Fréttablaðið - 21.04.2012, Side 30

Fréttablaðið - 21.04.2012, Side 30
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR30 Fornskógurinn sem Katla felldi Við eyrar Þverár í Fljótshlíð finnast leifar af fornum skógi. Staðurinn nefnist Drumbabót en þar má finna lurka af þúsundum birkitrjáa sem standa upp úr sandinum. Stefán Karlsson fór í óvenjulega lautarferð í vikunni og myndaði handverk Kötlu gömlu. Í ÞÚSUNDAVÍS Upp úr sandinum standa lurkarnir í þúsundavís. Árhringjarannsóknir sýna að trén drápust öll á sama tíma. Að líkum lætur að flóðið hafi komið í kjölfar eldsumbrota í Kötlu fyrir um 1.400 árum síðan þegar hlaup æddi niður Markarfljótsaura og til sjávar. Svæðið er um 2000 hektarar lands að flatarmáli og á hverjum hektara eru um 500-600 lurkar. LISTAVERK Lurkarnir eru gildastir um 30 sentímetrar í þvermál og teikna fallegar myndir í sandinn. Slík tré eru með þeim stærstu sem finna má í birkiskógum í dag. KÖFNUÐU TRÉN? Vísindamenn útiloka ekki þá kenningu að skógurinn hafi einfaldlega kafnað. Setmyndun hafi hækkað grunnvatnsborðið og því hafi rætur trjánna verið í kafi í vatni í lengri tíma. Það þolir birkið ekki og drepst. SEX FLÓÐ Þekkt eru sex stór jökulhlaup sem fóru til vesturs úr Mýrdalsjökli, fjögur þeirra hafa orðið fyrir 6200 til 1400 árum síðan, hin tvö eru talin eldri. Sú kenning er uppi að síðasta eiginlega sprengigosið í Kötlu hafi valdið flóðinu, en það hefur líklega farið yfir allar Landeyjar. HAMFARIR Ljóst er að um miklar hamfarir hefur verið að ræða því Drumbabót er 45 kílómetra frá jaðri Mýrdalsjökuls. Mikið hefur þurft að ganga á til að drepa þann mikla skóg sem þarna stóð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.