtt fólk og fjalla um ólíkustu hluti, ég held ég gæti ekki verið í betra starfi. Maður veit líka aldrei hvernig dagurinn verður þegar maður starfar sem fréttamaður, það er það skemmtilegasta í faginu. Þú ert í álagsstarfi – hvað gerirðu fyrir sjálfið þegar þú ert ekki að störfum? Þegar ég hef tíma þá reyni ég að fara í hotjóga og gleyma mér þar. Ég er mikil áhugamanneskja um heilbrigt matarræði og get alveg gleymt mér við að búa til græna drykki og sjeik við miklar vin sældir sambýlismanns míns eða þannig. Ég er líka mikið að stúdera hráfæði þó ég sé á þeirri skoðun að ég gæti ekki eingöngu verið á því í þessu kalda landi. Ég elska smjör, rjóma og ís- lenskt lambakjöt alltof mikið til að sleppa því. Það eru hins vegar meiri líkur á því að við höldum heilsunni okkar ef við borðum hreinan og heil- brigðan mat. Göngutúrar, sund og lestur góðra bóka eru líka í uppáhaldi. Hvar sérðu sjálfa þig eftir tíu ár? Ég sé mig í fjölmiðlum ýmist í sjón- varpi, útvarpi eða á blaði. Ég hef aldrei unnið á dagblaði á mínum fréttaferli og það er eitthvað sem ég gæti alveg hugsað mér þegar ég fæ leið á ljósvakahraðanum. Mig langar líka að skrifa bækur. Ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum sem ég vona að ég geti einhvern tímann sett niður á blað. Síðan finnst mér að ég verði að skrifa eina eða tvær ævi- sögur. Sjálf elska ég að lesa slíkar bækur og er með nokkrar konur í huga sem mig langar að skrifa um. Áttu þinn uppáhaldsfrasa? „Fyrsta frétt er ekki fyrsta frétt nema hún sé fyrsta frétt,“ Logi Bergmann. Þetta er minn uppáhaldsfrasi í vinnunni. Hann þarf ekki að útskýra fyrir neinum fréttamanni sem starfar á ljósvaka. www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 RR \\\\ TBW TBW A ÚTSALA Á ÖLLUM ÞREK OG LYFTINGAVÖRUM Hlaupa- bretti Primus Bekkpressubekkur með fótatæki Verso fjölþjálfar Classic Lyftingastöð Lóð og handlóð 50 kg. lóðasett Giro P Þrekhjól

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.