Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 8
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR8 1. Hvað heitir biskup Íslands? 2. Hvað heitir hálfbróðir Justins Bieber? 3. Söngvari hvaða hljómsveitar heitir Ian Anderson? SVÖR 1. Karl Sigurbjörnsson 2. Jaxon Julian 3. Jethro Tull. FRÉTTASKÝRING Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfir- skriftin vísar til þess að nú eru tutt- ugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsaloftteg- unda verið blásið út í andrúmsloft- ið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bók- unin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runn- in úr gildi. Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að laga- lega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áber- andi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvæn- an hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoð- ir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur geng- ið að vinna því sess í bindandi samn- ingum. Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Vernd- un heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasi- líu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verð- ur til þess að auka mikilvægi mála- flokksins í komandi samningavið- ræðum. Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í for- gang; endurnýjanlega orku, mál- efni hafsins, jafnréttismál og land- græðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangs- mál í tillögu að niðurstöðuskjali ráð- stefnunnar. kolbeinn@frettabladid.is Grænt og blátt hagkerfi Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tutt- ugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri. Unnið hefur verið að lokaskjali ráðstefnunnar um langa hríð og hefur það breyst mikið í þeirri vinnu. Drög að því liggja nú fyrir og ætlunin er að samþykkja það á föstudaginn. Yfirskrift þess er The Future We Want, eða framtíðin sem við óskum okkur. Skjalið skiptist, í grófum dráttum, í sex hluta, sem eru: ■ Endurnýjun pólitískra fyrirheita ■ Græna hagkerfið ■ Sjálfbær þróun ■ Útrýming fátæktar ■ Stofnanaumgjörð SÞ fyrir sjálfbæra þróun ■ Aðgerðir og eftirfylgni – leiðir til framkvæmda Unnið að óskaframtíð REYNT Í RÍÓ Þjóðir heims reyna nú að komast að samkomulagi um umhverfismál í víðum skilningi í Ríó. Fjöldi mótmælenda kemur málstað sínum á framfæri. Hér dansa frumbyggjar fyrir framan Þróunarbanka Brasilíu til að mótmæla vatnsafls- virkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR SAMGÖNGUMÁL Suðurstrandarveg- ur verður formlega opnaður í dag þegar Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra og Hreinn Haralds- son vegamálastjóri klippa á borða. Undirbúningur fyrir lagn- ingu vegarins hófst árið 1996. Suðurstrandarvegur er 57 kílómetra langur og liggur frá Grindavík að Þorlákshöfn. Hann liggur því um þrjú sveitarfélög sem eru Grindavík, Hafnarfjarð- arbær og sveitarfélagið Ölfus. Markmið framkvæmdarinnar er að byggja varanlega og örugga vegtengingu milli Suðurlands og Suðurnesja. Vegurinn uppfyllir nútíma veghönnunarreglur og aðgengi ferðafólks um svæðið er stórbætt. Áætlaður kostnaður við verkið er tæpir þrír milljarðar króna. - bþh Suðurstrandarvegur opnaður: Stórbætt öryggi með nýjum vegi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.