Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING Útilegan20. JÚNÍ 2012 MIÐVIKUDAGUR 5 DÓSAMAT Á PRÍMUSINN Í tjaldbúskap er þægilegt að þurfa ekki að annast flókna eldamennsku. Á sama tíma er ferðafólki nauðsyn að fá stað- góðan málsverð til að hafa næga orku í átök við náttúruna. Þá er freistandi að grípa í kærkomið úrval niðursoðinnar matvöru þar sem hægt er að velja úr fisk- og kjötréttum, súpum, sósum og fjölbreyttu meðlæti í bragðgóðar og saðsamar máltíðir. Klassískur úti- legumatur á prímusinn eru fiskbollur með karrísósu, steiktur fiskbúðingur með tómatsósu, pylsur með bökuðum baunum og spæleggi, kjötbollur í brúnni sósu með kartöflumús, sardínur á rúgbrauðsneið og túnfiskur í matar- mikið brauðsalat. Einfalt, nammigott og viðeigandi. Bakaðar baunir eru gómsætt meðlæti með margs konar útilegumat og taka lítið pláss í farangrinum eins og allur annar dósamatur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.