Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 21. apríl 2012 Sætún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is Dagskrá: 13.00 Opnun Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania 13.10 Viðskiptagreind: Fimm þrepa nálgun við stefnumótun Hinrik Jósafat Atlason, Advania 13.25 Öryggi: Stafræn óværa, blekkingar og öryggisstefna Sigurður Másson, Advania 13.45 Öryggi: Upplýsingaleki er ógn Tryggvi R. Jónsson, Deloi 14.05 Kaffipása 14.25 Samfélagsmiðlar: Hagnýt ráð fyrir fyrirtæki og stofnanir Bárður Örn Gunnarsson, Hvíta húsið 14.40 Snjallsímar: App og farsímavefir sem markaðstæki Helgi Pjetur Jóhannsson, Stokkur (leggja.is) 15.00 Viðskiptalausnir: Microso SharePoint fyrir skjöl og samvinnu Sigvaldi Óskar Jónsson, Advania 15.15 Viðskiptalausnir: Hámörkun árangurs með viðskiptalausn - Reynslusaga Reynir Eiríksson, Norðlenska 15.35 Verslun og viðskipti: Framtíðarsýn í afgreiðslukerfum Hjalti G. Hjartarson, Advania 15.50 Kaffipása 16.10 Veflausnir: Nýjungar í netverslun og rafrænum viðskiptum Sigrún Eva Ármannsdóir, Advania 16.30 Veflausnir: Spennandi stefnur og straumar í hönnun og viðmóti Jónatan Gerlach, Skapalón 16.50 Lokaorð Garðar Már Birgisson, Advania 17.00 Lé ar veitingar Þátaka er gestum að kostnaðarlausu. Skráning og nánari upplýsingar á www.advania.is. Vorráðstefna Advania á Akureyri Hin árlega vorráðstefna Advania verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 27. apríl og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Á dagskrá eru 10 áhugaverðir fyrirlestrar þar sem áhersla er lögð á gagnlegan fróðleik um nýjustu strauma og stefnur í upplýsingatækni fyrir atvinnulífið. Ráðstefnunni lýkur með léum veitingum, ljúfum tónum og notalegum félagsskap. Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Ársfundur 2012 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn fimmtudaginn 10. maí kl. 17.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Breyting á samþykktum 3. Önnur mál löglega upp borin a. Kynning á mögulegri sameiningu lífeyrissjóða með bakábyrgð sveitarfélaga Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins Kópavogi, 20. apríl 2012 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar Páll Torfi Önundarson læknir birtir enn á ný hugmyndir sínar og Magnúsar Skúlasonar arkitekts um stækkun Land spítala við Hringbraut í Fréttablaðinu 19. apríl 2012. Á fréttavefnum mbl.is var fjallað um þessar sömu hug- myndir 3. mars í ár og daginn eftir leitaði mbl.is álits undir- ritaðs á þeim. Nú bregður svo við að Páll Torfi gerir það álit, og reyndar skoðanir SPITAL hóps- ins í heild, tortryggilegar vegna „beinna fjárhagslegra hagsmuna af sinni tillögugerð“ og mögulegs „hagsmunaáreksturs“! Skipulagstillaga sem SPITAL hópurinn hefur unnið að, í góðri samvinnu við Landspítala, Háskóla Íslands, Reykjavíkur- borg og fjölmarga aðra aðila, þróaðist upp úr vinningstillögu SPITAL hópsins í lokaðri sam- keppni, að loknu opnu forvali árið 2010. Í kjölfar samkeppninnar var samið við SPITAL hópinn um gerð deiliskipulags á grundvelli vinningstillögunnar og forhönnun bygginga og gagna fyrir alútboð bygginganna. Hluta vinnunnar er þegar lokið, stórum hluta lýkur á næstu vikum og umsömdu verk- efni SPITAL hópsins verður væntanlega lokið að fullu um leið og deiliskipulagið er samþykkt. Það gerist vonandi þegar líða fer á árið 2012. Alútboðsformið felur í sér að aðrir hönnuðir en SPITAL hópurinn haldi hönnunarverkinu áfram. Á samkeppnisstiginu var þó strax gert ráð fyrir að samið yrði við sigurvegara í hönnunar- samkeppninni um ráðgjöf og aðstoð við verkefnið þar til því lyki. Umfang slíkrar vinnu hefur hvorki verið skilgreint né um slíkt samið. Hér er ekki um mikla vinnu að ræða í hlutfalli við heild- arveltu þeirra fyrirtækja sem standa á bak við SPITAL hópinn og því eiga dylgjur Páls Torfa um fjárhagslega hagsmunaárekstra sér enga stoð í veruleikanum. Ég vísa þeim til föðurhúsa. Í ljósi stöðunnar eftir fall bankanna árið 2008 voru áform um uppbyggingu Landspítalans endurskoðuð. Norska arkitekta- stofan Momentum var fengin til verksins og í skýrslu hennar er annars vegar úttekt á áætlunum, sem unnið var að fram til 2008, og einnig tillögur um hvernig takast mætti á við verkefnið í ljósi nýrra aðstæðna. Meginniðurstaðan var sú að uppbygginguna þyrfti að hugsa út frá minni byggingar- áfanga í upphafi en áður hafði verið gert, að nota eldri byggingar lengur og að líta á fyrsta áfanga sem upphaf þróunar ferlis í endur- skipulagningu og endurbyggingu spítalans í heild. Þannig er tillaga SPITAL hugsuð, öndvert við hug- myndir Páls Torfa Önundarsonar sem að eigin sögn duga til 20-30 ára með minna byggingamagni. Engin afstaða er tekin til þróunar eftir það. Hér er fátt samanburðarhæft við tillögu SPITAL hópsins. Hún er til langs tíma og sýnir upp- byggingu næstu ára og áratuga og mögulega þróun í rökréttu samhengi inn í enn fjarlægari framtíð að auki. Að loknum fyrsta áfanga verður orðinn til betri, öruggari og hagkvæmari spítali en áður. Í síðari áföngum verður þyngsta spítalastarfsemin öll komin í nýjar byggingar og eldri byggingar fá léttara hlutverk sem þær ráða við. Hugmynd Páls Torfa hefur yfir sér bútasaumsbrag liðinna áratuga og grunnhugsunin þar er ekki til þess fallin að á henni megi byggja góðan og hag- kvæman spítala. Þessi hugmynd er slæm vegna þess að í henni felst að gömlu byggingarnar stýra í raun uppbyggingu til framtíðar og hún er óraunhæf þegar litið er til þess að starfsemi þarf að vera í eldri byggingum á framkvæmdatímanum. Hugmynd Páls Torfa batnar ekki við að sýna hana aftur og aftur í fjölmiðlum. Hún batnar heldur ekki við að reyna að gera SPITAL hópinn tortryggilegan og láta þannig tilganginn helga meðalið. Framtíðin endar ekki eftir 30 ár Nýr Landspítali Helgi Már Halldórsson hönnunarstjóri SPITAL hópsins Í síðari áföngum verður þyngsta spítalastarfsemin öll komin í nýjar byggingar og eldri byggingar fá léttara hlutverk sem þær ráða við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.