Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2012, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 22.05.2012, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. maí 2012 11 HANDRITSROLLA KEROUACS Í París er nú til sýnis 36 metra löng pappírsrolla, upprunalegt handrit bandaríska rithöf- undarins Jack Kerouacs að bókinni Á vegum úti. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUMÁL Vísbendingar eru um það í opnunarviðmiðum Evrópu- sambandsins (ESB) fyrir þann hluta aðildarviðræðna sem snýr að landbúnaðarmálum að sérstakt tillit verði tekið til aðstæðna hér á landi í aðildar- samningi við Ísland. Þetta kemur fram í viðtali við Stefán Hauk Jóhannesson, aðal- samningamann Íslands í aðildar- viðræðum við ESB, sem birtist í blaðinu Sveitinni. Sveitin er gefið út af þverpólitískum hópi Evrópu sinna og dreift á öll lög- býli á Íslandi. „ESB hefur sýnt í fyrri við- ræðum að sam- bandið er til- búið að útvíkka sínar reglur og semja um sér- lausnir,“ segir Stefán Haukur í viðtali við blaðið. „Við erum með vísbendingar um að það sé tilbúið til þess varðandi Ísland eins og í fyrri aðildarviðræðum,“ segir hann þar jafnframt. Íslenska samninganefndin mun leggja áherslu á að sérlausnir fyrir íslenskan landbúnað verði sambærilegar við sérlausnir sem Finnar náðu í gegn í aðildarvið- ræðum við ESB, segir Stefán Haukur. Slíka lausn segir hann þó að þyrfti að klæðskerasauma fyrir íslenskar aðstæður. Í samantekt Sveitarinnar kemur fram að ef finnska kerfið yrði innleitt í íslenskum land- búnaði yrði stuðningur við land- búnaðinn heldur meiri en hann er í dag. - bj Vísbendingar um að ESB muni taka tillit til íslenskra aðstæðna í landbúnaði: Vísbendingar um sérlausnir STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON FERÐAÞJÓNUSTA Björgunarsveitir hafa tekið upp gjaldtöku vegna aðstoðar við ökumenn sem ekið hafa inn á lokaða vegi í trássi við merkingar. Frá því var greint í Bylgjufrétt- um í gær að erlendir ferðamenn hefðu mátt greiða björgunarsveit frá Kirkjubæjarklaustri 20.000 krónur fyrir aðstoð á Lakagíga- leið í síðustu viku. Þeir höfðu virt að vettugi merkingu um lokun og festu svo bílinn. Lögregla sektaði svo ökumanninn um 5.000 krónur fyrir að aka inn á lokaðan veg. - óká Ferðafólk virti ekki lokunina: Rukkað var um 20 þúsund kall LÖGREGLUMÁL Lagt var hald á fíkniefni, þýfi og haglabyssu í húsleit lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu í Árbæ síðastliðið föstudagskvöld. Að sögn lögreglu tengist húsráðandi þar glæpa- samtökunum Hells Angels. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu lögreglu naut hún aðstoðar fíkniefnaleitarhunds frá tollinum við húsleitina í Árbænum. Sama kvöld leitaði lögregla svo í íbúð fjölbýlishúss í mið- borg Reykjavíkur, en þar fannst kókaín, amfetamín og sterar. - óká Leitað hjá Hells Angels-liða: Fundu vopn, þýfi og eiturlyf MÓTORHJÓLABÓFAR Danskir lög- reglumenn hafa afskipti af svissneskum og sænskum meðlimum Hells Angels í Kaupmannahöfn. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Umsókn um styrk til framleiðslu barnamyndar var hafnað í Danmörku þar sem leik- endur væru þeldökkir. Samkvæmt frétt dönsku frétta- veitunnar Ritzau voru rök dönsku kvikmyndastofnunarinnar þau að kvikmyndin myndi ekki njóta vel- gengni á landsbyggðinni vegna húðlitar leikaranna. Ekkert þótti athugavert við umfjöllunarefnið. Kvikmyndastofnunin vitnaði í aðra mynd sem ekki reyndist söluvænleg þar sem leikararnir voru ekki danskir. Framleiðandinn segist hafa trú á söguefninu. Sagan sé það góð að húðlitur leikaranna skipti ekki máli. - ibs Danska kvikmyndastofnunin: Enginn styrkur vegna húðlitar leikaranna NOREGUR Ekki er hægt að fram- leiða mat í Jötunheimum í Noregi vegna mikillar geislavirkni. Eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl í Úkraínu í apríl 1986 mældist geislavirknin í Noregi einna mest í Jötunheimum, að því er Aftenposten greinir frá. Norð- menn hafa lengi forðast að snæða dýr frá svæðinu. Niðurstöður mælinganna gefa til kynna að Norðmenn þurfi lengi enn að forðast að borða dýr frá svæðinu. Vegna niður- staðnanna þar á svo að mæla geislavirkni á fleiri stöðum í Noregi. - ibs Afleiðingar Tsjernobílslyssins: Enn geislavirkni í Jötunheimum ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 93 51 0 4/ 12

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.