Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 88
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR60
sport@frettabladid.is
RAGNA INGÓLFSDÓTTIR mun ekki keppa á fleiri alþjóðlegum mótum fyrir Ólympíuleikana í sumar og sagði
við Vísi í gær að ótrúlegir hlutir þyrftu að gerast til að hún yrði ekki á meðal þátttakenda í Lundúnum. Enn er þó beðið
eftir staðfestum lista þátttakenda en Ragna sagði að staðan væri mjög góð. Listinn verður birtur þann 3. maí.
FORMÚLA 1 Kappaksturinn í Barein
fer fram um helgina í skugga
gríðarlegra mótmæla og óeirða í
landinu. Mótmælin hafa staðið í
rúmt ár þar sem lýðurinn krefst
almennra mannréttinda og frelsis.
Forsvarsmenn formúlunnar
hafa viðrað áhyggjur sínar um að
mótmælendur muni nota kapp-
aksturinn, og beina útsendingu frá
mótsstað, til að koma kröfum sínum
á framfæri alþjóðasamfélagsins.
Á æfingum keppnisliða í gær
dró Force India-liðið sig í hlé
vegna óöryggis liðsmanna liðsins.
Tveir starfsmenn liðsins þurftu
að flýja landið á fimmtudag eftir
að hafa lent í umferðaröngþveiti
þar sem mótmælendur köstuðu að
þeim eldsprengjum.
Mótmælin í Barein eru afsprengi
arabíska vorsins, hrinu mótmæla
sem skók arabalönd vorið 2011.
Kappakstrinum í Barein í fyrra
var aflýst vegna gríðarlegra óeirða
og því hefur mikil umræða skapast
síðustu mánuði um hvort mótið í
Barein eigi að fara fram í ár, enda
ástandið litlu betra. Umræðan hefur
aðallega reynt að meta umfang mót-
mælanna í saman burði við hvernig
málin stóðu í fyrra, í stað þess að
hafa lýðræðisleg sjónarmið að
leiðar ljósi og aflýsa keppninni.
„Ef við hættum við kapp-
aksturinn erum við að færa mót-
mælendum sigurinn á silfurfati,“
lét krónprisinn Salman Al Khalifa
hafa eftir sér en hann og Bernie
Ecclestone hafa þróað með sér sér-
staka vináttu síðan keppt var fyrst
í Barein árið 2004. „Við erum að
reyna að nota kappaksturinn sem
tól til að sameina þjóðina og fá fólk
til að vinna saman.“
Krónprinsinn sagðist meðvitaður
um áhyggjur liðsmanna keppnis-
liðanna um að lenda í atviki eins
og því sem starfsmenn Force
India lentu í. Hann segist þó full-
viss um að mótmælin snúi ekki að
Formúlu 1.
Breskir þingmenn hafa jafn-
framt skipt sér af málinu og hafa
sumir meðal annars sagt að þeim
finnist breskir ríkisborgarar ekki
eiga að vera í Barein á ófriðar-
tímum þar í landi.
Stór þáttur í ákvörðun móts-
haldara og stjórnenda formúlunnar
eru peningar. Auglýsingatekjur af
kappakstrinum í Barein árið 2010
voru hátt í 12 milljarðar íslenskra
króna. Bandaríska sjónvarpstöðin
CNN segir tekjutap auglýsenda,
verði kappakstrinum aflýst, slaga
hátt í 70 milljarða króna.
Ecclestone vill því heldur að
kappaksturinn fari fram en ekki
þrátt fyrir gríðarlega pólitíska
ólgu í landinu.
Óeirðalögregla í landinu keppist
nú við að kveða niður alla and-
spyrnu í landinu í aðdraganda
mótsins í Barein.
Kappaksturinn er í beinni út-
sendingu á Stöð 2 sport í há deginu
á morgun. birgirh@frettabladid.is
Mótið í Barein á áætlun
þrátt fyrir mikil mótmæli
Mótmælendur krefjast mannréttinda og vilja ekkert með Formúlu 1 hafa.
Áhyggjur vaxa um að mótmælendur muni nota kappaksturinn til að koma rödd
sinni á framfæri. Ecclestone hefur engar áhyggjur af öryggismálum fyrir mótið.
MÓTMÆLT Formúlu 1-kappakstrinum í Barein hefur verið mótmælt markvisst á
hverjum degi síðan á mánudag enda er mótið á vegum stjórnvalda þar í landi.
NORDICPHOTOS/AFP
Ef við hættum við
kappaksturinn erum
við að færa mótmælendum
sigurinn á silfurfati.
SALMAN AL KHALIFA
KRÓNPRINS BAREIN
KÖRFUBOLTI Ólafur Ólafsson, leik-
maður Grindavíkur, meiddist illa
á ökkla í leik sinna manna gegn
Stjörnunni í gær. Ökklinn fór úr
lið og bein brotnaði einnig í fæt-
inum. Ólafur þarf að vera í gifsi
í sex vikur, eftir það kemur í ljós
hvort hann þurfi að fara í aðgerð.
„Tímabilið er allavega búið hjá
mér,“ sagði hann við Stöð 2 í gær.
„Ég fann fyrir sársauka, en
doða líka. Ég beið eftir að löppin
færi aftur í rétta stöðu en þegar
ég sá hana svo þá bilaðist ég.
Hún var eins og L í laginu,“ sagði
Ólafur.
„Það sem hjálpaði mér örugg-
lega og varð til þess að það
leið ekki yfir mig var að Teit-
ur [Örlygsson, þjálfari Stjörn-
unnar] kom strax inn á völlinn,
lagðist á mig og passaði að ég
sæi ekki löppina. Svo komu fleiri
sem héldu í löppina og héldu mér
föstum – sem skipti miklu máli.“
Hann segir að það verði
svekkjandi að þurfa að sitja
og horfa á þegar hans menn í
Grindavík mæta Þór í úrslita-
einvíginu um Íslandsmeistara-
titilinn. „Það kemur maður
í manns stað og ég treysti
strákunum til þess að klára þetta.
Ég mun sitja á bekknum með
þeim og veita þeim andlegan
stuðning.“ - esá
Ólafur Ólafsson:
Bilaðist þegar
ég sá löppina
Í GIFSI Tímabilið er búið hjá Ólafi Ólafs-
syni. MYND/EGILL
VERÐUR GUÐMUNDUR ÁFRAM? Samn-
ingur Guðmundar Guðmundssonar við
HSÍ rennur út eftir Ólympíuleikana í
sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Í gær var dregið í riðla
fyrir undankeppni EM 2014 sem
fer fram í Danmörku. Ísland var
í efsta styrkleikaflokki og dróst
í riðil með Slóveníu, Hvíta-Rúss-
landi og sigurvegara C-riðils for-
keppninnar.
Riðlakeppnin hefst í október
en forkeppnin í byrjun júní. Þá
kemur í ljós hvert verður fjórða
liðið í riðlinum en ef að líkum
lætur verður það lið Rúmeníu.
Ísland mætti Slóveníu á EM í
Serbíu en tapaði, 34-32, sem gerði
það að verkum að liðið fór stiga-
laust í milliriðlakeppnina.
Það er því líklegt að strákarnir
okkar þurfi að fara í löng ferða-
lög í útileiki sína í riðlinum. „Það
er auðvitað dýrt en er einfaldlega
hluti af þessu. Við erum í þessu
til að ná árangri og gerum bara
það sem þarf,“ sagði Einar Þor-
varðarson, framkvæmdarstjóri
HSÍ. - esá
Undankeppni EM 2014:
Ísland mætir
Slóveníu á ný
Undankeppni EM 2014
Tvö efstu liðin úr hverjum riðli
komast áfram ásamt liðinu sem nær
bestum árangri í 3. sæti:
1. riðill: Spánn, Makedónía, Portúgal og
sigurvegari B-riðils.
2. riðill: Þýskaland, Tékkland, Svartfjalland
og besta 2. sætið í forkeppninni.
3. riðill: Frakkland, Noregur, Litháen og
sigurvegari D-riðils.
4. riðill: Króatía, Ungverjaland, Slóvakía
og næstbesta 2. sætið í forkeppninni.
5. riðill: Pólland, Svíþjóð, Holland og
sigurvegari A-riðils.
6. riðill: Ísland, Slóvenía, Hvíta-Rússland
og sigurvegari C-riðils.
7. riðill: Serbía, Austurríki, Rússl., Bosnía.