Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 87
LAUGARDAGUR 21. apríl 2012 59 Justin Bieber reiddi á dögunum fram um tvær og hálfa milljón fyrir nýtt mótorhjól. Hjólið var framleitt í takmörkuðu upp- lagi og er af gerðinni Ducati. Það var vinur hans, söngvarinn Usher, sem mælti með hjólinu við hann en Usher á sjálfur sams konar hjól. Hinn átján ára Bieber stendur þó frammi fyrir einu vandamáli því hann er ekki með mótorhjólapróf en mun vafalítið bæta úr því fljótlega. Popparinn á einnig margar glæsibifreiðir og ætti því að geta komist leiðar sinnar á næstu árum án nokkurra vandkvæða. Keypti sér mótorhjól JUSTIN BIEBER Popparinn keypti sér glænýtt mótorhjól. Svo virðist sem alvara sé að færast í leikinn hjá skötuhjúunum Ryan Reynolds og Blake Lively. Þrátt fyrir ellefu ára aldurs- mun er parið ástfangið upp fyrir haus og í leit að sameigin- legu heimili ef marka má orð heimildar manns. Reynolds hefur varið mestum tíma sínum á heimili Lively eftir að hann setti húsið sitt í Los Angeles á sölu í febrúar, en því húsi deildi hann með fyrrum eiginkonu sinni Scarlett Johansson. Það virðist því sem að ástin ætli að endast eitthvað lengur hjá parinu fallega sem er nú búið að vera saman í sex mánuði. Leita að húsi 6 MÁNUÐIR Þau Reynolds og Lively eru búin að vera saman í sex mánuði og leita sér nú að húsi. Robert Downey Jr. hefur saknað nýfædds sonar síns mikið á meðan hann hefur verið að kynna hasarmyndina The Avengers. Þar leikur hann Iron Man eins og hann hefur áður gert í tveimur myndum. Tveir mánuðir eru síðan hann eignaðist soninn Exton Elias með konu sinni Susan Levin. „Mér finnst frábært að vera orðinn pabbi aftur. Exton er mjög fallegur og ég sakna hans mikið,“ sagði hinn 47 ára Downey. Hann á fyrir átján ára soninn Indio með fyrrum eiginkonu sinni Deborah Falconer. Saknar sonar síns mikið SÖKNUÐUR Robert Downey Jr. saknar nýfædds sonar síns mikið. Rapparinn og upptöku stjórinn Dr. Dre er afar stoltur af því að hafa ásamt Snoop Dogg látið heilmynd af hinum sáluga Tupac Shakur stíga á svið á Coachella- hátíðinni. Hann vonast til að aðrir fylgi fordæmi þeirra og vekji goðsagnir á borð við Marvin Gaye og Jimi Hendrix aftur til lífsins. „ Vonandi eiga aðrir listamenn eftir að koma sínum uppáhaldstónlistar- mönnum upp á svið. Vonandi getum við séð Jimi Hendrix og Marvin Gaye. Við sjáum hvað setur,“ sagði Dre og útilokar ekki að fara með Tupac-heil- myndina á tónleikaferðalag. Vill Hendrix og Gaye líka JIMI HENDRIX Dr. Dre vonast til að Jimi Hendrix snúi aftur sem heilmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.