Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 8
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR8 1. Hvað heitir forsetaframbjóðandi Sósíalistaflokksins í Frakklandi? 2. Hvaða hugleiðslu- og sjálfs- ræktarkerfi hefur verið þyrnir í augum kínverskra stjórnvalda? 3. Hvernig er útbreiðsla lúpínu greind hér á landi? SVÖR 1. François Hollande. 2. Falun Gong. 3. Skoðaðar eru gervitunglamyndir FRÉTTASKÝRING Hver ber áhættuna vegna gerðar Vaðlaheiðarganga? Að mati Ríkisábyrgðarsjóðs getur gerð Vaðlaheiðarganga eins og hún er fram sett í frumvarpi fjár- málaráðherra ekki talist vera einkaframkvæmd. Það verklag er þó forsenda þess að fara í fram- kvæmdina utan vegáætlunar Vega- gerðarinnar og óháð öðrum vega- framkvæmdum. Samkvæmt framsettri dagskrá þingfunda á Alþingi átti að ræða Vaðlaheiðargöng síðasta þriðjudag, en málið komst ekki á dagskrá. Sama gerðist svo á miðvikudag. „Málið fer ekki á dagskrá fyrr en eftir helgi og fyrsti þingdagur eftir helgi er á þriðjudag. Mánu- dagurinn er þingflokks fundar- dagur samkvæmt starfsáætlun þingsins,“ segir í svari Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, fyrsta varaforseta Alþingis, við fyrirspurn blaðsins. Búast má við fjörugum umræðum um málið á Alþingi enda hefur víða komið fram hörð gagnrýni á þá leið sem til stendur að fara. Hefur því verið haldið fram að þótt framkvæmdin beri yfirbragð einkaframkvæmdar sé í raun um ríkisframkvæmd að ræða, enda beri ríkið í raun alla ábyrgð á verkinu og þurfi líklega að standa undir fjármögnun þess. Þá hafa forsvarsmenn byggðar- laga þar sem beðið er eftir veg- bótum í formi jarðganga, líkt og á við um ný Norðfjarðargöng í Fjarðabyggð, talið eðlilegra í ljósi aðstæðna að Vaðlaheiðargöng yrðu tekin inn á vegáætlun og færu þar í biðröð með öðrum fram kvæmdum, í stað þess að vera skotið með þessum hætti fram fyrir röðina. Þingmenn skipast fremur í flokka eftir kjördæmum í afstöðu sinni til málsins en eftir flokks- línum. Þannig er ekki einhugur um frumvarpið innan ríkisstjórnar- flokkanna. Telja verður líkur á að í umræðum um málið vegi þungt umsögn Ríkisábyrgðarsjóðs sem leggur til annað verklag en lagt er til í frumvarpinu. Sjóðurinn gengur raunar svo langt að segja framkvæmd Vaðlaheiðarganga ekki flokkast sem einkafram- kvæmd. „Enda er gert ráð fyrir því að ríkissjóður taki á sig alla áhættu varðandi fjármögnun verkefnisins ásamt því að þurfa að treysta því að fjárfestar endurfjármagni án ríkisábyrgðar verkefnið að fram- kvæmdum loknum árið 2018.“ Niðurstaða Ríkisábyrgðarsjóðs er að afar ólíklegt sé að unnt verði að endurfjármagna framkvæmda- lán ganganna án ríkisábyrgðar og að vaxtastig að framkvæmda- tíma loknum sé stórlega van metið. Líklegir vextir án ríkisábyrgð- ar, að viðbættu áhættuálagi, séu 6,8 til 7,3 prósent. Forsendur Vaðlaheiðar ganga ehf. hljóða hins vegar upp á 3,7 prósent. Eins kemur fram að fari vextir yfir 5,3 prósent þá séu 100 pró- senta líkur á greiðslufalli Vaðla- heiðarganga. „Standi vilji Alþingis til þess að ríkið fjármagni gerð Vaðlaheiðarganga, þá telur Ríkis- ábyrgðarsjóður raunhæfara að ríkis sjóður lágmarki áhættu sína með því að fjármagna langtíma- lánið á markaði áður en fram- kvæmdir hefjast,” segir í niður- stöðu umsagnar sjóðsins og bent á að vaxtastig sé nú í sögulegu lágmarki. olikr@frettabladid.is Flokkast ekki sem einka- framkvæmd Frumvarp um heimild til að fjármagna gerð Vaðla- heiðarganga er á dagskrá Alþingis á þriðjudag. Málið vék fyrir öðrum fyrir helgi. Frumvarpið er umdeilt og vafi á hvort göngin falli í flokk einkaframkvæmda. SÉÐ OFAN Í EYJAFJÖRÐ Leiðin um Víkurskarð er fögur og hefur ferðafólk gaman af því að aka hana í góðu veðri, þótt hún geti verið torfær í hálku og vondum veðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Námskeið með DAVÍÐ KRISTINSSYNI næringar- og lífsstílsþjálfara www.heilsuhusid.is Síðasta námskeiðið í bili! Námskeiðið er haldið í Heilsuhúsinu, Lágmúla 5, kl. 20 - 22. Innifalið er uppfærð handbók með öllum upplýsingum sem þú þarft og 30 daga framhaldsmatseðill. Námskeiðsgjald aðeins kr. 5.500,- Nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155. Fimmtudaginn 26. aprí l Í því skyni að styrkja tengsl EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin, verða í hverju hinna 15 ríkja, starfræktir undirbúningssjóðir sem stuðla eiga að auknu samstarfi. Styrki úr þessum sjóðum má nýta til að sækja ráðstefnur, námskeið og fundi og til annars sem auðveldað getur fyrirtækjum og opinberum aðilum að koma á samstarfsverkefnum tengdum áherslu- sviðum sjóðsins. Nánar um sjóðinn á vefnum www.eeagrants.org EFNAHAGSMÁL Aðskilnaður við- skipta- og fjárfestingabankastarf- semi á Íslandi myndi fela í sér umtalsverðan kostnað fyrir lán- takendur og fjármagnseigendur. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem gefið hefur út skýrslu um þá hugmynd að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. Fréttablaðið greindi frá því 19. mars síðastliðinn að full sam- staða hefði skapast um það á Alþingi að aðskilja viðskipta- og fjárfestinga bankastarfsemi með lögum. Í greinar gerð sem fylgir þingsályktunar tillögu um slíka aðgerð segir að innlán viðskipta- banka, sem hafa bakábyrgð frá ríkinu, hafi í aðdraganda banka- hrunsins verið notuð í glæfra legar og jafnvel óarðbærar fjár festingar, meðal annars í fyrirtækjum ná- tengdum viðkomandi fjármála- stofnunum. Vegna þeirrar sérstöku tryggingar sem innlán njóti sé rík ástæða til að aðskilja hefðbundna bankastarfsemi frá áhættusækinni fjárfestingarstarfsemi. Svipuð umræða hefur átt sér í stað í flestum nágrannaríkj- um Íslands en skýrsluhöfundar benda á að stærð íslenska banka- kerfisins skeri sig ekki lengur úr í alþjóð legum samanburði auk þess sem fjárfestingabankastarfsemi íslensku bankanna sé afar lítil. Því sé vandséð að aðskilnaður sé aðkallandi eins og sakir standa þótt innlendur fjármálamarkaður geti vissulega breyst. Skýrsluhöfundar leggja því til að vilji stjórnvöld gera bankastarf- semi öruggari sé skynsamlegra að hækka lágmarkseiginfjárkröfur íslenskra banka, horfa í auknum mæli á gæði eiginfjár og lausafjár- stöðu bankanna og setja reglur um hámarksvogun. Þá mætti skoða að takmarka erlenda starfsemi sem og eigin fjárfestingar banka. - mþl Greiningardeild Arion banka hefur gefið út skýrslu um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi: Mæla gegn aðskilnaði á bankastarfsemi BANKARNIR Samstaða er um það á Alþingi að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.