Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 82
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR54 lifsstill@frettabladid.is Kortið gildir í líkamsrækt, spinning og sund í Sundlaug Kópavogs og líkamsrækt og sund í Salalaug. Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 Íþróttamiðstöð Versalir / sími 570 0480 www.acticgym.is FRÍR PRU FUTÍ MI UN DIR LEIÐ SÖGN ÞJÁL FARA Hring ja þa rf og pant a tím a TILBOÐ GILDIR AÐEINS HELGINA 20.-22. APRÍL 2012 Vaxta lausa r Visa /Euro -léttg reiðs lur í b oðiÍ LÍKA MSRÆ KT O G SU ND Á SU MAR TILBO ÐI 19 .990 KR.½ÁRS KORT Aðalfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, verður haldinn laugar- daginn 28. apríl 2012 kl. 14.00 í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Þeir félagsmenn einir hafa kosningarétt sem hafa greitt félagsgjaldið fyrir árið 2011. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin Aðalfundur Rauðvín fyrirbyggir fitu 54 HEILSA Rauðvíns- drykkja á að fyrir- byggja aukakílóin ef marka má nýja rann- sókn bandarískra vísinda manna við Purdue háskólann. Það er efnið piceatannol, sem finna má í rauð- víni, sem kemur í veg fyrir að ungu fitu- frumurnar fjölga sér. Rannsóknin er líklega gleðifregnir fyrir þá sem héldu að allt áfengi væri fitandi. Efnið hefur einnig sýnt sig hafa jákvæð áhrif á sjúkdóma á borð við hjarta- og taugasjúkdóma sem og krabbamein. Efnið er einnig að finna í vín- berjum og bláberjum. Eskimo/Next-fyrirsætukeppnin fór fram í Hörpu á síðasta degi vetrar. Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni og var það Gyða Katrín Guðnadóttir sem fór með sigur af hólmi. Stúlkurnar sýndu meðal annars föt frá Helicopter, Ýri, Zisku, Sævari, Kronkron Rey og Spaksmannsspjörum og þóttu allar standa sig með prýði. Sigurvegari kvöldsins var Gyða Katrín Guðnadóttir, í öðru sæti var Ólöf Ragna Árnadóttir og þriðja sætið hreppti Bríet Ólína Kristins- dóttir. NEXT-STÚLKAN VALIN Í HÖRPUNNI SKRAUTLEG Stílistinn Þorsteinn Blær var að venju skrautlegur í klæðaburði. Hér sést hann með Arndísi Halldórsdóttur. BROSMILD OG KÁT Fyrirsætan og læknaneminn Elmar Johnson sést hér ásamt Charlotte Borba og tónlistarmanninum Hrafnkeli Flóka Kaktusi Einarssyni. STYÐJA DÓTTUR SÍNA Leikaraparið Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson mættu til að sýna dóttur sinni stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG ÁNÆGÐAR Vinkonurnar Sunneva Sverrisdóttir, Diljá Anna Júlíusdóttir og María Þórisdóttir voru á meðal gesta. SKEMMTILEG HÖNNUN Fyrirsæta sýnir kjól úr smiðju Sævars Markúsar. KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is KYNLÍF Ágætis dæmi um mikilvægi kynfræðslu á hinum ýmsu þroska- stigum er kynlíf eftir barneignir. Sexí tími fer oft illa saman við for- eldrahlutverkið. Fyrir utan það að tími sé af skornum skammti þá virðist hugarfarsbreyting eiga sér stað þar sem kynverunni er skipt út fyrir foreldri með slef á öxl, hor í hárinu og gula gúmmíhanska. Nýbakaðir foreldrar greina oft frá því að nú séu aðrar áherslur í lífinu og tími doppóttra blúndu- nærpjatlna sé geymdur og gott ef ekki gleymdur. Mömmur og pabbar stunda hljóðlátt kynlíf í myrkvuðu herbergi, kirfilega varin af sænginni svo ekki bíði barnið var- anlega skaða ef það slysaðist til að sjá í beran foreldrabossa dinglast upp og niður. Nú ertu nefnilega settlegur og fullorðinn og fullorðið fólk stundar bara eins konar kynlíf. Það eyðir sko ekki tíma í að sjúga og sleikja. Til að bæta úr þessu er for- eldrum oft ráðlagt að skipuleggja kynlífið og vissulega er það mikil- vægt. Dagur barnsins skiptist í stuttar skorpur af áti, svefni og leik og þarna einhver staðar þarftu að troða inn kynlífi. Þú gætir gert það á meðan barnið sefur eða ætlaðirðu að nota þann tíma í að vaska upp? Eða setja í vél? Eða leyfa þér að setjast niður og kíkja í tölvuna? Í þessum eina heilaga „barnlausa“ tíma lendir kynlíf mjög aftarlega á lista, ef það á annað borð kemst inn á listann. Kynlíf krefst nefnilega „nennu“. Þú þarft að leggja frá þér tölvuna, nenna að afklæðast, gefa þig á vald kynferðislegra hugsana og puða smá. Þetta er alveg heil- mikil „nenna“. Það er auð veldara að geyma þetta þangað til seinna. Kynlíf fer ekki neitt, er það nokkuð? Barn setur gríðarlegt álag á sambandið og staðreyndin er sú að kynlíf er oft límið sem heldur sambandinu saman þegar það er að kikna undan svefnlausu vælandi álagi. Foreldrar þurfa báðir að taka sig taki og nenna. Þeir þurfa að nenna að byggja upp daglega kyn- ferðislega spennu með hrósi, kjassi og kossum. Þeir þurfa einnig að muna að þeir búa ekki í IKEA-sýningar- rými, svo leggið frá ykkur barna- dótið og náið í fullorðinsdótið. Draslið má alveg liggja á gólfinu næstu tuttugu mínúturnar eða svo. Það eru ekki stellingarnar eða fjöl- breytnin sem skiptir höfuðmáli, heldur er það endurvakning pars- ins sem kyn verur og að þau sinni ástinni af sama ákafa og þau skipta um bleyjur. Að nenna að stunda kynlíf 90 KALÓRÍUR fjúka ef heimilið er ryksugað í 30 mínútur samkvæmt rannsóknar-mönnum við Indiana háskóla en rannsóknin sýnir að þeir sem eru með hreint heimili eru í betra formi en þeir sem nenna ekki að þrífa heimilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.