Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 10
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR10 VIÐSKIPTI Umsóknarferli kínverska fjárfestisins Huangs Nubos til að leigja Grímsstaði á Fjöllum er nú á lokastigi. Talið er að niðurstöðu sé að vænta á næstu vikum. Atvinnuþróunarfélagi Eyja- fjarðar var falið að vinna að útfærslu mögulegrar fjárfest- ingar Nubos. Framkvæmdastjóri félagsins, Þorleifur Lúðvík Sigur- jónsson, segir vinnuna hafa verið unna í samræmi við lög, hefðir og fordæmi og án áhættu fyrir sveit- arfélög og aðra hagsmunaaðila. „Þetta var unnið í mikilli sátt og er í mjög góðum farvegi,“ segir hann. „Við vonumst til að klára málið endanlega á næstu vikum.“ Niðurstöðurnar hafa nú verið kynntar sveitarstjórnum og eru þar til umræðu þar sem meðal annars er verið að íhuga kaup á jörðinni. Eftir að Nubo var synjað um undan þágu á kaupum á Gríms- stöðum fór af stað vinna til að gera honum kleift að leigja landið af sveitarfélögum og ríkinu til langs tíma. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir engan hafa gert honum grein fyrir viðræðum af neinu tagi, hvorki af hálfu sveitar- félaganna né annars staðar innan stjórnsýslunnar. „Mér er hins vegar kunnugt um að sveitarfélögin hafi átt í við ræðum og þá hef ég sagt að ráðuneytið komi að málum á ein- hverju stigi vegna laga og ákvæða sem þar er að finna um fjár reiður sveitar félaga. En fram til þessa hefur enginn haft neitt samband við okkur,“ segir Ögmundur. Ívilnananefnd, skipuð fulltrúum úr iðnaðar-, fjármála- og viðskipta- ráðuneyti, er nú á lokametrunum í skoðunum á umsóknum Nubos. „Við erum búnir að kalla í tví- gang eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda. Málið gengur vel og niðurstöðu er að vænta á næstu dögum,“ segir Ingvi Már Pálsson, formaður ívilnananefndar. - sv Ívilnananefndin lýkur vinnu á næstu dögum: Umsóknarferli Nu- bos á lokametrunum HUANG NUBO Eftir að kínverska fjárfestinum var neitað um undanþágu á kaupum á Grímsstöðum er nú unnið að því að finna leiðir til að leigja honum jörðina til langs tíma. Frumkvöðull og fræðimaður Boðað er til málþings í tilefni 250 ára fæðingar- afmælis Sveins Pálssonar 24. apríl 2012 kl. 15–17 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, sal 132. Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstak- lega jöklunum. Hann er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, og var dagur umhverfisins því tileinkaður honum. Aðgangur er ókeypis. SVEINN PÁLSSON DAGSKRÁ Ávarp umhverfisráðherra Upplýsingarmaðurinn Sveinn Pálsson Læknirinn Sveinn Pálsson Náttúrufræðingurinn Sveinn Pálsson Jöklafræðingurinn Sveinn Pálsson Landkönnuðurinn Sveinn Pálsson Fundarstjóri er Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps P O K A H O R N IÐ Nýtt nám í ráðstefnutúlkun – góðir tekjumöguleikar PI PA R \T B W A \ SÍ A - 1 2 1 2 6 0 Forkröfur í námið: Háskólagráða á grunn- stigi, BA- eða BS-gráða með 1. einkunn (7,25+). Sýna þarf fram á kunnáttu í tveim ur erlend um tungu málum og einnig fara fram hæfnis próf í byrjun maí. Fyrsti hluti hæfnisprófa fer fram miðviku- daginn 2. maí nk. og felst í þremur verk- efnum: Tveimur stuttum þýði ngum úr erlend um mál um (300 orð hvor) og krossa prófi í mál skiln- ingi á íslensku. Umsókn um námið er jafn framt skráning í prófin. Prófin fara fram í Aðal bygg ingu HÍ frá kl. 10–14. Þeir sem standast skriflegu prófin taka munn leg próf 3. maí þar sem þeir fá tæki færi til að spreyta sig á ör stutt um ræðum. Umsækjendur sendi umsóknir til Marion Lerner, marion@hi.is. Umsóknar frestur er til og með 30. apríl. Upplýsingar um námið má finna í kennslu skrá á vef Háskóla Íslands. Haustið 2012 verður boðið upp á nýtt tveggja ára meistaranám í ráðstefnu túlkun við Hugvísindasvið. • Ráðstefnutúlkar starfa við túlkun á ráðstefnum og fundum um víða veröld. Starfið er vel launað því framboð af túlkum er miklu minna en eftirspurn. • Góður ráðstefnutúlkur þarf að kunna móðurmálið, að minnsta kosti tvö erlend tungumál og búa yfir víðtækri almennri þekkingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.