Fréttablaðið - 22.05.2012, Síða 23

Fréttablaðið - 22.05.2012, Síða 23
| FÓLK | 3HEILSA Eplaedik hefur verið notað í gegnum aldirnar til að bæta heilsuna. Edikið er unnið úr þroskuðum lífrænum eplum sem eru látin gerjast. „Það inni- heldur öll þau næringarefni sem eplið sjálft býr yfir, en við gerjunina myndast fleiri góð efni. Til dæmis eykst magn ensíma og góðra gerla sem er mikilvægt til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru. Eplaedikið er steinefnaríkt, í því er meðal annars kalíum, kalk og natríum auk þess sem það inniheldur fjölda snefilefna,“ segir Þórunn Stefánsdóttir, einkaþjálfari og kennari í Baðhúsinu, líkamsræktar- stöð fyrir konur, sem hefur góða reynslu af Alpha Daily-drykknum frá HP heilsu en í honum er eplaedik, hunang og oreganó. EPLAEDIK Blandan eplaedik og hunang er þekkt fyrir vatnslosandi eiginleika sína og hefur áhrif á bjúg og bólgur. Hún styrkir ónæmis kerfið og hefur sýrustillandi áhrif, það er gerir líkamann saltari. „Streita, langvarandi álag og næringar- snautt mataræði uppfullt af skyndibitum og gosdrykkjum hefur áhrif á sýrustig lík- amans. Því súrari sem líkaminn er því við- kvæmari er hann fyrir sýkingum. Ónæmis- kerfið verður veikara og ójafnvægi kemst á þarmaflóruna. Fjölbreytt og hollt mataræði úr öllum fæðuflokkum og regluleg hreyfing er leiðin til betra lífs hvar sem við erum stödd í til- verunni. Regluleg neysla eplaediks er ein leið til að bæta og styrkja líkama okkar svo við megum enn frekar njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Þórunn. Eplaedikið í Alpha Daily kemur frá Þýska- landi og er ógerilsneytt og óeimað. Það virkjar hreinsikerfi líkamans, það er nýrun, lifrina og blóðrásarkerfið. „Á mannamáli þýðir það að það er vatnslosandi, léttir bjúg og bólgur, styrkir meltingarflóruna og jafnar sýrustig líkamans.“ HUNANG Hunangið í blöndunni er lífrænt ræktað hráhunang frá Mið- og Suður-Ameríku. „Hunang er þekkt fyrir græðandi eiginleika sína, til dæmis við hósta og ertingu í hálsi. Það þykir líka róandi að taka inn matskeið af hunangi fyrir svefninn til að sofa betur. Hun- ang er afar steinefnaríkt og hefur góð áhrif á meltingu og ónæmiskerfi,“ segir Þórunn. OREGANO „Fyrir utan að vera dásamlegt krydd á góða steik eða grillað grænmeti er oregano þekkt fyrir góð áhrif á gerlaflóru þarmanna og vinnur þannig gegn ýmsum örverum og sýkingum,“ segir Þórunn. Alpha Daily-epla- ediksblandan er tilbúin til drykkjar og algengt er að fólk drekki eitt glas af drykknum á morgnana og eitt á kvöldin. „Mörgum hentar enn fremur að drekka eitt glas fyrir hverja máltíð til að hjálpa lík amanum að búa til saltsýru í maga- sýrunni til að auðvelda meltingu. Margir af skjól stæðingum mínum hafa látið vel af virkni Alpha Daily,“ segir Þórunn. Drykkurinn er í glerflöskum sem má skila til HP Heilsu, Smiðjuvegi 38 í Kópa- vogi, og fá áfyllingu. Ef skilað er inn sex flöskum fæst áfylling á heildsöluverði. EPLI Á DAG KEMUR HEILSUNNI Í LAG HP HEILSA KYNNIR HP Heilsa er ungt og framsækið fyrirtæki sem hefur það að markmiði að koma með nýjungar byggðar á fornri hollustuhefð. Þar er lagður mikill metnaður í hreinleika og náttúrulegan uppruna vörunnar. Alpha Daily, sem er unnið úr eplaediki, er flaggskip fyrirtækisins. HOLLUSTA „Fjölbreytt og hollt mataræði úr öllum fæðuflokkum og reglu- leg hreyfing er leiðin til betra lífs hvar sem við erum stödd í tilverunni. Regluleg neysla eplaediks er ein leið til að bæta og styrkja líkamann svo við megum enn frekar njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Þórunn. MYND/STEFÁN LÍFRÆNT Eplaedikið í Alpha Daily kemur frá Þýskalandi og er ógerilsneytt og óeimað. Það virkjar hreinsikerfi líkamans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.