Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 30
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR30 Fornskógurinn sem Katla felldi Við eyrar Þverár í Fljótshlíð finnast leifar af fornum skógi. Staðurinn nefnist Drumbabót en þar má finna lurka af þúsundum birkitrjáa sem standa upp úr sandinum. Stefán Karlsson fór í óvenjulega lautarferð í vikunni og myndaði handverk Kötlu gömlu. Í ÞÚSUNDAVÍS Upp úr sandinum standa lurkarnir í þúsundavís. Árhringjarannsóknir sýna að trén drápust öll á sama tíma. Að líkum lætur að flóðið hafi komið í kjölfar eldsumbrota í Kötlu fyrir um 1.400 árum síðan þegar hlaup æddi niður Markarfljótsaura og til sjávar. Svæðið er um 2000 hektarar lands að flatarmáli og á hverjum hektara eru um 500-600 lurkar. LISTAVERK Lurkarnir eru gildastir um 30 sentímetrar í þvermál og teikna fallegar myndir í sandinn. Slík tré eru með þeim stærstu sem finna má í birkiskógum í dag. KÖFNUÐU TRÉN? Vísindamenn útiloka ekki þá kenningu að skógurinn hafi einfaldlega kafnað. Setmyndun hafi hækkað grunnvatnsborðið og því hafi rætur trjánna verið í kafi í vatni í lengri tíma. Það þolir birkið ekki og drepst. SEX FLÓÐ Þekkt eru sex stór jökulhlaup sem fóru til vesturs úr Mýrdalsjökli, fjögur þeirra hafa orðið fyrir 6200 til 1400 árum síðan, hin tvö eru talin eldri. Sú kenning er uppi að síðasta eiginlega sprengigosið í Kötlu hafi valdið flóðinu, en það hefur líklega farið yfir allar Landeyjar. HAMFARIR Ljóst er að um miklar hamfarir hefur verið að ræða því Drumbabót er 45 kílómetra frá jaðri Mýrdalsjökuls. Mikið hefur þurft að ganga á til að drepa þann mikla skóg sem þarna stóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.