Fréttablaðið - 22.05.2012, Side 17

Fréttablaðið - 22.05.2012, Side 17
MARGT BREYST „Það hefur margt breyst á þessum tíma, þá sérstak- lega viðhorf til þess að nota heyrnartæki. Fyrir ekki svo mörgum árum voru for- dómar gegn heyrnar tækjum miklir og jafnvel litið niður á þá sem þau notuðu.” MIKILL MUNUR Ellisif segir fólk oftast missa heyrnina smátt og smátt og ekki gera sér grein fyrir því hve illa það heyrir fyrr en það fær heyrnartæki. MYND/STEFAN ALLUR ER VARINN GÓÐUR Það er gaman að fá lit en sólbruni skemmir húðina og veldur hrukkum. Því er óæskilegt að svindla á sólarvörninni. Gætið þess að bera hana á ber svæði áður en farið er út í sólina og setja nýtt lag ef farið er í vatn. Að bera á sig sólarvörn er fyrirbyggjandi aðgerð. Það er of seint að taka hana upp þegar húðin er orðin rauð. Ellisif Katrín Björnsdóttir út skrifaðist úr námi sem heyrnarfræðingur frá háskólanum í Gautaborg fyrir tíu árum. Fimm árum síðar stofnaði hún fyrir tækið Heyrn sem staðsett er í Hlíðar- smáranum. „Það hefur margt breyst á þessum tíma, þá sérstaklega viðhorf til þess að nota heyrnartæki. Fyrir ekki svo mörgum árum voru fordómar gegn heyrnartækjum miklir og jafnvel litið niður á þá sem þau notuðu, en sem betur fer er staðan allt önnur í dag,“ segir Ellisif. Starf heyrnarfræðings er meðal annars fólgið í því að mæla heyrn fólks, leiðbeina við val á heyrnartækjum, stilla virkni þeirra að heyrnarskerðingu not- andans ásamt því að veita almenna ráð- gjöf. Heyrnarfræðingur sinnir þó engum læknisverkum og til að njóta þjónustu hans þarf ekki tilvísun frá lækni. „Í Sví- þjóð er starfið lögverndað og heyrnar- fræðingar þeir einu sem mega úthluta heyrnartækjum og mæla heyrn. Hér heima er þetta ekki eins strangt en það eykur að sjálfsögðu líkur á fagmennsku að vera með fagmenntun.“ Ellisif segir að áður fyrr hafi fólk verið feimið við að láta heyrnartækin sjást en í dag sé meira hugsað um virknina og aukin lífs- gæði. „Þetta er eins og með símana. Fyrst voru allir að keppast við að hafa þá sem minnsta en í dag er meira hugsað út í notagildi og hvað sé hægt gera með þeim.“ Spurð hvað sé skemmtilegast við starfið segir Ellisif það vera að fá að fylgjast með þeirri breytingu sem verður á lífi fólks þegar það fær heyrnartæki og uppgötvar hvað það hefur verið að fara á mis við. „Fólk missir oftast heyrn- ina smátt og smátt og áttar sig ekki á því hve illa það heyrir fyrr en það fær heyrnartæki. Eins og það hafi verið statt í myrkri óafvitandi en komi svo út í sól og sumaryl. Það er gefandi að fá að vera hluti af því.“ Hún bendir einnig á að það sé algengur misskilningur að heyrnar- tæki séu einungis fyrir fólk á efri árum því heyrnarskerðing spyr ekki um aldur þó að hún tengist honum líka. Fyrir þá sem hafa minnsta grun um að heyrnin sé ekki upp á sitt besta er lítið mál að panta tíma í heyrnarmælingu hjá Ellisif. „Þá er farið yfir heyrnarsöguna, hlust og hljóðhimna athuguð, heyrnin mæld, talgreining framkvæmd og þrýstimæling og svo útskýrt fyrir viðkomandi út frá niðurstöðum hvernig heyrnin er. Einnig erum við með heyrnarhermi þar sem að- standendur geta fengið að heyra hvernig ástvinur þeirra heyrir tónlist eða tal.“ TVÖFÖLD TÍMAMÓT HEYRN KYNNIR Ellisif Katrín Björnsdóttir fagnar tíu ára útskriftarafmæli sem heyrnarfræðingur auk fimm ára starfsafmælis Heyrnar sem hún á og rekur. ted PATSY - létt fylltur og glæsilegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.680,- NÝKOMINN - sumarlegur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Boston leður svart, hvítt st. 35-48 rautt st. 36-42 blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Verona svart, hvítt st. 36-41 Bari leður rautt, sand, blátt st. 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssóla st. 36-42 Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 • www.friendtex.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 11–17. Lokað á laugardögum Verð: 11.900 kr. Verð: 7.990 kr. Verð: 8.600 kr. Verð: 10.900 kr. Verð: 7.990 kr. Verð: 6.990 kr. Stuðnin gs stöngin Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA. Yfir 500 0 noten dur á Ísland i síðan 1999 Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3 100 • e irberg.is Rafskutlur hagkvæmur ferðamáti Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.