Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2012, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 22.05.2012, Qupperneq 34
22. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is ÍSLAND mætir Andorra í vináttulandsleik ytra í nóvember næstkomandi. Liðin mættust síðast í ágúst árið 2010 og með þessum leik er verið að efna samkomulag sem var gert þá. Næstu leikir Íslands verða vináttuleikir gegn Frökkum á sunnudaginn og svo Svíþjóð í næstu viku. Allt um leiki gærkvöldsins er að fi nna á 1-0 Gavin Morrison (1.), 1-1 Atli Jóhannsson (8.), 1-2 Atli Jóhannsson (58.), 1-3 Kennie Chopart (63.), 1-4 Mads Laudrup (69.) Skot (á mark): 8-13 (3-8) Varin skot: Óskar 3 - Ingvar 1 GRINDAVÍK (4-5-1): Óskar Pétursson 4 - Loic Mbang Ondo 4, Ólafur Örn Bjarnason 4, Mikael Edlund 3, Ray Anthony Jónsson 3, Óli Baldur Bjarnason 3 - Gavin Morrison 5 (70. Alex Freyr Hilmarsson 5 ), Scott McKenna Ramsay 5 (52. Páll Guðmundsson 5), Marko Valdimar Stefánsson 4, Pape Mamadou Faye 5 (83. Jordan Edridge -) -Tomi Ameobi 4. STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 7 - Jóhann Laxdal 7,Baldvin Sturluson 6 (73. Snorri Páll Blöndal 5) 5, Alexander Scholz 7,Hörður Árnason 6 - Daníel Laxdal 7, Atli Jóhannsson 8, Halldór Orri Björnsson 7 - Kennie Knak Chopart 8* (83. Bjarki Páll Eysteinsson -),Mads Laudrup 7 (79. Gunnar Örn Jónsson -), Garðar Jóhannsson 6 Grindavíkurvöllur, áhorf.: 775 Þorvaldur Árnas. (8) 1-4 Kolbeinn Tumi Daðason íþróttafréttamaður „Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happ- drætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld,“ sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfald- lega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í víta- spyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knatt- spyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framleng ingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að víta- spyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á víta- spyrnukeppnir sem algjört lottó. Vítaspyrnukeppni – algjör heppni? 0-1 Viðar Örn Kjartansson, víti (50.), 0-2 Joe Tillen (88.) Skot (á mark): 8-8 (3-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Duracak 3. FRAM (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 5 - Daði Guðmundsson 3 (56., Jón Gunnar Eysteinsson 4 ) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5, Alan Lowing 5, Sam Tillen 4 - Kristinn Ingi Halldórsson 5 (51., Orri Gunnarsson 4) Halldór Hermann Jónsson 4, Al- marr Ormarsson 3 - Samuel Hewson 4, Hólmbert Aron Friðjónsson 5, Steven Lennon 4. SELFOSS (4-3-3): Ismet Duracak 7 - Ivar Skjerve 6, Stefán Ragnar Guðlaugsson 7, Andri Freyr Björnsson 7, Jon Andre Royrane 6 - Babacar Sarr 7, Endre Ove Brenne 6, Robert Sandnes 7 (90., Ingólfur Þórarinsson -) -J ón Daði Böðvarsson 6, Ólafur Karl Finsen 6, (66., Joe Tillen 7) Viðar Örn Kjartansson 8* (82. ,Moustapha Cisse -) Laugardalsvöllur. Kristinn Jakobsson (8) 0-2 SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir náði ekki sínu besta fram þegar hún keppti í 200 m baksundi á EM í sundi sem hófst í gær. Þetta er sterkasta grein Eyglóar en hún tryggði sér þátt- tökurétt á Ólympíuleikunum með glæsilegu Íslandsmeti í síðasta mánuði. Er hún hingað til eini íslenski sundmaðurinn með tryggðan farseðil til Lundúna í sumar. Eygló komst örugglega í undan- úrslit í greininni í gær eftir að hafa synt á 2:13,81 mínútu í undanrásunum. Það var engu að síður rúmum þremur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Í undanúrslitunum synti hún á aðeins lakari tíma, 2:13,92, og endaði í ellefta sæti. Íslandsmet hennar hefði þó dugað sem fjórði besti tími inn í lokaúrslitin. Sveit Íslands í 4x100 m skrið- sundi kvenna tvíbætti Íslands- metið í greininni í gær. Fyrst í undanrásum og svo í úrslitum, þar sem sveitin hafnaði í átt- unda sæti. Sveitin synti á 3:47,39 mínútum en hana skipuðu Ragn- heiður Ragnarsdóttir, Eva Hann- esdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman. Fleiri Íslendingar kepptu í gær og má finna upplýsingar um gengi þeirra á íþróttavef Vísis. - esá EM í sundi hófst í gær: Eygló nokkuð frá sínu besta EYGLÓ Náði ekki sínu besta fram á EM í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Stjarnan komst upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í gær og nýliðar Selfoss stukku upp í fimmta sætið með sínum öðrum sigri í fjórum leikjum. Grinda- vík er á botninum með eitt stig og Fram í níunda sæti með þrjú. Bjarni Jóhannsson vann þjálf- arauppgjörið við Guðjón Þórðar- son og varð um leið á undan honum að vinna 100 leiki í efstu deild en báðir voru þeir með 99 sigurleiki fyrir gærkvöldið. Það bjuggust flestir við því að það yrði erfitt að skora hjá Grinda- vík fyrir sumarið en liðið er búið að fá á sig 13 mörk í fyrstu fjórum leikjunum og múrinn mikli er hriplekur. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur. Klassabarátta frá upphafi til enda. Við byrjuðum skelfilega og fengum á okkur skítamark en mér fannst við vera betri aðilinn allan leikinn,“ sagði Stjörnu- maðurinn Atli Jóhannsson kátur í leikslok. „Ég fer ekkert ofan af því að við vorum betri aðilinn allan leikinn, þó þeir hafi fengið eitt færi þar sem við björgum á línu. Að öðru leyti ógnuðu þeir okkur ekkert. Mér fannst við aftur á móti alltaf vera líklegir.“ Selfyssingar gerðu góða ferð í Laugardalinn. Þeir lögðu þá arfa- slaka Framara. Fyrri hálfleikurinn var afskap- lega tíðindalítill. Eina færi hans fékk Viðar Örn en hann klúðraði. Í síðari hálfleik mættu gestirnir ákveðnari til leiks og uppskáru vítaspyrnu á 50. mínútu. Viðar Örn var felldur og skoraði sjálfur úr spyrnunni. Framarar sóttu án afláts eftir markið en sköpuðu sér engin teljandi marktækifæri. Gestirn- ir gerðu svo út um leikinn á 88. mínútu þegar Joe Tillen spólaði sig í gegnum vörn Framara og tryggði gestunum 3 stig. „Við vitum að við getum spilað góðan fótbolta og mér fannst við gera það á köflum í þessum leik. Mér fannst við stjórna leiknum og er himinlifandi með 3 stig hér í kvöld,“ sagði Selfyssingurinn Viðar Örn. - hþg, kós TVEIR SÆTIR ÚTISIGRAR Það gengur hvorki né rekur hjá Fram og Grindavík sem máttu sætta sig við töp á heimavelli í gær. Vormeistarar Fram hafa valdið miklum vonbrigðum í upp- hafi móts og varnarmúr Guðjóns Þórðarsonar í Grindavík er hriplekur. PÚÐURSKOT Steven Lennon hefur ekki staðið undir væntingum í upphafi móts og var aftur slakur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.