Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 32
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR32
Allt lagt undir í El clásico
Risarnir á Spáni mætast í sjötta sinn á þessari leiktíð. Barcelona hefur sótt hart að Real Madrid á undanförnum vikum. Mikil
stemning hjá íslenskum stuðningsmönnum beggja liða. Sigurður Elvar Þórólfsson fór yfir stöðuna með sérfræðingum Stöðvar 2 sport.
E
inn stærsti fótbolta-
leikur ársins fer fram
síðdegis í dag í Barce-
lona þar sem ríkjandi
Spánarmeistarar taka
á móti Real Madrid í
Nou Camp í Barcelona. Þessar
viðureignir risanna á Spáni eru
kallaðar „El clásico“ og það
fer allt á hliðina hjá stuðnings-
mönnum þessara félaga í að-
draganda þessara leikja. Spennan
er mun meiri að þessu sinni þar
sem að Barcelona getur með sigri
minnkað forskot Real Madrid
í eitt stig – en fjórum stigum
munar á liðunum.
Fyrir nokkrum vikum síðan
töldu flestir að úrslitin væru
ráðin í Spánarsparkinu. For-
skot Real Madrid á Barcelona
var á þeim tíma 13 stig og fátt
sem benti til þess að það myndi
breytast. Katalónarnir í Barce-
lona eru með tölfræðina á bak við
sig ef tekið er mið
af átta síðustu „El
clásico“. Þar hefur
Barcelona sigrað í
sjö viðureignum.
Hi nn spænsk-
ættaði Íslendingur
M i k ael M a r i nó
Rivera er grjót-
harður stuðnings-
maður Real Madrid
og fylgist vel með
Spánarsparkinu.
Mikael segir að
áhugi Íslendinga
á þessum leik hafi
aukist gríðarlega á
undanförnum árum.
„Stuðningsmenn
Real Madrid munu
safnast saman á
sportbarnum Úrillu
G ó r i l lu n n i v i ð
Gullin brú í Grafar-
vogi og Barcelona
stuðningsmenn á
farfuglaheimilinu Reykjavík
Backpackers við Laugaveg. Það
má búast við miklu fjölmenni og
gríðarlegri stemningu á báðum
þessum stöðum. Við búumst við
nokkur hundruð manns á báðum
stöðum,“ sagði Mikael en hann
telur að stuðningsmenn Barce-
lona séu mun fleiri á Íslandi en
stuðningsmenn Real Madrid.
„Líklega á Eiður Smári Guð-
johnsen stóran þátt í því enda
eini Íslendingurinn sem hefur
leikið með félaginu.“ Mikael segir
að stemningin í þessum leikjum
hafi breyst mikið á undanförnum
misserum. „Það er mikil saga á
bak við þessa leiki og þessi félög.
Katalónar, sjálfstæðisbarátta, og
allt það. Mér finnst hins vegar
stemningin hafa breyst. Það er
miklu meiri hiti og reiði í gangi.
Það skýrist líklega af því að þessi
lið eru einfaldlega stærstu fót-
boltalið heimsins í dag,“ sagði
Mikael. Leikurinn hefst kl. 18.00 í
dag og verður í beinni út sendingu
á Stöð 2 sport.
Sært stolt eftir tapleiki í
Meistara deildinni
Það vekur einnig athygli að stolt
beggja liða er sært eftir tapleiki
í undanúrslitum Meistara deildar
Evrópu. Á Spáni hefur ekki neitt
annað komið til greina en að
risarnir frá Spáni myndu mætast
í úrslitaleiknum í München í maí.
FC Bayern München frá Þýska-
landi er hins vegar 2-1 yfir eftir
fyrri leikinn gegn Real Madrid
sem fram fór í Þýskalandi – og
staða enska liðsins Chelsea er
einnig góð eftir 1-0
sigur á heimavelli
gegn ríkjandi Evr-
ópumeistaraliði
Barce lona.
Sparksérfræðingar
hafa velt upp þeim
möguleika að þjálf-
arnir José Mourinho
hjá Real Madrid og
Pep Guardiola hjá
Barcelona muni
freistast til þess að
hvíla lykilmenn í
„El clásico“. En við
nánari skoðun þá er
slíkt nánast óhugs-
andi. Stolt og heiður
beggja liða er í húfi
og allt verður lagt
undir í þessum slag
eins og alltaf. Það
er mjög líklegt að
Portúgalinn José
Mourinho muni
leggja allt kapp á
varnarleikinn hjá Real Madrid.
Jafntefli væru góð úrslit fyrir
liðið og það eru heimamenn sem
þurfa að sækja stigin þrjú sem
eru í boði.
Mourinho hefur reynt það áður
að leggja allt í varnar leikinn
gegn Barcelona og það hefur
aldrei gengið upp. Hann var
harðlega gagnrýndur eftir 2-1
tap Real Madrid gegn Barcelona
í janúar s.l. þar sem að Mourinho
lagði allt kapp á varnarleikinn.
Barcelona hefur alltaf fundið
leið í gegnum varnarmúrinn hjá
hinum litríka Mourinho.
Argentínumaðurinn Lionel
Messi er skæðasta vopn Barce-
lona í sóknarleiknum og telja
margir að hann sé besti fótbolta-
maður allra tíma. Messi þarf að
eiga afbragðsleik ef Barcelona
ætlar sér sigur og varnarmenn
Real Madrid munu án efa hafa
góðar gætur á þessum magnaða
24 ára gamla leikmanni.
Real Madrid er einnig með
stórstjörnu í sínum röðum
sem gæti gert út um leikinn;
Portú galann Cristiano Ronaldo.
Eins og sjá má í kortinu hér
til hliðar eru þeir Lionel Messi
og Cristiano Ronaldo búnir að
afreka ótrúlega hluti á þessari
leiktíð. Þeir standa nánast jafnt
á öllum tölfræðiþáttum og sem
markaskorarar. Ronaldo hefur
skorað 41 mark á þessari leik-
tíð í deildinni og 53 alls í öllum
keppnum. Messi er einnig með 41
mark í deildinni og 63 mörk alls
í öllum keppnum, sem er mesta
markaskor leikmanns frá því að
Þjóðverjinn Gerd Müller skoraði
67 mörk fyrir Bayern München
tímabillið 1972-1973.
Einnig er áhugavert að skoða
þá staðreynd að Pep Guardiola
hefur aðeins tapað einu sinni í 10
viðureignum gegn Real Madrid.
„Messi og Ronaldo eflast í hvert
sinn sem annar þeirra nær að
skora. Þeir eru í sérflokki og við
erum heppin að fá tækifæri til
þess að sjá þessa snillinga spila
fótbolta,“ sagði Guardiola við
fréttamenn í gær.
■ SÉRFRÆÐINGARNIR VILJA LIONEL MESSI FREKAR EN CRISTIANO RONALDO
RISARNIR Á SPÁNI MÆTAST Í EL CLÁSICO
86
Barcelona - Real Madrid
Laugardaginn 21. apríl
Nou Camp
Ágúst Real 2-2 Barcelona Meistarakeppni
Árangur í El
Clásico
Þjálfari
Josep
Guardiola
Fyrirliði
Carles
Puyol
Barcelona Real Madrid
86
Mörk
354
Mörk
365
Jafntefli
46
Þjálfari
Jose
Mourinho
Fyrirliði
Iker
Casillas Viðureignir 2011-12
2,935
Stórstjörnurnar eru lykilmenn beggja liða
Ágúst Barcelona 3-2 Real Meistarakeppni
Des Real 1-3 Barcelona Deildarkeppni
Jan Real 1-2 Barcelona Konungsbikar
Jan Barca 2-2 Real Konungsbikar
Guardiola: 9 sigrar í 14 „El clásico“
frá því hann tók við Barcelona 2009
Mourinho: Aðeins 1 sigur í 10 „El
clásico“, 1-0 sigur í Konungsbikar 2011.
El clásico
Liðin hafa mæst í 218 skipti frá árinu
1902. Liðin eru jöfn í fyrsta sinn í 79 ár.
Staðan í deildinni
1. Real 33 27 4 2 107:29 85
2. Barca 33 25 6 2 96:24 81
Lionel Messi Cristiano Ronaldo
41
12
55%
177
6
6
86
68
3,015
41
11
49%
225
7
11
76
78
Leikmínútur
Mörk
Stoðsendingar
Þátttaka í mörkum
Skot á mark
Þrennur
Mörk úr vítum
Fyrirgjafir inn í vítateig
Aukaspyrnur fengnar
Fréttablaðið fékk knattspyrnusér-
fræðinga Stöðvar 2 sport til þess að
svara eftirtöldum spurningum um „El
clásico“.
Hvað segja sérfræðingar Stöðvar 2 sport?
Reynir Leósson, Pétur Marteinsson og Hjörvar Hafliðason
Guðmundur Benediktsson íþrótta-fréttamaður á Stöð 2 sport er
á þeirri skoðun að José Mourinho,
þjálfari Real Madrid, ætli sér að
„pakka“ í vörn á Nou Camp. „José
Mourinho mun leggja alla áherslu á
varnarleikinn, hann er ekki vitlaus.
Jafntefli eru frábær úrslit fyrir þá.
Ætli við sjáum ekki svipað dæmi og
þegar hann var með Inter í undanúr-
slitunum gegn Barcelona þegar Inter
fór í úrslitaleikinn.
Ég er samt ekki viss um að það dugi
til fyrir Real að þessu sinni en þeir
munu svífast einskis til að fá stig. Þeir
eru ekki að fara að tapa tveimur af síð-
ustu fjórum leikum sínum í deildinni,“
segir Guðmundur en hann er sammála
því að „El clásico“ sé alltaf að verða
stærri og stærri viðburður. Síðustu ár
hafa „þessir leikir orðið mun stærri en
áður, enda eru þetta tvö stærstu fót-
boltalið heimsins í dag. Þetta eru sterk-
ustu liðin í Meistaradeildinni. Tveir
flottustu þjálfarnir, tveir af bestu
íþróttamönnum heims; Lionel Messi og
Cristiano Ronaldo. Þessi leikur verður
stórkostlegur,“ segir Guðmundur.
Mourinho er ekki vitlaus
og pakkar í vörn
Guðmundur Benediktsson
Pétur Marteinsson
1. Bæði lið töpuðu í
vikunni i Meistara-
deildinni en Madrid
fær aukahvíldardag.
Sú hvíld er dýrmæt
en Barcelona er með
betra lið og hafa gott
tak á Real Madrid.
Barcelona sigrar, 3-2, í
frábærum leik.
2. Lionel Messi. Ég held
að hann sé þægilegri
gaur og meðfæri-
legri. Þeir eru báðir
stórkostlegir leikmenn
en Messi er að mínu
mati aðeins betri og
skemmtilegri.
3. Real Madrid mun ekki
tapa fleiri leikjum i
deildinni og þeir verða
Spánarmeistarar.
Hjörvar Hafliðason
1. Barcelona vinnur
leikinn.
2. Lionel Messi. Ég á
engin orð til að lýsa
honum lengur.
3. Ég geri ráð fyrir því að
Barca minnki muninn
á toppnum niður í
eitt stig á laugardag.
En ég held hins vegar
að það stig muni
ráða úrslitum og Real
Madrid verður Spánar-
meistari. Þeir eiga þó
eftir mjög erfiðan leik
gegn Athletic Bilbao á
útivelli í næsta mánuði
en með allt undir
munu José Mourinho
og félagar klára það
verkefni.
Reynir Leósson
1. Jafntefli, 2-2 í
frábærum leik.
2. Tveir langbestu leik-
menn í heiminum en
Messi hefur vinninginn
hjá mér. Messi er
betri í stóru leikjunum,
jarðbundnari og meiri
liðsmaður.
3. Real Madrid klárar
þetta með því að
ná jöfnu í leiknum í
kvöld og landa þannig
titlinum. Þá er José
Mourinho kominn
með meistaratitil í
Portúgal, Englandi,
Ítalíu og Spáni.
1. Hvaða lið mun hafa betur í El clásico í kvöld?
2. Ef þú værir þjálfari og þyrftir að velja á milli þess að fá Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo í
liðið hjá þér. Hvorn myndir þú velja?
3. Hvaða lið verður Spánarmeistari 2012?
STÓRSTJÖRNUR Cristiano Ronaldo Real Madrid og Lionel Messi Barcelona verða í aðalhlutverkum þegar liðin mætast í Barcelona
í kvöld. Messi og Ronaldo hafa báðir skorað 41 mark í deildarkeppninni í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY
Mourinho
hefur reynt
það áður að
leggja allt í
varnarleikinn
gegn Barce-
lona og það
hefur aldrei
gengið upp.