Fréttablaðið - 23.04.2012, Síða 48

Fréttablaðið - 23.04.2012, Síða 48
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is Rekstrarvörur - vinna með þér HK getur sópað deildarmeisturum Hauka í sumarfrí þegar liðin mætast þriðja sinni að Ásvöllum í kvöld. HK leiðir einvígið 2-0 og dugar einn sigur til þess að komast í úrslitin. Kvennalið Fram getur einnig sópað Eyjastúlkum í frí í kvöld enda sama staða í því einvígi. Karlaleikurinn hefst klukkan 19.30 en kvennaleikurinn klukkan 18.00. N1-deild karla: FH-Akureyri 22-17 FH - Mörk (skot): Ari Magnús Þorgeirsson 5 (6), Hjalti Þór Pálmason 5/1 (11/1), Andri Berg Haraldsson 3 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (7), Ólafur Gústafsson 2 (3), Ragnar Jóhannsson 2 (5), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (3), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 13/1 (30/1, 43%), Hraðaupphlaup: 2 (Ari Magnús 2 ) Fiskuð víti: 1 ( Baldvin ) Utan vallar: 16 mínútur. Akureyri - Mörk (skot): Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Guðmundur H. Helgason 4 (9), Geir Guðmundsson 4 (9), Bjarni Fritzsson 2 (4/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Heimir Örn Árnason 1 (3), Oddur Gretarsson 1 (6/1), Bergvin Þór Gíslason (1), Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17 (38/1, 45%), Stefán Guðnason (1, 0%), Hraðaupphlaup: 2 ( Bjarni 2 ) Fiskuð víti: 2 ( Geir, Bjarni ) Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, mjög góðir. N1-deild kvenna: Stjarnan-Valur 18-26 Stjarnan - Mörk (skot): Sólveig Lára Kjærnested 6 (7), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4 (9), Helena Rut Örvarsdóttir 2 (3), Hildur Harðardóttir 2 (3), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2/1 (7/1), Kristín Ósk Sævarsdóttir 1 (1), Rut Steinsen 1 (8), Arna Dýr- fjörð (1), Esther Viktoría Ragnarsdóttir (1), Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 15/1 (39/3, 38%), Kristín Ósk Sævarsdóttir 1 (3, 33%), Hraðaupphlaup: 4 (Sólveig Lára 3, Helena) Fiskuð víti: 1 ( Hanna Guðrún ) Utan vallar: 4 mínútur. Valur - Mörk (skot): Þorgerður Anna Atladóttir 7 (14), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5 (8/1), Ragn- hildur Rósa Guðmundsdóttir 3 (5), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3/2 (9/2), Dagný Skúladóttir 2 (4), Hildur Marín Andrésdóttir 1 (1), Karólína Bærhenz Lárudóttir 1 (1), Kristín Guðmundsdóttir 1 (4), Aðalheiður Hreinsdóttir (1), Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 9 (22/1, 41%), Sunneva Einarsdóttir 3 (8, 38%), Hraðaupphlaup: 5 (Þorgerður, Hrafnhildur 2, Dagný, Karólína Bærhenz ) Fiskuð víti: 3 ( Ragnhildur, Anna 2 ) Utan vallar: 0 mínútur. ÍBV-Fram 18-22 Mörk ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 7, Grigore Ggorgata 4, Mariana Trebojovic 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Ivana Mladenovic 1, Aníta Elíasdóttir 1. Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 9, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Anett Köbli 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1. Valur og Fram leiða einvígin 2-0 og geta tryggt sig inn í úrslitaeinvígin með sigri í næsta leik. NÆSTU LEIKIR: Í kvöld: Haukar-HK kl. 19.30 í N1 karla. Í kvöld: Fram-ÍBV kl. 18.00 í N1-kvenna. Þri. Valur-Stjarnan kl. 19.30 í N1-kvenna. Mið. Akureyri-FH kl. 19.00 í N1-karla Mið. HK-Haukar kl. 19.30 í N1-karla ef á þarf að halda. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Úrslitarimma Grinda- víkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express-deild karla hefst í kvöld í Grindavík. Grindavík lagði Stjörnuna í undanúrslitum á meðan Þór ýtti KR úr vegi. Miðherji Grindavíkur, Sigurður Þorsteinsson, hefur vakið athygli fyrir sokkana sem hann skartar í úrslitakeppninni. Er um að ræða eldgamla fótboltasokka merkta Grindavík. „Óli Óla kom með þá hugmynd að við yrðum með þema í úrslita- keppninni og allir yrðu í uppháum sokkum. Ég átti enga slíka og mér var útvegað þessum frábæru, gömlu sokkum,“ sagði Sigurður hæstánægður með sokkana. „Ég mun klára úrslitakeppnina í þessum sokkum þó svo flestir séu hættir að taka þátt í þemanu. Svona sokkar færa manni gæfu. Þetta er fyrir allan peninginn. Það eiga allir að vera í svona sokkum.“ Grindavík tapaði báðum leikjum sínum gegn Þór í vetur og Sigurð- ur spáir jöfnu einvígi. - hbg Sigurður Þorsteinsson vekur athygli í fótboltasokkum: Sokkarnir færa mér gæfu SOKKARNIR GÓÐU Sigurður hefur vakið mikla athygli í þessum gömlu fótbolta- sokkum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG HANDBOLTI Fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Meistaradeildarin- anr fóru fram um helgina. Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, átti ótrúlega endurkomu gegn Croatia Zagreb. Liðið lenti sjö mörkum undir í síðari hálfleik en kom til baka og landaði jafntefli, 31-31. Kiel stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn. Aron Pálm- arsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í leiknum. Lærisveinar Dags Sigurðs- sonar í Füchse Berlin eru aftur á móti nánast úr leik eftir ellefu marka tap, 34-23, gegn Ademar Leon á Spáni. Cimos Koper vann óvænt- an þriggja marka sigur, 26-23, á Atletico Madrid og svo vann Íslendingaliðið AG sigur á Barce- lona, 29-23, á föstudag. Seinni leikirnir fara fram um næstu helgi. - hbg Meistaradeildin í handbolta: Kiel komst í hann krappann ARON PÁLMARSSON Sneri til baka eftir meiðsli og stóð sig ágætlega. NORDIC PHOTOS/BONGARTS KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild ÍR er búin að ráða nýjan þjálfara en félagið samdi um helgina við Jón Arnar Ingvarsson. Jón Arnar skrifaði undir tveggja ára samn- ing við félagið. Jón Arnar er vel kunnugur í Breiðholtinu en hann tók við liðinu árið 2006 og gerði liðið að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili. Hann fór svo með liðið í und- anúrslit Iceland Express-deildar- innar árið eftir. - hbg ÍR ræður nýjan þjálfara: Jón Arnar aftur í Breiðholtið VELKOMINN Jón Arnar er hér boðinn velkominn í ÍR. MYND/ÍR HANDBOLTI FH er komið í 2-1 for- ystu í undanúrslitarimmu N1 deildarinnar eftir góðan fimm marka heimasigur, 22-17, á Akur- eyri í gærdag. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en FH-ingar bættu í undir lok leiks og sigldu að lokum nokkuð örugg- um fimm marka sigri í höfn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og var sóknarleikur beggja liða nokkuð brösóttur. Akureyr- ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum en FH-ingar voru aldrei langt undan. FH-ingar bættu sóknarleik sinn undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu þeir með einu marki, 10-9, þegar flaut- að var til leikhlés. FH-ingar byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk hans. Akureyringar svöruðu með þremur mörkum og voru búnir að jafna leikinn þegar seinni hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður. FH-ingar gáfu í á næstu mín- útum og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Akureyringar náðu ekki að svara góðum leikkafla FH-inga, þó að þeir hafi verið manni fleiri á löngum köflum í hálfleiknum. FH-ingar unnu svo að lokum nokkuð öruggan fimm marka sigur, 22-17. Sigurinn vannst á sterkum varnarleik og markvörslu heima- manna og skoruðu Akureyringar einungis sautján mörk í leiknum. Kristján Arason, þjálfari FH- inga, var ánægður með sína menn í leikslok og hrósaði hann varnar- leiknum í hástert. „Við vorum virkilega öflugir í vörninni í dag. Það er ekki oft sem maður heldur eins góðu liði og Akureyri í sautj- án mörkum í heilum leik. Sókn- arleikurinn var einnig ágætur á köflum hjá okkur,“ sagði Kristján. FH-ingar voru reknir út af í átján mínútur í leiknum en Akur- eyringum tókst aldrei að nýta sér þann liðsmun. Einnig var sókn- arleikur liðsins virkilega slak- ur og var Atli Hilmarsson, þjálf- ari Akureyrar, ósáttur með sína menn í sóknarleiknum. „Við vorum slakari í dag. Þetta er einn af okkar lélegustu leikj- um í langan tíma sóknarlega séð. Við nýttum liðsmuninn sem við vorum með virkilega illa í leikn- um og er ég verulega svekktur með sóknarleik okkar,“ sagði Atli í leikslok. Fjórði leikur liðanna verður spilaður á Akureyri á miðviku- daginn og geta FH-ingar tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri þar. Atli Hilmarsson vildi þó ekki leggja árar í bát og sagðist ennþá hafa trú á verkefninu fyrir hönd- um. „Það er ekkert annað í stöð- unni en að vinna á miðvikudag- inn. Við erum enn þá inni í þessu og þurfum við bara að klára leik- inn á miðvikudaginn og sjá svo til. Ég hef trú á mínum mönnum, við þurfum bara aðeins að bæta okkar leik á miðvikudaginn. Það er komin þreyta í bæði lið þannig að það verður fínt að fá smá tíma fram að næsta leik,“ bætti Atli við. - shf Einu skrefi frá úrslitunum FH getur tryggt sig inn í úrslitarimmu N1-deildar karla á miðvikudag er Íslands- meistararnir sækja Akureyri heim. FH vann mikinn baráttuslag liðanna í gær. Hafnfirðingar gáfu ekkert eftir þó svo þeir væru lengi vel manni færri. SEIGUR Hjalti Pálmason átti virkilega fínan leik fyrir FH í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞETTA ER VONT Hörður Fannar Sigþórsson tekur hér hraustlega á FH-ingnum Erni Inga Bjarkasyni sem kveinkar sér undan varnarleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.