Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 88
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR60 sport@frettabladid.is RAGNA INGÓLFSDÓTTIR mun ekki keppa á fleiri alþjóðlegum mótum fyrir Ólympíuleikana í sumar og sagði við Vísi í gær að ótrúlegir hlutir þyrftu að gerast til að hún yrði ekki á meðal þátttakenda í Lundúnum. Enn er þó beðið eftir staðfestum lista þátttakenda en Ragna sagði að staðan væri mjög góð. Listinn verður birtur þann 3. maí. FORMÚLA 1 Kappaksturinn í Barein fer fram um helgina í skugga gríðarlegra mótmæla og óeirða í landinu. Mótmælin hafa staðið í rúmt ár þar sem lýðurinn krefst almennra mannréttinda og frelsis. Forsvarsmenn formúlunnar hafa viðrað áhyggjur sínar um að mótmælendur muni nota kapp- aksturinn, og beina útsendingu frá mótsstað, til að koma kröfum sínum á framfæri alþjóðasamfélagsins. Á æfingum keppnisliða í gær dró Force India-liðið sig í hlé vegna óöryggis liðsmanna liðsins. Tveir starfsmenn liðsins þurftu að flýja landið á fimmtudag eftir að hafa lent í umferðaröngþveiti þar sem mótmælendur köstuðu að þeim eldsprengjum. Mótmælin í Barein eru afsprengi arabíska vorsins, hrinu mótmæla sem skók arabalönd vorið 2011. Kappakstrinum í Barein í fyrra var aflýst vegna gríðarlegra óeirða og því hefur mikil umræða skapast síðustu mánuði um hvort mótið í Barein eigi að fara fram í ár, enda ástandið litlu betra. Umræðan hefur aðallega reynt að meta umfang mót- mælanna í saman burði við hvernig málin stóðu í fyrra, í stað þess að hafa lýðræðisleg sjónarmið að leiðar ljósi og aflýsa keppninni. „Ef við hættum við kapp- aksturinn erum við að færa mót- mælendum sigurinn á silfurfati,“ lét krónprisinn Salman Al Khalifa hafa eftir sér en hann og Bernie Ecclestone hafa þróað með sér sér- staka vináttu síðan keppt var fyrst í Barein árið 2004. „Við erum að reyna að nota kappaksturinn sem tól til að sameina þjóðina og fá fólk til að vinna saman.“ Krónprinsinn sagðist meðvitaður um áhyggjur liðsmanna keppnis- liðanna um að lenda í atviki eins og því sem starfsmenn Force India lentu í. Hann segist þó full- viss um að mótmælin snúi ekki að Formúlu 1. Breskir þingmenn hafa jafn- framt skipt sér af málinu og hafa sumir meðal annars sagt að þeim finnist breskir ríkisborgarar ekki eiga að vera í Barein á ófriðar- tímum þar í landi. Stór þáttur í ákvörðun móts- haldara og stjórnenda formúlunnar eru peningar. Auglýsingatekjur af kappakstrinum í Barein árið 2010 voru hátt í 12 milljarðar íslenskra króna. Bandaríska sjónvarpstöðin CNN segir tekjutap auglýsenda, verði kappakstrinum aflýst, slaga hátt í 70 milljarða króna. Ecclestone vill því heldur að kappaksturinn fari fram en ekki þrátt fyrir gríðarlega pólitíska ólgu í landinu. Óeirðalögregla í landinu keppist nú við að kveða niður alla and- spyrnu í landinu í aðdraganda mótsins í Barein. Kappaksturinn er í beinni út- sendingu á Stöð 2 sport í há deginu á morgun. birgirh@frettabladid.is Mótið í Barein á áætlun þrátt fyrir mikil mótmæli Mótmælendur krefjast mannréttinda og vilja ekkert með Formúlu 1 hafa. Áhyggjur vaxa um að mótmælendur muni nota kappaksturinn til að koma rödd sinni á framfæri. Ecclestone hefur engar áhyggjur af öryggismálum fyrir mótið. MÓTMÆLT Formúlu 1-kappakstrinum í Barein hefur verið mótmælt markvisst á hverjum degi síðan á mánudag enda er mótið á vegum stjórnvalda þar í landi. NORDICPHOTOS/AFP Ef við hættum við kappaksturinn erum við að færa mótmælendum sigurinn á silfurfati. SALMAN AL KHALIFA KRÓNPRINS BAREIN KÖRFUBOLTI Ólafur Ólafsson, leik- maður Grindavíkur, meiddist illa á ökkla í leik sinna manna gegn Stjörnunni í gær. Ökklinn fór úr lið og bein brotnaði einnig í fæt- inum. Ólafur þarf að vera í gifsi í sex vikur, eftir það kemur í ljós hvort hann þurfi að fara í aðgerð. „Tímabilið er allavega búið hjá mér,“ sagði hann við Stöð 2 í gær. „Ég fann fyrir sársauka, en doða líka. Ég beið eftir að löppin færi aftur í rétta stöðu en þegar ég sá hana svo þá bilaðist ég. Hún var eins og L í laginu,“ sagði Ólafur. „Það sem hjálpaði mér örugg- lega og varð til þess að það leið ekki yfir mig var að Teit- ur [Örlygsson, þjálfari Stjörn- unnar] kom strax inn á völlinn, lagðist á mig og passaði að ég sæi ekki löppina. Svo komu fleiri sem héldu í löppina og héldu mér föstum – sem skipti miklu máli.“ Hann segir að það verði svekkjandi að þurfa að sitja og horfa á þegar hans menn í Grindavík mæta Þór í úrslita- einvíginu um Íslandsmeistara- titilinn. „Það kemur maður í manns stað og ég treysti strákunum til þess að klára þetta. Ég mun sitja á bekknum með þeim og veita þeim andlegan stuðning.“ - esá Ólafur Ólafsson: Bilaðist þegar ég sá löppina Í GIFSI Tímabilið er búið hjá Ólafi Ólafs- syni. MYND/EGILL VERÐUR GUÐMUNDUR ÁFRAM? Samn- ingur Guðmundar Guðmundssonar við HSÍ rennur út eftir Ólympíuleikana í sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Í gær var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2014 sem fer fram í Danmörku. Ísland var í efsta styrkleikaflokki og dróst í riðil með Slóveníu, Hvíta-Rúss- landi og sigurvegara C-riðils for- keppninnar. Riðlakeppnin hefst í október en forkeppnin í byrjun júní. Þá kemur í ljós hvert verður fjórða liðið í riðlinum en ef að líkum lætur verður það lið Rúmeníu. Ísland mætti Slóveníu á EM í Serbíu en tapaði, 34-32, sem gerði það að verkum að liðið fór stiga- laust í milliriðlakeppnina. Það er því líklegt að strákarnir okkar þurfi að fara í löng ferða- lög í útileiki sína í riðlinum. „Það er auðvitað dýrt en er einfaldlega hluti af þessu. Við erum í þessu til að ná árangri og gerum bara það sem þarf,“ sagði Einar Þor- varðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ. - esá Undankeppni EM 2014: Ísland mætir Slóveníu á ný Undankeppni EM 2014 Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram ásamt liðinu sem nær bestum árangri í 3. sæti: 1. riðill: Spánn, Makedónía, Portúgal og sigurvegari B-riðils. 2. riðill: Þýskaland, Tékkland, Svartfjalland og besta 2. sætið í forkeppninni. 3. riðill: Frakkland, Noregur, Litháen og sigurvegari D-riðils. 4. riðill: Króatía, Ungverjaland, Slóvakía og næstbesta 2. sætið í forkeppninni. 5. riðill: Pólland, Svíþjóð, Holland og sigurvegari A-riðils. 6. riðill: Ísland, Slóvenía, Hvíta-Rússland og sigurvegari C-riðils. 7. riðill: Serbía, Austurríki, Rússl., Bosnía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.