Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 62
Heilsa LAUGARDAGUR 21. APRÍL 20124 GRÆNN DRYKKUR Þeir sem hafa vanið sig á að fá sér glas af grænum hollustu- drykk á hverjum morgni segjast finna fyrir aukinni orku og betri líðan. Það tekur stutta stund að búa til drykkinn svo framarlega sem hráefnið er til í ísskápnum. Þeir sem eiga safapressu ættu að nota hana en annars er vel hægt að nota blandara. Allt ferskt grænt kál má nota í drykkinn, klettasalat, spínat, grænkál eða annað kál eftir smekk. Því næst er eitt grænt epli sett saman við, límónusafi og lífrænn safi að eigin vali. Við þetta má bæta engifer og ferskum krydd- jurtum. Gott er að taka saman á kvöldið það sem setja á í drykkinn og þá tekur stutta stund að útbúa hann að morgni. HEIMARÆKTUN KRYDDJURTA ER LÍFRÆNN KOSTUR FYRIR ÖLL HEIMILI Vorið er rétti tíminn til að huga að ræktun grænmetis, ávaxta eða kryddjurta. Flestir hafa aðstöðu til kryddjurtaræktunar enda krefst hún þess ekki að fólk sé með garð og því vænlegur kostur fyrir hvern þann sem hefur áhuga á heimaræktun. Bæði er hægt að kaupa fræ og sá heima eða kaupa forræktaðar plöntur. Sé ætlunin að rækta kryddjurtir frá grunni er mikilvægt að byrja snemma svo plönturnar hafi tíma og nái góðum styrk fyrir sumarið. Mælt er með því að sá í bakka í byrjun mars eða apríl og setja plönturnar út í byrjun eða um miðjan júní þegar líkur á kuldakasti eru hverfandi. Auðvelt er að leita sér upplýsinga á netinu um kryddjurtaræktun. Einnig bjóða ýmsir aðilar upp á ókeypis námskeið eða gegn vægu gjaldi. Það er skynsamlegt að kynna sér vel þær upplýsingar sem í boði eru áður en hafist er handa. Lítil mistök vegna kunnáttuleysis geta oft gert það að verkum að plantan nær ekki að vaxa og deyr. Þá er öll vinnan fyrir bí og orðið of áliðið sumars til að byrja upp á nýtt. GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ VELJA LÍFRÆNT ■ Lífrænar afurðir eru fram- leiddar í sátt við umhverfið. ■ Lífrænar matjurtir eru fram- leiddar án eiturefna og tilbúins áburðar. ■ Með því að kaupa lífrænar vörur hvetur þú til skynsam- legrar landnýtingar og gróður- verndar. ■ Í lífrænni ræktun eru ekki notaðar aðferðir og efni sem eru náttúrunni framandi. ■ Lögð er áhersla á góða meðferð dýra við framleiðslu lífrænna búfjárafurða. Eingöngu eru notuð náttúruleg fóðurefni sem eru án hormóna. ■ Erfðabreytt efni eru bönnuð í lífrænni framleiðslu. ■ Lífrænar vörur eru vottaðar af óháðum aðila. Heimild: www.blomaval.is RISA HINN EINI SANNI NÚ Á SMÁRATORGI, KÓPAVOGI á milli The Pier og Toys’R’us Opið alla daga frá 12:00 til 18:00 Útsöluvörur frá T ð ð ro fullur marka ur af öllum vinsælustu merkjunum SKÓMARKAÐUR Opið alla helgina milli kl. 12:00 og 18:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.