Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 70
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR42 Hátt í 600 manns mættu í Hörpu á sumardaginn fyrsta og fögnuðu 100 ára afmæli Verkfræðingafélags Íslands. Þar var einstak lingum veitt svokölluð Aldarviður- kenning fyrir framlag sitt og sérhæfða þekkingu á sviði tækni og raunvísinda til nýsköpunar og fram- fara í íslensku atvinnulífi. Þar með var vakin athygli á afrekum sem hafa haft umtalsverð áhrif á efna- hag og lífsgæði á Íslandi eða eru líkleg til að gera það í framtíðinni. Meðal annars var athyglinni beint að þekkingar sviðum sem fáa dreymdi um fyrir 30-40 árum að Íslendingar myndu nokkurn tíma fást við og síst af öllu að þeir yrðu í fremstu röð á alþjóðavísu eins og raunin hefur orðið í nokkrum tilvikum. Viðurkenningarnar voru veittar í þremur flokkum, í fyrsta lagi brautryðjendum í þekkingarfyrirtækjum sem eru alþjóðlega í fremstu röð, í öðru lagi frum kvöðlum innan sprotafyrirtækja og í þriðja lagi einstaklingum sem hafa plægt akurinn með störfum sínum, sýnt frumkvæði og haft veruleg áhrif. - gun Aldarafmæli fagnað í Hörpu VERÐLAUNAFÓLK Þessi hópur hlaut viðurkenningar fyrir framlag sitt til sprotafyrirtækja sem hafa náð fótfestu á markaði. Árlegur fjölskyldudagur í Gróttu á Seltjarnarnesi er í dag og hægt að komast þangað fótgangandi. Opið verður milli klukkan 10.30 og 14.30. Vitinn sem nú stendur þar er 65 ára í ár og því þykir full ástæða til að faðma hann. Í Albertsbúð verður helgi- stund í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar og félaga milli 11.00 og 11.30 og klukkan 12 segir Kristján Sveinsson sagnfræðingur sögu Gróttu- vitans. Í Fræða setrinu verður hægt að kaupa kaffi, safa og rjómavöfflur. Starfsmenn Seltjarnarnes- bæjar verða á staðnum og aka þeim sem ekki treysta sér til að ganga út í eyju. - gun Föðmum vitann GRÓTTUVITI Sextíu og fimm ára afmælisbarn. Sr. Hjálmar Jónsson, fyrr- verandi alþingis maður, talar um Biblíuna og stjórnmálin í Seltjarnar- neskirkju á morgun, sunnu- dag, klukkan 17. Erindi séra Hjálmars er liður í Lista- hátíð Seltjarnarneskirkju. Sólveig Pálsdóttir leik- kona mun við sama tæki- færi lesa upp nokkur ljóð eftir stjórnmálamennina og skáldin Grím Thomsen og Hannes Hafstein. Tónlist flytja þær Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópran og Jóhanna Héðinsdóttir messó sópran við píanóleik Renötu Ivan. Séra Hjálm- ar Jónsson var prestur og síðar pró fastur norðanlands 1976 til 1998. Þá hafði hann verið varaþingmaður frá 1991 og kjörinn á Alþingi 1995. Hann kaus að snúa sér aftur að prestskap árið 2001 og varð þá dómkirkju- prestur í Reykjavík. Því starfi hefur hann nú gegnt í rúman áratug. Listahátíð Seltjarnar- neskirkju hófst um síðustu helgi og stendur til 28. apríl en því er nú fagnað að 20 ár eru liðin síðan fyrsta hátíð- in var haldin. Ókeypis er á alla viðburði Listahátíðar Seltjarnar- ness. Hátíðin fer fram í kirkjunni við Valhúsahæð. Í kirkjunni og safnaðar- heimili hennar stendur einnig yfir sýning á mynd- list Karólínu Lárusdóttur, þar á meðal nýjum vatns- litamyndum sem bregða upp svipmyndum úr Nýja testamentinu. Ræðir Biblíuna og stjórnmálin SÉRA HJÁLMAR JÓNSSON Hefur langa reynslu af prestskap og þátttöku í stjórnmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur dýrmæta samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU ÁGÚSTSDÓTTUR Akranesi. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hafsteinn Sigurbjörnsson Jóhanna G. Þorbjörnsdóttir Ásgrímur R. Kárason Sigurbjörn Hafsteinsson Sesselja L. Allansdóttir Ingólfur Hafsteinsson Heiðrún Hannesdóttir Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir Jónas Geirsson Berent Karl Hafsteinsson María Lilja M. Viðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÖNNU MÖRTU HELGADÓTTUR frá Uppsölum, sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Blönduóss fyrir einstaka alúð og umönnun. Sigurður H. Ingþórsson Gunnhildur Lárusdóttir Kristmundur Ó. J. Ingþórsson Herdís Sigurbjartsdóttir Sigrún B. Ingþórsdóttir Hjálmar Magnússon Þorsteinn R. Ingþórsson Sigurbjörg M. Jónsdóttir Magnús H. Ingþórsson Margrét Rögnvaldsdóttir Guðmundur E. Ingþórsson Guðrún S. Kjartansdóttir Birgir L. Ingþórsson Sigríður Bjarnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, EDDU FARESTVEIT Lautasmára 3, Kópavogi. Gunnsteinn Gíslason Guðrún Brynja Gunnsteinsdóttir Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir Davíð Jónsson Gísli Kristján Gunnsteinsson Lilja Ingimundardóttir barnabörn og systkini hinnar látnu. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GÍSLLAUG BERGMANN lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 12. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 23. apríl kl. 13.00. Dagbjört Bergmann Hjálmar Þ. Diego Pétur Bergmann Róbert Bergmann barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg tengdamóðir og amma, SIGURLAUG BJÖRG ALBERTSDÓTTIR lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 17. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Eirar. Gréta Gunnarsdóttir Birna Bjarnadóttir Hólmgeir Baldursson Kristjana Sif Bjarnadóttir Steingrímur S. Ólafsson Arnar Bjarnason Rakel Halldórsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALTÝS SÆMUNDSSONAR grunnskólakennara frá Reyðarfirði. Sæmundur Valtýsson Guðlaugur Valtýsson Sigríður Björnsdóttir Anna Marta Valtýsdóttir Árni Ólafur Þórhallsson Brynja Þóra Valtýsdóttir Grétar I. Guðlaugsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, INGIBJÖRG RAGNARSDÓTTIR NORDEIDE Lauvasveien 18, 3475 Sætre, Hurum, Norge lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 9. apríl síðastliðinn. Kveðjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey. Útför hennar fer fram frá Hurumkirkju í Noregi föstudaginn 27. apríl kl. 13.00. Arne Nordeide Jorunn Nordeide Sigrid Nordeide Ragnar Nordeide Susanne Juell Gudbrandsen Magnus Juell Nordeide Sigríður Einarsdóttir Kristín Ragnarsdóttir Þórunn Ragnarsdóttir Snorri Egilson Málfríður Ragnarsdóttir Einar Ragnarsson Claudia Gluck Guðmundur Ragnarsson Þóra Friðriksdóttir Við þökkum ættingjum og vinum fyrir samúð og hlýhug vegna andláts KRISTJÁNS HELGA GUÐMUNDSSONAR Minna-Núpi. Gleðilegt sumar. Ámundi Kristjánsson Herdís Kristjánsdóttir Guðbjörg Ámundadóttir Snorri og fjölskylda Erla og fjölskylda Guðrún og fjölskylda Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Kollafjarðarnesi, síðar Stórholti, sem lést fimmtudaginn 12. apríl, verður jarðsungin mánudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.00. Guðmundur Theódórs Þrúður Karlsdóttir Elinborg Theódórs Bjarni Jensson Benedikta Theódórs Ólafur Gunnlaugsson Jón Brands Theódórs Kristjana Benediktsdóttir Páll Theódórs Hrafnhildur Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.