Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.06.2012, Qupperneq 10
5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 Tíu þúsund áskriftir bættust við íslenskan farsímamark- að á síðasta ári. Hlutdeild Símans fór í fyrsta sinn niður fyrir 40 prósent og Vodafone fór niður fyrir 30 prósent. Nova og Tal bæta við sig. Samkeppnin jafnari frá næstu áramótum. Jafnvægi er að myndast á farsíma- markaði. Síminn og Vodafone tapa viðskiptavinum á milli ára en Nova og Tal bæta við sig. Þetta kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskipta stofnunar (PFS) um íslenskan fjarskiptamarkað á árinu 2011. Markaðurinn saman- stendur af þeim sem eru í tal- þjónustu og þeim sem eru með 3G- nettengla (punga). Markaðshlutdeild Símans fór í fyrsta sinn undir 40 prósent á síðasta ári. Alls voru 153.191 manns með slíka þjónustu hjá fyrir tækinu um síðustu áramót. Í árslok 2007 var Síminn með um 60 prósenta markaðshlut- deild og drottnandi á markaðnum. Síðan hefur viðskiptavinum fyrir tækisins fækkað um yfir 30 þúsund auk þess sem Símanum hefur ekki tekist að ná inn þeim 75 þúsund viðskiptavinum sem hafa bæst við síðan þá. Staða Símans virðist þó vera að ná nokkru jafnvægi. Viðskiptavinum hans fækkaði einungis um rúmlega fimm þúsund frá lokum árs 2009 og fram að síðustu áramótum. Samdrátturinn hefur eðlilega haft áhrif á umfang starfsemi Símans og móðurfélags hans Skipta, sem tapaði 10,6 milljörðum króna á síðasta ári. Samhliða honum hefur verið ráðist í miklar hagræðingaraðgerðir innan sam- stæðunnar og í vikunni var 17 starfsmönnum sagt upp störfum. Eigandi Skipta er Klakki, sem áður hét Exista. Hlutdeild Vodafone á farsíma- markaði er komin rétt undir 30 prósent og hefur aldrei verið lægri. Fyrirtækið hefur samt sem áður verið að bæta við sig við- skiptavinum á undanförnum árum og hefur þeim fjölgað um rúmlega sex þúsund frá árslokum 2009. Viðskiptavinunum fækkaði þó um þrjú þúsund í fyrra auk þess sem fjölgun áskrifta á markaðnum skilaði Vodafone ekki auknum við- skiptum. Ætla á markað í haust Stjórn Vodafone ákvað í maí að hefja undirbúning að skráningu á markað. Stefnt er að því að hún muni eiga sér stað í september eða október. Vodafone er sem stendur að mestu í eigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). Félagið hagnaðist um 227 milljónir króna í fyrra, en það gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu árið 2009. Vodafone hefur samt sem áður þurft að grípa til hagræðingarað- gerða. Í janúar var til að mynda 28 manns sagt upp störfum. Nova hélt áfram að auka við hlutdeild sína á síðasta ári. Við- skiptavinir félagsins voru 99.636 um síðustu áramót og sá 100 þús- undasti skilaði sér í hús í febrúar. Fjöldi þeirra hefur aukist um 36 þúsund á tveimur árum, sem er langmesta aukning allra farsíma- fyrirtækja. Markaðshlutdeild Nova er nú 25,8 prósent. Fyrir- tækið skilaði 374 milljóna króna hagnaði í fyrra og er það í fyrsta sinn sem Nova skilar hagnaði frá því það hóf starfsemi í desember 2007. Tal lagaði stöðu sína á mark- aðinum lítillega á milli ára. Við- skiptavinir fyrirtækisins eru nú 19.111 og fjölgaði um rúmlega tvö þúsund í fyrra. Markaðshlutdeild Tals er 5,0 prósent. Tal tapaði um 900 milljónum króna á árunum 2008 til 2010. Fyrirtækið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2011. Viktor Ólason, forstjóri Tals, sagði í samtali við Frétta- blaðið í febrúar að fyrirtækið hefði skilað hagnaði á því ári. Eig- endur Tals eru Auður 1 fjárfest- ingasjóður og Kjartan Örn Ólafs- son. Fimmta fyrirtækið á íslenska farsímamarkaðinum er Alterna, sem hóf starfsemi sína vorið 2010. Viðskiptavinum þess fækkaði um tvö þúsund í fyrra og voru einungis 1.091 um síðustu áramót. Eigandi Alterna er bandaríska fyrirtækið World Cell. Farsímamarkaður að ná jafnvægi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) tilkynnti í janúar síðastliðnum um þá ákvörðun sína að lúkningargjöld íslenskra símafyrirtækja, sem greidd eru þegar viðskiptavinir eins félags hringja í annað, eigi að vera í mesta lagi 4,0 krónur frá og með 1. janúar 2013. Ákvörðunin á við um öll símafyrir- tækin fimm. Á undanförnum árum hafa Síminn og Vodafone þurft að rukka lægri lúkningarverð en samkeppnisaðilar þeirra. Í tilkynningu frá PFS vegna ákvörðunarinnar sagði að breytingarnar „leiða til þess að ein meginforsendan fyrir mismunandi verði á farsíma- þjónustu, þegar hringt er í annað farsímafélag, verður ekki lengur til staðar“. Stofnunin telur því að lækkun lúkningarverðs muni bæta hag neytenda á farsímamarkaði til muna. Lúkningargjöld samræmd á næsta ári Síminn 39,7% Vodafone 29,3% Nova 25,8% Tal 5,0% Alterna 0,3% Markaðshlutdeild fjarskiptafyrirtækja HEIMILD: PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUN Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is „Himneskir lífrænir gosdrykkir úr fyrsta okks hráefni og allir í fjölskyldunni nna eitthvað við sitt hæ.“ Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is Láttu hjartað ráða FRÉTTASKÝRING: Staðan á fjarskiptamarkaði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.